Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 14

Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 14
í því var niður, sog, þungi öldunnar, sem loks fellur á auða strönd. Og þessi orð ein mælti hann: Hann Bjarni er dáinn. Hann lauk máltíð sinni, en stóð upp allsnögglega að henni lokinni. Og gekk inn eða upp á skrifstofu sína. Ég sá eitt tár brjótast fram í vinstri augnakrika hans. Það var haglkorni líkara en tári, og það féll ekki niður kinn hans, ekki það andartakið. Þeir, sem fyrir sonarmissi hafa orðið, sem þessum, munu skilja, að þessa stund var einveran honum allt. Og hún, sem ef til vill var eina manneskjan þarna við- stödd, er skildi til fulls, gekk þá fyrst á fund hans, er góð stund var liðin, þegar hún vissi stundina, þegar guð hvíslaði að henni: Nú mun návist þín hafa friðandi áhrif á sál hans. Móðir mín var fátæk stúlka og umkomulaus, þegar hún giftist föður mínum.1) En hún gleymdi aldrei, alla æfina, þeim, sem fátækir voru, þeim, sem áttu bágt. í sál hennar var enginn hroki til. Og hún hjálpaði þeim, sem bágt áttu, eftir megni alla æfina. Hún mátti ekkert aumt sjá. Og það er margur svangur vesalingur- inn, sem oft fékk volgan mat í eldhúsi hennar. Og hún vitjaði oft sjúkra fátæklinga og færði þeim hollan, heitan mat, ef þeir voru við rúmið. Þetta er ekki sagt vegna þess, að hún sé eina reykvíska konan eða íslenzka, er þetta hafi gert. Þær voru margar. Og heiður sé þeim öllum. Frá því er sagt vegna þess, að fögur sál á æ heiður skilið, hvort sem fegurðin lýsir sér í fögrum ljóðum, listaverkum eða í því að gera gott. Brjóstgæði hennar voru óumræðileg, löng- unin til þess að lifa fyrir aðra takmarkalaus, fyrst og fremst fyrir mann sinn og börn. Ást hennar og lotning fyrir guði var heit, sönn, einföld, barnsleg. Hún var sannkristin kona. Ég vona, að það verði ekki misskilið, þó að ég segi, að hún hafi trúað á gamla tímans vísu. Sú trú fullnægði henni. Og sú trú hennar var það afl, sem gerði hana þess megnuga, að lifa sannkristnu lífi, gerði hana að !) Foreldrar móður minnar voru Eiríkur Eiríksson járnsmiður í Stuðlakoti og kona hans Anna Eiríksdóttir frá Rauðará. Móðurbróðir minn, Guðbrandur, var faðir Jóns, umboðsmanns Eimskipafélags íslands í Khöfn og víðar, Ingi- bjargar (Brands) leikfimikennara, og Önnu, konu Brynjúlfs tannlæknis Björns- sonar. — Föðurætt Eiríks hefi ég séð rakta allt til Finns Péturssonar, sem bjó á Ökrum, og var kallaður Laga-Finnur, en ættin Akra-Finns ætt. Sonur Finns átti alla jörðina 1507 og bjuggu afkomendur hans á ýmsum jörðum á Mýrum vestur. Anna, kona Eiríks, var dóttir Eiríks Hjartarsonar á Rauðará, foreldrar hans, Hjörtur, smiður, frá Laugum í Flóa, og Rannveig Oddsdóttir lögréttu- manns á Rauðará, systir Jóns landlæknis. Verður þetta ekki lengra rakið hér. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.