Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 7
sem kennara. Um allt þetta hafa mætir menn skrifað og ljóð
hans eru yður kunn og þýðingar. Ég ætla aðeins að mæla fáein
orð um manninn Steingrím Thorsteinsson. Um venjur hans, dag-
legt líf hans, hvernig hann orti, hvað hann mat mest, hvað ítak
átti í sál hans, minnast fornra atvika, sem ef til vill gætu varpað
dálitlu ljósi á líf hans, sem að minnsta kosti tvo síðustu áratugi æfi
hans, var mörgum að meira eða minna leyti lokuð bók. Því að
hann var maður, sem oft mátti um segja: Hann fór einn. Mér liggur
við að segja, að hann hafi viljað fara einn, þó að sál hans hafi æ sótzt
eftir hverjum geisla úr ljósbreiðu hvers andans snillings, er hann
kynntist af bókum. Hann fór ekki einn í andlegum skilningi. Með
honum var æ heil hersing.
En samt fór hann einn, í vissum skilningi, til þess ef til vill, að
geta notið í næði þeirrar samveru, dvalar sinnar í sálargörðum and-
ans mikilmenna, þeirrar samveru, sem bezt er, hugðnæmust. Og ég
ætla einnig að mæla nokkur orð um þá manneskju, sem án efa skildi
hann bezt, reyndist honum bezt og unni honum mest. Þá manneskju,
sem snerti hverja bók hans með lotning, sem gekk um hljóðlega, ef
hann tók sér penna í hönd, og lét kyrrðina ríkja í kringum hann,
þegar hann þurfti kyrrðar með; þá manneskju, sem sjálf hirti gamla
skrifborðslampann hans, jafnaði kveik og kveikti á og fyllti olíu; þá
manneskju, sem lét lampa hans loga, ekki eingöngu skrifborðslampa
hans, heldur og lampa sálar hans, í ást, kærleika og lotning, hverja
stund, hvern dag, löng árin, meðan hún beið þess, að hún gæti orðið
honum samferða, í andlegum skilningi, sem og tókst. Og honum
skildist æ betur, eftir því sem samvistarárunum fjölgaði, að hún,
sem lét lampa hans loga, var ljósgjafi sálar hans, að sál hennar var
eins fögur og hin fegursta sál, sem hann hafði ort um, lesið um,
þýtt um.
Sú manneskja var móðir mín.
Eftir inngang þenna, kæru tilheyrendur, vil ég biðja yður að
skreppa með mér liðug tuttugu ár aftur í tímann, skreppa með
mér til Reykjavíkur, eins og hún var skömmu eftir aldamótin, þegar
faðir minn var nýorðinn sjötugur, og ég var aðeins barn að aldri, um
sex, sjö ára gamall. Og ég vil leitast við að skýra lítilsháttar mynd-
ina af æskuheimilinu mínu þá, segja yður frá ýmsu, sem að vísu er
stundum hulið þoku, en sem allt af birtist að nýju, þegar ég finn
sálir foreldra minna í nálægð minni, þegar þær sveipa burt þok-
7