Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 41

Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 41
hans friði um stund. Á þessum bletti gæti hann nú hlegið að margra ára, heils mannsaldurs flækings ferðalagi, að óhöppum sínum og glappaskotum. Hann var í sannleika sem skipið, er ofviðrið rúði rá og reiða, stöguðum seglum og stýri; skipi var hann líkur í vissum skilningi, sem brimlöðrið hræktist á hvítfyssandi, skipi, sem þrátt fyrir mótveður, sviptibylji og rastarstrengi, er af ósýnilegri hönd forsjónarinnar haldið í horfinu og í höfn siglt að lokum. — Mynd þessa storms hvarf fljótt úr huga hans aftur. Og önnur mynd kom þar fram: Lognsær elliáranna! Hann hafði aðeins skýrt Falconbridge frá dálitlu broti, örfáum þáttum ár ævintýraríku lífi. Þúsund atvik önnur hefði hann getað minnzt á. Ógæfa hans hafði æ verið, að þá er hann hafði reist tjald sitt og hælað niður og búið sér hlóðir, hafði alltaf einhver fellibylur farið yfir þann blettinn og kippt sundur tjaldsúlunni hans sem hráviði og kæft nýtendraðan eld. Og hann varð að halda áfram og efna í að nýju. Og þarna sem hann stóð nú á svölunum og leit aftur á atvik liðinna ára, varð allt svo skýrt. Hann lifði hvert atvik á ný. Baráttur hafði hann háð í fjórum heimsálfum. Og á flakki sínu hafði hann gefið sig við nær öllum hugsanlegum störfum. Vinnuelskur og ráðvandur hafði hann æ verið, og því græddist honum fé oftlega, en hélzt eigi á því. Og það þrátt fyri alla aðgæzlu og þó hann hefði hug á að varðveita það. Hann var gullnámamaður í Ástralíu, gimsteinagrafari í Afríku og skytta á Indlandi. Hann reisti bú í Kaliforníu, en óhöpp og óþurrkar gerðu hann gjaldþrota. Hann gerðist umferðasali og verzl- aði við villimenn í frumskógum Brasilíu, en fleki hans sökk á Amazon-ánni. Aleinn og vopnlaus ráfaði hann um nakinn og hungr- aður í frumskógunum. Villiávexti aðeins lagði hann sér að munni. Og óttalaus gat hann eigi verið andartak í eyðimörkinni, þar sem villidýrin þjóta um í hópum, fastara en logi fer yfir akur. Hann reisti smiðju í borginni Helenu í Arkansas, en hún brann til kaldra kola í eldsvoða, sem eyddi meginhluta borgarinnar. Eitt sinn komst hann í tæri við Indíána í Klettafjöllunum og varð af þeim tekinn til fanga, en honum varð það að gæfu, að kanadiskir veiðimenn björguðu honum. Skömmu síðar gerðist hann sjómaður á skipi, sem fór á milli Bahia og Bordeaux, og síðan gerðist hann skutlari á hval- veiðara. Hvorttveggja skipið strandaði. Hann náði sér á strik aftur og keypti vindlingaverksmiðju í Havana, en er hann lá þar fár- veikur, rændi félagi hans hann. Og að síðustu kom hann til Aspin- 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.