Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Page 27

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Page 27
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 2726 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 deyfingar eða spangarklippingu í fæðingunni. Jafn­ framt var tíðni keisaraskurða og blæðingar eftir fæðingu lægri. Ekki reyndist vera marktækur munur á útkomu barna eftir fæðingarstað. Hrafnhildur Halldórsdóttir og Arney Þórarins­ dóttir sögðu frá starfsemi Bjarkarinnar þar sem ein ­ kunnarorðin eru allt er eins og það á að vera. Þær byrjuðu á því að segja frá stofnun Bjarkarinnar sem kom til eftir að þær, nýútskrifaðar ljós mæður, stóðu uppi atvinnu lausar. En þær stofnuðu Björkina ásamt ljósusystrum sínum með það að markmiði að auka valkosti í fæðingarþjónustu. Þær lögðu reyndar upp með það markmið að bjarga heiminum, sem þær telja sig í raun og veru gera – eina fæðingu í einu. Ein af áskorunum Bjarkarinnar hefur verið að finna jafnvægi milli vakta og frítíma ljósmæðra sem kemur ekki niðuri á starfseminni eða dregur úr ánægju skjólstæðinga. Þær telja sig hafa komist að góðu jafnvægi þar. Þær sögðu frá opnun nýrrar fæðingarstofu í Björkinni Síðumúla og fæddist fyrsta barnið þar nú í byrjun aprílmánaðar. Þær stöllur sögðu einnig frá því að mikil aukning hefur átt sér stað í fjölda heimafæðinga undanfarin ár. Til að mynda var tíðni heimafæðinga árið 2017 2,6% en árið 2021 voru þær komnar í 4,9%. Nú er staðan sú að þær anna ekki eftirspurn og gleðjast því yfir opnun Fæðingarheimilis Reykjavíkur til þess að hægt sé að bjóða fleiri konum að fæða heima eða á ljósmæðrastýrðri einingu utan spítala. Jónína Birgisdóttir yfirljósmóðir á ljós mæðra­ vaktinni á HSS sagði frá starfi deildarinnar. Hún sagði frá því að á deildinni væri unnið út frá þeirri hugmyndafræði að fæðing er eðlilegt ferli og þar er öllum konum boðið upp á fæðingarspjall við 36 vikna meðgöngu til þess að undirbúa þær undir fæðinguna. Á hverju ári eru um 120­135 fæðingar á deildinni, 40% þeirra vatnsfæðingar. Jónína sagði glöð frá því að nú væru um tvö ár frá því þær fengu að manna bakvaktir sem gerir það að verkum að það eru tvær ljósmæður í hverri fæðingu. Það veitir meira öryggi fyrir bæði skjólstæðinga og ljósmæður, mönnun verður betri og starfsánægja ljósmæðra hefur aukist. Björk Steindórsdóttir yfirljósmóðir á ljós­ mæðravaktinni á HSU sagði á skemmtilegan hátt frá starfsemi ljósmæðravaktarinnar og þeim breytingum sem hafa átt sér stað þar undanfarin ár. Breytingum sem þó hafa ekki allar verið til góðs. Árið 2015 var ráðist í að hanna nýja fæðingarstofu og var ákveðið að hafa hana inni á skurðstofugangi en ekki inni á ljósmæðravaktinni. Einhverju síðar var svo tekin sú ákvörðun að engar aðgerðir yrðu framkvæmdar á HSU og gangurinn nýttur fyrir göngudeild krabba­ meinslækninga. Það leiddi til þess að fæðingarstofan var allt í einu inni í hringiðu þeirrar göngudeildar. Nú er verið að skipuleggja rýmið upp á nýtt og á ljósmæðravaktin að vera á 1. hæð hússins. Hins vegar á rýmið að vera afskaplega lítið enda er þjónustan alltaf talin í fæðingum. Ekki er hugsað