Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 45

Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 45
getur breytt til. En Skavinski var hamingjusamari en hann hafði áður verið. Er dagur rann, reis hann á fætur og át dögurð sinn, fægði rúður ljóskersins og sat svo á svölunum og horfði út á hafið. Og hann varð aldrei þreyttur á að horfa á „víðfeðman“ sæinn. Þegar sólin skein á hvít, þanin seglin, fannst honum hann næstum fá ofbirtu í augun. Stundum þegar hagstæður byr var, sigldu skipin fram hjá í langri keðju, eins og sjómávar á flugi. Og rauðmáluðu innsiglingarámurnar vögguðust á brjóstum báranna. Og svo sást skyndilega reykur við hafsbrún og á skammri stund kom eitt New York skipið í ljós, grátt og stórt og tröllslegt. Og langa leið á eftir því var hvít, freyðandi rák. Frá svölunum fékk Skavinski og litið Aspinwall-þorpið. Þar lá skip við skip og siglutré þeirra voru sem skógur. Og þar fyrir handan hvít hús og turnar þorpsins. Og efst af turninum sýndust húsin smá eins og bjargfuglahreiður, og fólkið, sem gekk um á strætunum, sýndist eins og litlar, svartar, iðandi agnir á hvítum fleti. Á morgnana oftlega barst til hans þorpshávaðinn með austanblænum, hávaði véla og fólks að verki, en hæst lét þó í skipunum, er þau blésu til burtferðar eða tilkynntu komu sína. Og um miðaftansleytið hætti allur hávaði skyndilega, því þá var höfninni lokað. Og mávarnir héldu í bústaði sína í björgunum. Öldumar sleiktust letilega upp fjöruna. Og yfir land og haf og yfir vitann kom óumræðileg kyrrð, löng kyrrðarstund, sem ekkert rauf. Gula fjaran, sem öldurnar þógu, sýndist glitra, er þær voru runnar út aftur. Og sólin hellti geislum sínum yfir sandana, hafið og háklettinn. Og stundum fannst gamla manninum, að þessi sæt- leiki lífsins væri óumræðilegur. Og hvíldin, sem hann naut, fannst honum gefa sér nýtt þrek. Og er hann hugsaði um, að á þessu yrði framhald til æviloka, fannst honum ekkert skorta á vellíðan sína. Skavinski var drukkinn af hamingju, og þar eð menn venjast fljót- lega því, er bætir kjör þeirra, óx traust hans smám saman. Ef menn reisa hús fyrir fatlaða menn, hví skyldi Guð þá ekki veita skjól slíkum sem mér? hugsaði hann. Tíminn leið og traust öldungsins rótfestist í huga hans. Hann vandist öllu í turninum sínum, ljós- kerinu, klettinum, sandrifjunum, einverunni. Og honum fór að þykja vænt um mávana, sem áttu sér aðsetur í björgunum og dag hvern flögruðu yfir vitaturninum. Skavinski kastaði til þeirra leif- um af mat sínum. Og þeir einnig vöndust honum og gerðust tamir, og bráðlega, þá er hann kastaði til þeirra brauðmolum og slíku, var hann hulinn skýi hvítra vængja, og hann var innan um fugla 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.