Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 31
„Af hverju?“
„Hefirðu ekki tekið eftir því, stúfurinn minn, að Olga er í rauð-
um sokk á hægra fætinum, en grænum á þeim vinstra?“
„En það hefir Olga hin líka,“ sagði Karen litla hlæjandi. Og
svo þaut hún af stað með bréfið.
Gunnar hafði setið stundarkorn í herberginu sínu. Gunnlaugs
saga lá á borðinu fyrir framan hann. Hann hafði nýlesið þá kaflana,
sem voru honum kærstir og alltaf voru jafnunaðslegir. —
Það var barið að dyrum. Hann opnaði hurðina. Það var Gaska.
Hann leit á hana rannsakandi augum. En hann gat engan mun
séð á henni.
Hún sagði ekkert, en fór að blaða í Gunnlaugs sögu.
„Er þetta ástarsaga?“ spurði hún.
„Já,“ mælti Gunnar.
„Er hún falleg?“
„Já. Það er fallegasta ástarsagan, sem ég hefi lesið.“
„Ég vildi, að ég gæti skilið hana.“
„Þá verðurðu að læra íslenzku,“ sagði Gunnar brosandi.
„Þá les ég hana víst aldrei. En þú getur sagt mér hana.“
„Ég skal gera það. En hún nýtur sín ekki, nema á íslenzku.“
„Segðu mér hana samt. Kannske gæti ég lært af henni að þekkja
sjálfa mig.“
„Þú þekkir sjálfa þig, Gaska.“
„Nei. Ég held ekki. Að minnsta kosti fannst mér áðan, að svo
væri ekki.“
Hún sagði það stillilega, tilfinningalaust.
„Rúdolf er dáinn, — fyrir------
Það var eins og hún hefði ætlað að segja eitthvað meira, en
hætti við það.
„Ég samhr.yggist þér,“ sagði Gunnar, eins alúðlega og hann gat.
„Nei, nei. Ég hefi ekki fundið til neinnar sorgar. Ég græt ekki.
Ég get það ekki. Augu mín eru þurr og tilfinningarnar kaldar. Og
þó elskaði ég hann, — einu sinni.“
„Gaska! Ég skil þig ekki.“
„Segðu þetta ekki. Þú einn skilur mig, því þú elskar mig. Rúdolf
elskaði mig ekki.“
„Gaska!“
31