Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 85

Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 85
að sækja aftur í bollana. Og þá hafði móðir Ingu sagt við bónda sinn: „Það hefir víst ekki frétzt af honum enn, síðan hann fór til Ameríku?“ „Nei, hann skrifar víst ekki neinum. Að minnsta kosti ekki Þór- unni. En hann er dugnaðarmaður. Honum gengur sjálfsagt, þótt hann hafi fyrir mörgum að sjá.“ Svo féll samræða þeirra niður. Þórunn var komin inn aftur með bakkann. — Auðvitað höfðu þau haldið, að Tumi skildi ekki, hvað þau voru að fara. En hann þóttist vita, að það væri pabbi hans, sem þau ræddu um. Hann hafði laumazt út, upp á tún hafði hann farið. Lagzt þar á milli þúfna og grátið. — Þar fann móðir hans hann litlu seinna. „Af hverju ertu að gráta, Tumi minn?“ spurði hún. „Hún Inga litla var að spyrja eftir þér. Og augun hennar bláu urðu vot af tárum, þegar hún gat ekki náð í þig til þess að kveðja þig.“-— En Tumi grét, grét og sagði ekki neitt. Og móðir hans hafði huggað hann. En hún hafði ekki fengið vitneskju um, hvað grát- inum hafði valdið, því Tumi hafði sofnað við barm hennar. — ----„Af hverju grætur þú, Tumi minn?“ spurði móðir hans blíðlega. „Af því ég hefi engan pabba hjá mér, eins og Inga litla. Svo var ég að hugsa um það síðan, hvort það væru sóleyjar og fíflar, þar sem pabbi minn er.“ „Hvað varstu að tala um Ameríku, barnið mitt? Hver sagði þér frá henni?“ „Pabbi hennar Ingu sagði —“ Þórunn kyssti á enni Tuma litla. Barmurinn gekk í öldum. „Hvar er Ameríka, mamma?“ „Það er stórt land, barnið mitt. Langt, langt vestur í hafi. Þar er sumarið lengra en hérna. Dagurinn heitari. Þar eru risavaxin tré. Víðáttumiklir skógar, þar sem villt dýr falla fyrir skotum veiði- mannanna. Og þegar þau fá dauðasárið, öskra þau svo hátt að jörðin skelfur." „Á ég þá engan pabba?“ Þórunn gat engu svarað strax. Hún vildi ekki segja ósatt. Svo sagði hún: „Þú átt engan föður, barnið mitt. Og það er enginn, sem getur gengið þér í föðurstað. Þú átt engan, sem vill kannast við þig sem son sinn, engan, sem breiðir út faðm sinn á móti þér og segir: 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.