Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Side 30

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Side 30
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 3130 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 mikið að mati þeirra sem ekki veita hana, þeirra sem hafa ekki yfirsýn yfir mikilvægi hennar en taka þó stærstu ákvarðanirnar. Það má aldrei draga úr þessari þjónustu, frekar bæta í og gera enn betur því það eru svo sannarlega tækifæri til þess. Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir Bætt barneignarþjónusta – áhættu þættir í barneignarferli Tími tækifæra á að draumur um þverfaglega og sam fellda þjónustu fyrir konur sem eru með eða fá áhættu þætti á meðgöngu og fjölskyldur þeirra í barneignar þjónustu, óháð búsetu eða stöðu, getur nú orðið að veruleika. Heilbrigðisstefna um barn­ eignarþjónustu á Íslandi gefur von um endur skoðun á faglegu starfi og möguleika á nýjum aðferðum við að veita þverfaglega þjónustu, t.d. með fjarþjónustu. Heimsfaraldurinn hefur opnað augu fagfólks fyrir óhefðbundnum leiðum við þjónustu. Hægt er að veita sambærilega þjónustu fyrir alla óháð búsetu og fara þannig vel með tíma skjól stæðinga og starfs fólks á sama tíma og fagleg þjónusta er efld. Einstaklings­ miðaða þjónustu sem er sniðin eftir þörfum verðandi foreldra. Ákall er eftir áheyrn fagfólks í barneignar­ þjónustu og er þörf fyrir mikilvægi úrvinnslu á upp­ lifun á þjónustu sem aldrei fyrr. Hlusta og heyra! Barneignarþjónusta snýr að þjónustu við fjöls ­ kyldur. Fjölskyldur sem eru að fara í gegnum mikið þroskaferðalag á skömmum tíma. Hlutverk ljós mæðra er að vera virkir þátttakendur í þessu þroskaferli, styðja og styrkja með það að leiðarljósi að útkoman verði sterk og heilbrigð fjölskylda. Ljósmæður líta gjarnan á hlutverk sitt sem forréttindi en því fylgir líka mikil ábyrgð. Fjölbreytileiki í gerð fjölskyldna og verkefna er mikill og krefst þess að fagfólk kynni sér mun betur þarfir hverrar fjölskyldu í barneignar­ þjónustu. Skilgreining og form stofnunarinnar fjöl ­ skyldu hefur þróast hratt. Tíðni kvenna sem eru með eða fá áhættuþætti og fjölbreytileiki áhættuþátta hefur einnig aukist á undanförnum árum. Einstak­ lingar/fjölskyldur eiga möguleika á að fara í gegnum barneignarferli sem ekki áttu möguleika á því fyrir örfáum árum. Nýjar áskoranir blasa við í starfi ljósmæðra. Núverandi fyrirkomulag barneignarþjónustu fyrir konur/fjölskyldur þar sem áhættuþættir eru til staðar er í föstum skorðum. Starfsemi meðgöngu­ verndar, fæðingarhjálpar og sængurlegu/heima­ þjónustu fyrir áhættumeðgöngu er oftar en ekki deildar skipt. Meðgönguvernd hefst annað hvort á heilsu gæslu stöð eða sjúkrahúsi. Fæðing kvenna með áhættuþætti fer oftast fram á sjúkra húsi. Sængurlega fer að hluta til fram á sjúkrahúsi og í heimaþjónustu sjálfstætt starfandi ljós mæðra. Markmið þjónustunnar er heildræn þjónusta með „sjúklinginn“ í fararbroddi. Draumur minn er að skipta fæðingarþjónustunni upp í áhættustig í staðinn fyrir núverandi deildar­ skiptingu. Skjólstæðingahópur sé gróft flokkaður í þjónustustig t.d. „grænn“ (e. low risk) sett upp í flæði sem næði til meðgöngu, fæðingar og sængur legu/ heimaþjónustu og „rauður“ (e. high risk) í annað samskonar flæði. Þannig væri fagfólk ekki starfs fólk einnar deildar í núverandi mynd heldur fæðingar­ þjónustunnar í heild og myndi vinna í teymum utan um einstaklinga/fjölskyldur sem til heyra ákveðnum málaflokki. Teymi nái út fyrir stofnanir og verði sett upp sem meðferðarplan út frá þörfum fjölskyldunnar. Fjölskyldan færi þá í gegnum ákveðið ferli í staðinn fyrir að fara á milli deilda. Form sem þetta myndi bjóða upp á samfellda þjónustu þar sem mannauður nýtist betur og starfsánægja gæti aukist til muna og býður upp á „faglega vináttu“ skjólstæðinga barn­ eignar ferlisins og fagfólks sem skilar sér í auknu trausti. Barneignarferli myndi ljúka með viðtali við það lykilfagfólk sem hefur annast fjölskylduna 6­8 vikum eftir fæðingu þar sem farið er yfir barn eignar­ ferlið, boðið upp á viðtöl til úrvinnslu ef þarf (t.d. Ljáðu mér eyra) og mögulega boðið upp á undir­ búning fyrir frekari barneignir (family planning). Dæmi: Sigga með T1 sykursýki frá 12 ára aldri. Hefur verið í þjónustu á heilsugæslunni í Hólmafirði. Hún hefur farið á göngudeild sykursjúkra tvisvar á ári í eftirlit vegna sykursýkinnar. Hún mætir í fyrstu skoðun í meðgönguvernd á heilsugæslunni. Fær til ­ vísun í barneignarferli á Landspítala. Þar er sett saman teymi. Ljósmóðir og heimilislæknir á heilsu­ gæslunni hennar, ljós ­móðir og fæðingarlæknir