Rökkur - 01.10.1922, Síða 31

Rökkur - 01.10.1922, Síða 31
„Af hverju?“ „Hefirðu ekki tekið eftir því, stúfurinn minn, að Olga er í rauð- um sokk á hægra fætinum, en grænum á þeim vinstra?“ „En það hefir Olga hin líka,“ sagði Karen litla hlæjandi. Og svo þaut hún af stað með bréfið. Gunnar hafði setið stundarkorn í herberginu sínu. Gunnlaugs saga lá á borðinu fyrir framan hann. Hann hafði nýlesið þá kaflana, sem voru honum kærstir og alltaf voru jafnunaðslegir. — Það var barið að dyrum. Hann opnaði hurðina. Það var Gaska. Hann leit á hana rannsakandi augum. En hann gat engan mun séð á henni. Hún sagði ekkert, en fór að blaða í Gunnlaugs sögu. „Er þetta ástarsaga?“ spurði hún. „Já,“ mælti Gunnar. „Er hún falleg?“ „Já. Það er fallegasta ástarsagan, sem ég hefi lesið.“ „Ég vildi, að ég gæti skilið hana.“ „Þá verðurðu að læra íslenzku,“ sagði Gunnar brosandi. „Þá les ég hana víst aldrei. En þú getur sagt mér hana.“ „Ég skal gera það. En hún nýtur sín ekki, nema á íslenzku.“ „Segðu mér hana samt. Kannske gæti ég lært af henni að þekkja sjálfa mig.“ „Þú þekkir sjálfa þig, Gaska.“ „Nei. Ég held ekki. Að minnsta kosti fannst mér áðan, að svo væri ekki.“ Hún sagði það stillilega, tilfinningalaust. „Rúdolf er dáinn, — fyrir------ Það var eins og hún hefði ætlað að segja eitthvað meira, en hætti við það. „Ég samhr.yggist þér,“ sagði Gunnar, eins alúðlega og hann gat. „Nei, nei. Ég hefi ekki fundið til neinnar sorgar. Ég græt ekki. Ég get það ekki. Augu mín eru þurr og tilfinningarnar kaldar. Og þó elskaði ég hann, — einu sinni.“ „Gaska! Ég skil þig ekki.“ „Segðu þetta ekki. Þú einn skilur mig, því þú elskar mig. Rúdolf elskaði mig ekki.“ „Gaska!“ 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.