Rökkur - 01.10.1922, Síða 75
rós í kjöltu hennar. Hún lét sem hún sæi það ekki. En þegar hann
var kominn nokkra tugi metra í burtu og hann áræddi að líta sér
um öxl, sá hann, að hún hafði fest rósina í hár sitt. Það fór um
hann gleðititringur. Það var aðeins stundarkorn. Svo sótti þung-
lyndi á hann aftur. Og þetta þunglyndi hafði gripið hann daginn,
sem Shusha hafði ýtt undir hann að „líta á“ Lenku. Frá þeim degi
gat hann eigi varizt því að horfa á hana og hugsa um hana. Og
þunglyndishugsununum gat hann eigi hrundið frá sér. Og vel
vissi hann, að faðir hans og aðrir hugðust ætla að leggja honum
ráð, og feður geta enn talizt forlaga-fulltrúar í Serbíu.
Svo hlýðinn sonur var Simun, að hann reyndi í öllu að haga sér
eftir óskum föður síns. En vissulega hafði nornin Shusha náð tökum
á honum. Því hann gat eigi varizt því að hugsa um Lenku. Augu
hans leituðu í áttina til kofaskriflisins, sem hún bjó í. Á móti vilja
hans báru fætur hans hann á blettinn, þar sem hún hafði staðið í
gær og gæti komið á morgun, ef hún yrði þar ekki í dag.
Þegar faðir hennar seldi þrjú svín úr eigin stíu á markaðinum
í Sabac fyrir geypiverð og lét setja annan glugga til í kofann sinn
á hæðinni, óx hugrekki Simunar. Og hann reyndi óbeint á ýmsa
vegu að vekja athygli föður síns á þessari velmegunarbyrjun í lífi
svínahirðis hans. En orð hans voru meðtekin í þögn. En Simun
minntist hugrekkis og dáða forfeðra sinna og hann reyndi að
herða vilja sinn. Þegar drúfnauppskeran var um garð gengin,
var föður Simunar létt í skapi. Og Simun notaði tækifærið, er þeir
bergðu á nýja víninu.
„Faðir! Tókstu eftir því, að Lenka, dóttir Stepos, tíndi meira
en nokkur hinna stúlknanna. Þar er stúlka, sem vinnur vel. Hún
er á við aðrar tvær.“
„Þær unnu allar vel,“ var svarið. „Og það hefir aldrei verið siður
í mínu húsi að hæla einum umfram annan.“
— Simun forðaðist brunninn í heila viku og eyddi nokkrum stund-
um dag hvern með vinum föður síns, Panto gestgjafanum og Gli-
gory, malaranum, en þeir áttu báðir fallegar, gjafvaxta dætur. Og
Simun hugsaði á þá leið, að hann hefði gert rangt í að kasta rós í
kjöltu ókunnugrar stúlku.
Sem og var rétt.
Lenka hafði aldrei borið mein í hjarta, þangað til hugsanirnar
um spádóm Shushu fóru að ná tökum á henni. Nú orðið gat hún
ekki varizt því, er færi gafst, að líta á þennan háa og gjörvilega
75