Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 51

Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 51
eins og það var í æsku hans. Og það var eins og allt hvíslaði að honum: Manstu ekki? Hann man! Hann lítur víða akra, skóga og þorp. Nóttin faðmar hauður og haf. Á þessari stund á luktin hans að varpa ljósþríhyrningi á sjóinn. En vitavörðurinn er þar ekki. Hann er í þorpinu gamla, á bernskustöðvunum. Höfuð öldungsins drúpir þars hann liggur. Hann dreymir. Ótal draummyndir svífa hjá, en óreglulega. Hann lítur ekki kofann, sem hann fæddist í, því hann brann í stríði. Hann lítur ekki föður sinn og móður, því þau dóu, er hann var barnungur. En samt var þorpið gamla eins og hann hefði farið þaðan í gær. Hann lítur smáhús í röðum og ljós í hverjum glugga, víggarðinn, mylluna og tjarnirnar báðar, og hann lítur jafnvel froskana skvettast til og frá. Einu sinni hafði hann verið á verði í þorpinu heila nótt. Hann dreymir sjálfan sig á verði. Beint á móti var veitingahúsið. Hann lítur þangað votum augum. Þar er sungið og drukkið og hrópað, og köllin skera eyðiþögn næturinnar. Og Ulanarnir ríða í burtu og neistar hrökkva undan hófum fákanna. Og nóttin er honum löng, þarna sem hann situr á hesti sínum. Allt er hljótt. Öll Ijós eru slökkt. Og þokan leggst á landið. Nú rís hún upp og er eins og stórt, hvítt ský yfir allri jörðinni. Haf- stórt ský, finnst honum. Nóttin er kyrr og köld, í sannleika pólsk nótt. Bráðum mun dagur rísa í austri. — Hanagal kveður við hjá hverjum kofa. Storkarnir umla úti í fjarskanum. — Úlananum líður betur. í gær höfðu menn talað um „orustu á morgun“. Húrra Þar verður geyst farið, með flögg í brjósti fylkingar, og heróp verður á hvers manns vörum. Blóð hins unga Úlana ólgar, þó enn sé kalt. En dagur er á lofti. Nóttin horfin. Skógar hafa birzt, runnar, rjóður, raðir húsa, mylnan, grenitrén. Hvílíkt land! Fagurt, heill- andi, í skini morgunsólarinnar. Ó, landið fagra, eina landið! Þögn. Varðmaðurinn, Úlaninn, leggur við hlustirnar. Einhver nálgast. Varðmannaskipti! Auðvitað! Skyndilega er kallað harð- neskjulega: „Gamli karl! Upp! Vaknaðu! Hvað er um að vera? Hvernig í dauðanum —?“ Öldungurinn opnar augu sín og starir undrandi á þann, sem mælt hafði. Leifar draumsýnanna virðast enn virkileiki. Nú blasir virkileikinn kaldur við honum. Fyrir framan hann stendur Johnson, hafnarvörðurinn. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.