á Land spítala og innkirtlalæknir/hjúkrunarfræðingur á göngudeild sykur sjúkra. Teymi fundar í eitt skipti og setur upp sameiginlegt plan sem er í rafrænni mæðra skrá og birtist í Heilsuveru. Þá er teymi komið utan um fjölskylduna sem konan/parið samþykkir. Ákvarðanir eru bornar undir teymið ef breyting verður á áætlun og ef ástæða þykir að endurmeta áætlun. Sigga mætir í meðgönguvernd í heimabyggð og fær einnig fjarþjónustu fagfólks á Land spítala, t.d. til að lesa úr sykursýkiskýrslum. Áætlun um fæðingu og sængurlegu er útbúin af fag fólki teymisins sem er í raun starfsfólk fæðingarþjónustu en ekki einnar deildar. Ljósmóðir í heima byggð fylgir konunni eftir fæðingu og eftir 6­8 vikur fer konan/parið í viðtal þar sem barneignar ferlinu er „lokað“ með viðtali. Farið yfir meðgönguna, fæðinguna, sængurleguna og mögulega „family planning“. Harpa Ósk Valgeirsdóttir Heimaþjónusta ljósmæðra, draumsýn og tækifæri Heimaþjónusta ljósmæðra er einstakt þjónustuform á heimsvísu þar sem nýbakaðir foreldrar fá ómetan­ legan persónulegan og einstaklingsmiðaðan stuðning fyrstu 10 dagana eftir fæðingu. Ekki nóg með það hversu miklu heimaþjónustan skiptir fyrir aðlögun parsins að nýju hlutverki heldur er grunnhlutverk heimaþjónustunnar að tryggja heilsu nýburans og móður hans, fylgjast með því að brjóstagjöf fari far ­ sællega af stað og að engin sýkingarmerki séu að finna hjá móður og barni. Þjónustan hefur verið í óbreyttu formi frá upp­ hafi, helstu breytingar hafa snúið að samningnum við sjúkratryggingar, þ.e. hversu mörg skipti, hvaða konur fá heimaþjónustu og svo framvegis, en nú sem fyrr er hver ljósmóðir beinn aðili að samningi við SÍ og sjálfstæður heilbrigðis starfsmaður. Enginn gæðastaðall er til staðar eða formlegur samstarfs­ vettvangur, endurmenntun eða stuðningur. Í nýrri stefnu og aðgerðaráætlun heilbrigðis ráðu­ neytis kemur fram skýr vilji þess að heimaþjónusta ljósmæðra sé sterkur hluti barneignarþjónustu og vilji er til þess að þróa rekstrarform og auka stuðning við sprotastarfsemi. Með þetta nesti í pokanum er auðv elt að fara í hugarflug yfir möguleikum heima­ þjónustunnar. Á þeim forsendum að ljósmæður haldi áfram að vera í brennidepli í rekstri þjónustunnar væri það einn möguleiki að ljósmæður myndu sameinast undir einn hatt þar sem hægt væri að tryggja þjónustu alla daga ársins og gefa ljósmæðrum stuðningsnet ef upp kæmu veikindi eða önnur forföll. Í þessari draumsýn minni væru hverfahópar ljósmæðra sem myndu koma sér saman um frídaga svo þjónusta væri tryggð í hverfinu um hátíðarnar, í hópnum væri teymisstjóri sem tæki við tilkynningu frá fæðingarstað og sæi um úthlutun ljósmæðra í hverfinu. Ljósmæður væru einnig sýnilegar á sameiginlegum miðli þar sem þær geta kynnt sig og jafnvel bókað konur hjá sér strax á meðgöngunni. Reglulega yrðu haldnir fræðslu­ dagar þar sem ljósmæður gætu viðhaldið þekkingu sinni á brjóstagjöf, heilbrigði nýbura og getnaðar­ varnaráðgjöf. Með fyrirkomulagi eins og þessu gætu ljós­ mæður jafnvel ráðið sig í ákveðna prósentu og þær ljós mæður sem kjósa að vinna eingöngu við heima­ þjónustu hefðu þá vinnustað til að koma á, hefðu vinnufélaga til að ráðfæra sig við og gætu jafnvel átt vinnustaðatengt félagslíf. Slíkt form myndi styðja við gæði þjónustunnar og að heimaþjónusta veitt af ljósmæðrum yrði sambærileg á milli ljósmæðra. Fjölskyldur hefðu auk þess aðila til að leita til ef eitt ­ hvað brygði út af í þjónustunni. Útskriftir frá fæðingar ­ stöðum myndu auk þess verða einfaldari þar sem færri númer þyrftu að vera á listanum og hægt að sameina upplýsingagjöf til hvers hverfis. Í þessum draumi mínum væri smásagan einnig komin í gagnið þar sem ljósmæður hefðu beinan aðgang að upp­ lýsingum um móður og barn og gætu einnig skráð upplýsingar sem svo komast á einfaldan hátt til heilsugæslunnar. Þessi mögulega draumsýn þarf ekki að vera svo langt í burtu, en ljóst er að aukið fjármagn þyrfti að koma inn í rammasamning okkar við SÍ til þess að hægt væri að sinna þessari umgjörð. Því þarf stéttin að láta til sín taka til þess að láta aðgerðaráætlunina styðja við þá leið sem ljósmæður vilja fara með heima­ þjónustuna. Ljósmæður þurfa að ákveða sína fram­ tíðar sýn er varðar heimaþjónustuna, hvort við styðjum hvor aðra í uppbyggingu okkar eigin þjónustu eða förum aðra leið innan heilsugæslunnar eða annarra stofnanna. Desember 2020 Barneignarþjónusta Stöðuskýrsla og tillögur starfshóps ráðherra Stjórnarráð Íslands Heilbrigðisráðuneytið Skýrsla Stjórnarráðs Íslands um barneignarþjónustu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.