Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 75

Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 75
rós í kjöltu hennar. Hún lét sem hún sæi það ekki. En þegar hann var kominn nokkra tugi metra í burtu og hann áræddi að líta sér um öxl, sá hann, að hún hafði fest rósina í hár sitt. Það fór um hann gleðititringur. Það var aðeins stundarkorn. Svo sótti þung- lyndi á hann aftur. Og þetta þunglyndi hafði gripið hann daginn, sem Shusha hafði ýtt undir hann að „líta á“ Lenku. Frá þeim degi gat hann eigi varizt því að horfa á hana og hugsa um hana. Og þunglyndishugsununum gat hann eigi hrundið frá sér. Og vel vissi hann, að faðir hans og aðrir hugðust ætla að leggja honum ráð, og feður geta enn talizt forlaga-fulltrúar í Serbíu. Svo hlýðinn sonur var Simun, að hann reyndi í öllu að haga sér eftir óskum föður síns. En vissulega hafði nornin Shusha náð tökum á honum. Því hann gat eigi varizt því að hugsa um Lenku. Augu hans leituðu í áttina til kofaskriflisins, sem hún bjó í. Á móti vilja hans báru fætur hans hann á blettinn, þar sem hún hafði staðið í gær og gæti komið á morgun, ef hún yrði þar ekki í dag. Þegar faðir hennar seldi þrjú svín úr eigin stíu á markaðinum í Sabac fyrir geypiverð og lét setja annan glugga til í kofann sinn á hæðinni, óx hugrekki Simunar. Og hann reyndi óbeint á ýmsa vegu að vekja athygli föður síns á þessari velmegunarbyrjun í lífi svínahirðis hans. En orð hans voru meðtekin í þögn. En Simun minntist hugrekkis og dáða forfeðra sinna og hann reyndi að herða vilja sinn. Þegar drúfnauppskeran var um garð gengin, var föður Simunar létt í skapi. Og Simun notaði tækifærið, er þeir bergðu á nýja víninu. „Faðir! Tókstu eftir því, að Lenka, dóttir Stepos, tíndi meira en nokkur hinna stúlknanna. Þar er stúlka, sem vinnur vel. Hún er á við aðrar tvær.“ „Þær unnu allar vel,“ var svarið. „Og það hefir aldrei verið siður í mínu húsi að hæla einum umfram annan.“ — Simun forðaðist brunninn í heila viku og eyddi nokkrum stund- um dag hvern með vinum föður síns, Panto gestgjafanum og Gli- gory, malaranum, en þeir áttu báðir fallegar, gjafvaxta dætur. Og Simun hugsaði á þá leið, að hann hefði gert rangt í að kasta rós í kjöltu ókunnugrar stúlku. Sem og var rétt. Lenka hafði aldrei borið mein í hjarta, þangað til hugsanirnar um spádóm Shushu fóru að ná tökum á henni. Nú orðið gat hún ekki varizt því, er færi gafst, að líta á þennan háa og gjörvilega 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.