Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 10

Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 10
myndum frá kóngsins Kaupinhöfn. í þessu herbergi sat faðir minn að jafnaði og las og skrifaði eða gekk um gólf. En þó kom það fyrir, að hann sat við skriftir í borðstofunni, en hann vann þar sjaldan að frumsamningu eða þýðingum. Inn af bleiku stofunni, var bláa stofan, stássstofan. Þar voru húsgögn úr búi Bjarna amtmanns afa míns. Þar var svartmálaður ruggustóll. Bertelsen málaði hann og málaði karlskepnu á setuna. Karl þessi hafði skotthúfu á höfði. Síðskegg hnélangt. Læddist ég oft inn í bláu stofuna til þess að virða fyrir mér karlundur þetta. Og þar var margt, sem of langt yrði upp að telja. Ef litið var út um glugga þessara stofa, blöstu við fjórir garðar, allir fallegir og vel hirtir. Garður Scherbecks landlæknis (svo nefndur, en þá eign Halldórs yfirdómara Daníels- sonar, var og oft kallaður „Bæjarfógetagarðurinn," en þeirri stöðu gegndi yfirdómarinn þá), Apótekargarðurinn, garður Páls Mel- sted og garður föður míns. Á garð foreldra minna mun ég seinna minnast. — Faðir minn var árrisull maður. Hann var á vetrum kominn upp í skóla á hverjum morgni fyrir klukkan átta. Hann var æ við morg- unbænir, þó að sjálfur hefði hann oft ekki kennslustund fyrr en eftir hádegi. Á sumrin var hann oft kominn á fætur fyrir klukkan sex, stundum fyrr. Og gekk hann þá úti, upp um holt, suður á Mela eða í garðinum sínum, eða um fjöruna suður við Skerjafjörð og tíndi þar kufunga, skeljar og hörpudislca. Hafði hann yndi af að safna slíku. Morgunverður var að jafnaði klukkan tíu í þá daga. íslenzkum mat þarf ekki að lýsa, en að jafnaði var haframjölsgraut- ur etinn á undan öðru. Faðir minn heitinn drakk að jafnaði lítið glas af dönsku ákavíti með mat á hverjum morgni. Og blandaði í fá- einum dropum af bitter. Ef kallt var í veðri, drakk hann hálft annað glas. En hann var stakur hófsemdar maður á vín. Að undanteknum þessum morgunverðarsnöpsum, drakk hann aldrei annað. Nema í veizlum. En hófs gætti hann alltaf. Og má víst hið sama segja um flesta eða alla menntamenn Reykjavíkur. Þá er hann orti sat hann ýmist við borðið eða hann gekk um gólf með pennaskaftið bak við eyrað og gekk svo að öðru hvoru púltinu og bætti við á pappírinn því, sem framleiðst hafði á gólf- göngu. Við púlt sín stóð hann æ og skrifaði. Vart held ég, að hann hafi skrifað niður setningu, sem ekki var næstum fullfáguð. Oft sat hann með pennaskaftið í hendinni án þess að skrifa. Svo óx brosið 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.