til allrar annarrar þjónustu sem ljósmæður veita, svo sem mæðra verndar og leghálsskimana en HSU er stórt um dæmi þar sem landsvæðið er af sömu stærð og Belgía og þjónustusvæðið fer stækkandi. Líðan ljós mæðra fer versnandi þar sem þær starfa mikið einar og vantar stuðning frá öðrum ljósmæðrum eða fæðingar­ og kvensjúkdómalæknum. Þessu fylgir mikil ábyrgð og dregur úr öryggistilfinningu og veldur vanlíðan hjá starfsfólki. Þar fyrir utan eru ljósmæður skikkaðar í vinnu á öðrum deildum stofnunarinnar enda geta ljósmæður gengið í störf margra annarra en enginn getur gengið í þeirra störf. Nú er verið að vinna að því að leysa úr þessum hús­ næðis málum og mönnunarvanda og er hugmyndin að koma upp ákveðnu bakvaktarfyrirkomulagi sem gerir það að verkum að ljósmóðir þarf ekki að vera ein í fæðingu, heldur fái stuðning frá annarri ljós­ móður. Það er mikilvægt að hafa ánægðar ljós mæður í vinnu því ánægjan smitar út frá sér. Frá ljósmæðradeginum 13. maí, Björk í pontu. Ljósmæðradagurinn vel sóttur að vanda. Harpa Ósk Valgeirsdóttir skipulagsfulltrúi heimaþjónustu ræddi um skipulag og framtíð heima ­ þjónustu ljósmæðra. Þessi staða er ný og fær Harpa greitt fyrir þessa vinnu frá Sjúkratryggingum Íslands. Harpa benti á að tölvukerfið Trello hefði létt undir með ljósmæðrum og að þar væri gott að halda utan um hvaða ljósmæður eru tilbúnar til að veita heima­ þjónustu hverju sinni en að gott væri að nýta tæknina á einhvern hátt til þess að bæta úthlutun heima­ þjónustunnar og til að bæta skráningu í heima húsi. Í skýrslu um framtíð barneignarþjónustu er aðgerðar­ áætlun og þar er lögð áhersla á að koma á formlegri umgjörð á heimaþjónustuna. Þar er því tækifæri fyrir hugmyndaríkar ljósmæður til að vinna að slíkri um­ gjörð. Svo hafa komið upp hugmyndir um að breyta umgjörðinni á þann hátt að vitjanirnir verði fram að 4­6 vikna aldri barnsins. Heimaþjónusta ljósmæðra er gæðaþjónusta sem dregur úr endurinnlögnum á Vökudeild. Harpa benti á að í gegnum tíðina hafi ný ­ útskrifaðar ljósmæður lítið sinnt heimaþjónustu og talaði fyrir því að kynna heimaþjónustuna fyrir þeim sem raunverulegan val kost við val á starfi. Að lokum nefndi hún að heima þjónustan felur margt í sér og að stærsti hlutinn færi jafnvel í hlustun og nokkurs konar sálfræðiþjónustu. Sigurveig Ósk Pálsdóttir kynnti meistara­ verk efnið sitt í ljósmóðurfræði, en það er afturvirk rannsókn sem hún gerði við fæðingarvakt Land­ spítalans; tíðni eðlilegra fæðinga á Landspítala fyrir og eftir sameiningu fæðingardeilda. Þegar fæðingar­ deild Landspítala og Hreiðrið voru sameinuð árið 2015 setti nýja deildin, Fæðingarvaktin, það mark­ mið að fjölga eðlilegum fæðingum. Niðurstöður sýndu fram á að tíðni eðlilegra fæðinga, án belgja rofs, jókst marktækt eftir sameiningu. Þetta var ákaf­ lega spennandi rannsókn hjá Ósk og virðist sem fræðsla og endur menntun í kringum sameininguna hafi skilað sér. Athyglisvert var þó að síritun fóstur­ hjart sláttar jókst einnig en það er þó ekki partur af ferli eðlilegrar fæðingar. Sérstaklega áhugavert er að kynna sér ályktanirnar sem Ósk dregur eftir að niður stöðurnar voru ljósar. Eitt