Rökkur - 01.10.1922, Side 51

Rökkur - 01.10.1922, Side 51
eins og það var í æsku hans. Og það var eins og allt hvíslaði að honum: Manstu ekki? Hann man! Hann lítur víða akra, skóga og þorp. Nóttin faðmar hauður og haf. Á þessari stund á luktin hans að varpa ljósþríhyrningi á sjóinn. En vitavörðurinn er þar ekki. Hann er í þorpinu gamla, á bernskustöðvunum. Höfuð öldungsins drúpir þars hann liggur. Hann dreymir. Ótal draummyndir svífa hjá, en óreglulega. Hann lítur ekki kofann, sem hann fæddist í, því hann brann í stríði. Hann lítur ekki föður sinn og móður, því þau dóu, er hann var barnungur. En samt var þorpið gamla eins og hann hefði farið þaðan í gær. Hann lítur smáhús í röðum og ljós í hverjum glugga, víggarðinn, mylluna og tjarnirnar báðar, og hann lítur jafnvel froskana skvettast til og frá. Einu sinni hafði hann verið á verði í þorpinu heila nótt. Hann dreymir sjálfan sig á verði. Beint á móti var veitingahúsið. Hann lítur þangað votum augum. Þar er sungið og drukkið og hrópað, og köllin skera eyðiþögn næturinnar. Og Ulanarnir ríða í burtu og neistar hrökkva undan hófum fákanna. Og nóttin er honum löng, þarna sem hann situr á hesti sínum. Allt er hljótt. Öll Ijós eru slökkt. Og þokan leggst á landið. Nú rís hún upp og er eins og stórt, hvítt ský yfir allri jörðinni. Haf- stórt ský, finnst honum. Nóttin er kyrr og köld, í sannleika pólsk nótt. Bráðum mun dagur rísa í austri. — Hanagal kveður við hjá hverjum kofa. Storkarnir umla úti í fjarskanum. — Úlananum líður betur. í gær höfðu menn talað um „orustu á morgun“. Húrra Þar verður geyst farið, með flögg í brjósti fylkingar, og heróp verður á hvers manns vörum. Blóð hins unga Úlana ólgar, þó enn sé kalt. En dagur er á lofti. Nóttin horfin. Skógar hafa birzt, runnar, rjóður, raðir húsa, mylnan, grenitrén. Hvílíkt land! Fagurt, heill- andi, í skini morgunsólarinnar. Ó, landið fagra, eina landið! Þögn. Varðmaðurinn, Úlaninn, leggur við hlustirnar. Einhver nálgast. Varðmannaskipti! Auðvitað! Skyndilega er kallað harð- neskjulega: „Gamli karl! Upp! Vaknaðu! Hvað er um að vera? Hvernig í dauðanum —?“ Öldungurinn opnar augu sín og starir undrandi á þann, sem mælt hafði. Leifar draumsýnanna virðast enn virkileiki. Nú blasir virkileikinn kaldur við honum. Fyrir framan hann stendur Johnson, hafnarvörðurinn. 51

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.