Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Side 10

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Side 10
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 1110 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 félagsstörf Norðurlandsdeild Ljósmæðra félags Íslands höfundur kristín hólm reynisdóttir, formaður nlmfí Norðurlandsdeild Ljósmæðrafélags Íslands hefur verið starfrækt frá árinu 1968. Á stofnfund félagsins mættu 15 ljósmæður og þar voru lög félagsins á kveðin og fyrsta stjórn þess kosin. Ingibjörg Björns dóttir, ljósmóðir, var kosin fyrsti formaður félagsins. Í upphafi var tilgangur félagsins að efla kynningu á starfsemi þess og glæða félagsskap innan deildar­ innar. Félagið stóð í mörg ár fyrir köku­ og muna ­ basar til fjáröflunar og var því fé meðal annars varið til kaupa á tækjum og öðrum búnaði fyrir fæðingar­ deild Sjúkrahússins á Akureyri. Félagið stóð fyrir ýmsum fræðslu viðburðum, bæði fyrir félaga sem og al menning. Einnig vann félagið að bættum kjörum ljósmæðra. Starfsemi félagsins í dag er töluvert breytt frá því sem var í upphafi. Nú eru 46 félagsmenn, allt frá Blönduósi að Vopnafirði, og þar af einn heiðurs­ meðlimur, Ása Marínósdóttir. Á ári hverju eru tveir fastir viðburðir á vegum félagsins, þ.e. aðalfundur og jólafundur. Á aðalfundi fara fram almenn fundar­ störf til viðbótar við fræðslu og skemmtun. Jóla­ fundurinn byggir aðallega á skemmtun, spjalli og pakka leik. Báðir þessir fundir hafa það að leiðarljósi að leiða ljós mæður á Norðurlandi saman og efla samskipti þeirra og kynni. Síðastliðið vor var aðalfundur loks haldinn eftir tveggja ára hlé. Haldið var með rútu að bænum Tjörn í Svarfaðardal þar sem boðið var upp á veitingar að hætti Ninu Munoz ljósmóður sem og dásamlega tón leika hjónanna og ábúenda að Tjörn, Kristjáns og Kristjönu, í Tjarnarkirkju. Að því loknu var haldið á Baccalábar á Hauganesi þar sem félagið bauð upp á ljúffengan mat. Að þessu sinni urðu töluverðar breytingar á stjórn félagsins en hana skipa nú: Kristín Hólm Reynisdóttir formaður, Tinna Jónsdóttir vara­ formaður, Petrea Aðalheiður Ásbjörnsdóttir gjald­ keri, Hulda Þórey Garðarsdóttir ritari og Aníta Rut Guðjónsdóttir meðstjórnandi. Í lok nóvember var jólafundur félagsins haldin á LYST í Lystigarðinum. Í því fallega umhverfi var notið góðs matar, tónlistar, skipst á jólapökkum og síðast en ekki síst var veglegt happadrætti. Ávallt er mikið spjallað og hlegið þegar ljósmæður hittast og kátt á hjalla. Frá jólafundi Norðurlandsdeildar Ljósmæðrafélags Íslands á LYST í Listigarðinum á Akureyri. fréttir Munir til varðveislu frá fjölskyldu Dýrfinnu Sigurjónsdóttur, heiðurs­ félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands höfundur ritstjórn Á vordögum bárust Ljósmæðrafélagi Íslands munir til varðveislu frá fjölskyldu Dýrfinnu Sigurjónsdóttur ljósmóður, sem tengdust ljósmóðurstörfum hennar á árunum 1952­2001. Meðal muna voru til dæmis ljós mæðrataskan hennar ásamt tilheyrandi fylgihlutum, glósubók úr ljósmæðranáminu, fræðslubækur og myndir. Dýrfinna útskrifaðist sem ljósmóðir árið 1952 og starfaði fyrstu árin á fæðingardeild Land spítalans. Síðan starfaði hún á mæðradeild Heilsuverndar­ stöðvarinnar 1955­1976 og á Fæðingarheimili Reykja ­ víkur 1976­1992. Í byrjun árs 1993 hóf hún störf á Landspítalanum og var þar allt til ársins 2001. Dýrfinna viðhélt heimafæðingum og tók á móti fjölda barna í heimahúsum meðfram störfum sínum á Fæðingarheimilinu og fæðingardeild Landspítalans. Hún varð heiðursfélagi og sæmd gullmerki Ljós­ mæðra félagsins og hlaut Fálkaorðuna frá forseta Íslands árið 2015 fyrir störf sín í þágu heilbrigðis ­ mála. Dýrfinna lést í maí 2019. Á myndinni eru dætur Dýrfinnu ásamt formanni Ljós mæðra félags Íslands. Frá hægri: Þórey S. Sigurðar dóttir, Unnur Berglind Friðriks dóttir, Elínborg Sigurðar dóttir og Elínóra Inga Sigurðardóttir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.