Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 40
„Þrjú ár á hvalaveiðum.“
„Reynt margt, gefið þig að mörgum störfum?“
„Ég á aðeins eitt óreynt.“
„Hvers vegna?“
„Svo eru forlög mín.“ Öldungurinn yppti öxlum.
„En mér virðist þú of gamall til þessa starfs.“
„Herra!“ sagði öldungurinn skyndilega. Rödd hans titraði og
honum var mikið niðri fyrir. „Ég er mjög þreyttur. Ég hefi reynt
margt um dagana. Og þetta er einmitt það, sem ég hef þráð mest.
Ég er gamall orðinn. Ég þarfnast hvíldar. Ég vildi geta sagt við
sjálfan mig: Hér skaltu dvelja fram á aldurtilastund. Loks hefirðu
náð í höfn. — Herra! Það er undir yður komið. Svona tækifæri
býðst mér aldrei aftur. Hvílík heppni, að ég var staddur í Panama.
Ég bið yður sem Guð mér til hjálpar. Ég er sem fleyið, er djúpið
mun geyma, komist það ekki í höfn. Þér getið gert gamlan mann
hamingjusaman. Ég sver ég er ráðvandur. Ég er þreyttur á öllu
flakki.“
Það skein slík einlægni úr bláu augunum öldungsins, að Falcon-
bridge ræðismanni hitnaði um hjataræturnar.
„Gott og vel. Ég tek umsókn þína gilda. Þú ert vitavörður frá
þessari stund.“
„Ég þakka yður.“
„Geturðu farið út í dag?“
»Já.“
„Far vel, þá. Aðeins eitt: Rækiðu ekki starf þitt svo vel fari á,
verður annar tekinn í þinn stað.“
„Ég skil það.“
Sama kvöldið, þegar sólin var hnigin til viðar, á þessum slóðum,
þar sem rökkur þekkist ekki, hóf vitavörðurinn nýi starf sitt. Frá
vitanum bárust glampar út á sjóinn. Kvöldið var kyrrt. Það var eins
og kvöld í hitabeltinu eru svo oft. Kringum mánann var baugur
með öllum regnbogans litum. Og flóðið eitt hreyfði sjóinn.
Skavinski stóð á svölunum og frá sjónum mun hann ekki hafa
sýnzt nema agnarstór. Hann reyndi að safna mörgum hugsunum í
einn farveg. Hann hugsaði um sjálfan sig og þessa nýju stöðu. En
það var enn mara í huga hans og hver hugsun lömuð. Fyrir honum
var líkt ástatt og veiðidýrinu, sem elt hefur verið ósleitilega og
kapplega og skyndilega finnur skjól og felustað í helli. Loksins,
loksins átti hann kyrra stund. Tilfinning um öruggleika fyllti sál
40