af því sem hún bendir á er að hægt er að auka tíðni eðlilegra fæðinga á þver fræðilegum fæðingardeildum með markvissum, fyrirbyggjandi aðgerðum. Ástþóra Kristinsdóttir sérfræðiljósmóðir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Valgerður Lísa Sigurðardóttir sérfræðiljósmóðir og lektor við HÍ sögðu frá þróun og innleiðingu ljósmæðraviðtala um fæðingarreynslu. Nú hafa ljósmæður þann valkost að geta boðið konum að koma í viðtal um fæðingar­ reynslu um 6 vikum eftir fæðinguna. Undanfari þess var hve langur biðtími var hjá Ljáðu mér eyra og var ákveðið að halda námskeið fyrir ljósmæður til þess að undirbúa þær í því að taka þessi viðtöl. Ástþóra og Valgerður Lísa sáu um það námskeið ásamt öðru fagfólki. Þær lögðu áherslu á mikilvægi þess að konan fái val um hver, hvar og hvenær er farið í gegnum fæðingarreynsluna en á sama tíma mikilvægi þess að einhver annar hafi frumkvæði að því að bjóða upp á slíkt samtal. Jafnframt sögðu þær frá því að konur vilja fá viðurkenningu á sinni reynslu og að þeim sé mætt með skilningi og hlýju. Í hugum margra kvenna er þetta ákveðin lokun á þeirra sambandi við sína ljósmóður. Erla Gerður Sveinsdóttir sérfræðingur í heimilislækningum og Steinunn Zophaníasdóttir ljósmóðir sögðu frá afar spennandi og nýrri þjónustu á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem kallast Kvenheilsa HH. Sú þjónusta á að taka til starfa 1. júní en þær stöllur nefndu að ekki væri búið að ákveða hvar þjónustan yrði til húsa. Þjónustunni er ætlað að vera annars stigs þjónusta sem sinnir öllu sem snýr að kvenheilsu eins og nafnið gefur til kynna, svo sem ráðgjöf um getnaðarvarnir, breytingar skeiðið og vandamál sem koma í kjölfar með göngu og fæðinga og fleira. Teymið sem sinnir þessu verkefni samanstendur af þeim tveimur, auk hjúkrunarfræðings, en svo verða fleiri þeim innan handar til dæmis sjúkraþjálfari með sérmenntun í kvensjúkdóma­ og fæðingarsjúkraþjálfun. Sigrún Gunnarsdóttir prófessor við við skipta­ fræðideild HÍ og formaður Þekkingarseturs kom og ræddi um þjónandi forystu í starfi heil brigðis­ stétta, en hugmyndafræði þjónandi forystu fellur vel að ljósmæðrum og hvernig þær nálgast sína skjól­ stæðinga. Fyrirlestur Sigrúnar var áhugaverður og kom inn á svo margt sem nútíma samfélag er að takast á við, eins og starfsánægja og vellíðan í starfi, umhyggja fyrir öðrum og okkur sjálfum, auðmýkt og hvernig allir geta stigið fram og verið leiðtogar. Eitt vakti sérstaka athygli okkar ljósmæðranna en það var sú staðreynd að áhugi í samskiptum eykur seytun oxytosíns. Anna Steinsen eigandi KVAN endaði svo þennan góða dag á léttum en afskaplega gagn­ legum nótum. Þar sem við eyðum töluverðum tíma í vinnunni þá skipta samskipti á vinnustað miklu máli. Anna fjallaði meðal annars um nokkrar týpur á vinnu staðnum og hvernig hægt er að forðast að detta í þann pytt að vera samstarfsfólki sínu til ama. Einnig kom hún með mikilvæga ábendingu sem er gott að muna; við getum ekki stjórnað öðru fólki en við getum stjórnað okkur sjálfum og viðbrögðum okkar. Frábær endir á mjög góðum degi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.