Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 87
unnast. Frá þeirri stundu skulu sálir ykkar beggja una saman í
ljósi þeirrar ástar, sem ég hefi tendrað í hjörtum ykkar. Og braut
ykkar að landamerkjum lífs og dauða skal verða blómum stráð, en
vökvuð blóði.“
Og þau unnust og ævivegur þeirra var blómum stráður. Og er
þau litu í augu hvors annars, þá fannst þeim eins og þúsund engla-
raddir hvísluðu: „Ást! Ást!“ Og í hvert skipti er þau hugsuðu hvort
um annað, spratt rós við fætur þeirra; rós fyrir hvert hlýlegt orð.
Og rósirnar urðu margar, því þau hugsuðu hvort um annað guðs-
langan daginn.
Og dagarnir liðu og árin liðu. Og þau litu rósir vaxa upp þús-
undum saman, en blóð litu þau aldrei, aðeins rósir, angandi rósir;
rauðar og hvítar, rauðar sem blóðið fagurrautt, hvítar sem snjórinn
á jöklunum. Og þau áttu sér eina dóttur barna, og þá er hún óx
upp, var hún fríð sýnum. Og allar rósirnar hneigðu sig fyrir henni,
þegar hún gekk um úti, hneigðu sig og grétu af gleði. Þær grétu
tærum daggardropum ofan á litlu, hvítu fæturna hennar. —
Og dagarnir liðu og árin liðu og þau voru hamingjusöm öll
þrjú, því þau lifðu á meðal rósa. Og litla dóttirin þeirra óx upp
og varð há og fríð, með ljósgult hár og blá augu. Og þau kölluðu
hana Sunnu, því Sunna þýðir sól — og Sunna, dóttirin þeirra, var
fögur sem sólin sjálf. Og Sunna varð hærri með hverjum deginum
sem leið og æ fríðari. Iðulega gekk hún fram með firðinum og lét
öldurnar þvo fætur sína.
Og vindurinn lék sér að hárinu hennar Ijósa. Oft sat hún á
hamrinum og starði út á fjörðinn. Og söngur marbendlanna barst
að eyrum hennar. Sál hennar fylltist unaði. Það var eins og hún
vaggaði sér á gullöldum fjarðarins. Og söngur hafsins kvað sí og
æ við í eyrum hennar, hvert sem hún fór. En á Jónsmessunótt,
þegar hún var réttra átján ára, sat hún við hafið og hlustaði á nið-
inn í öldunum og á söng marbendlanna. Og þegar sólin var hnigin
til viðar, kom til hennar unglingspiltur. Hann var hár vexti og
fríður sýnum, augun blá, djúp og hrein, eins og sjórinn fram
undan hamrinum. Og hann settist við hlið hennar, tók í hönd
hennar og sagði:
„Ég hefi séð þig sitja hérna um sólarlagsbil og stara út á hafið.
Og ég hefi séð brjóst þín rísa og hníga eins og gullöldurnar úti á
firðinum. Og ég hefi lesið augu þín. „Ást! Ást“, las ég þar. Og
87