Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 38

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 38
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 3938 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 nemaverkefni Útskriftarverkefni til MSc gráðu í ljósmóðurfræði vorið 2022 Með nýrri námskrá í ljósmóðurfræði þar sem MSc gráða er veitt til starfsréttinda hefur rannsóknarvirkni ljósmæðranema aukist til muna. Afraksturinn er ný og mikilvæg þekking sem nýst getur ís- lenskum ljósmæðrum í starfi og eflt þá þjónustu sem veitt er. Rann- sóknar verkefni nýútskrifaðra ljósmæðra má nálgast í heild sinni á vefnum Skemman.is, auk þess sem vænta má þess að ritrýndar rann sóknargreinar verði birtar úr hluta verkefnanna þegar fram líða stundir. Engu að síður vill Ljósmæðrablaðið nú þegar koma á fram- færi stuttum ágripum úr verkefnum ársins. Við vonum að efnið veki áhuga í stéttinni og hjá samstarfsstéttum og komi af stað umræðum um framtíðarsýn og gagnreynda starfshætti ljósmóðurfræðinnar. höfundur elín inga lárusdóttir Aftasta röð frá vinstri: Guðlaug Jóna Karlsdóttir, Hjördís Magnúsdóttir, Hafrós Lind Ásdísardóttir, Elín Ösp Axelsdóttir Miðjuröð frá vinstri: Guðrún Elín Davíðsdóttir, Dýrleif Sigurjónsdóttir, Svandís Edda Gunnarsdóttir, Hrönn Hilmarsdóttir Fremsta röð frá vinstri: Bryndís Sunna Jóhannesdóttir, Anna Margrét Gunnlaugsdóttir, Sólrún Arney Siggeirsdóttir, Elín Inga Lárusdóttir Anna Margrét skoðaði reynslu kvenna sem glíma við vímuefna­ vanda af meðgönguvernd og notaði til þess kerfisbundna fræði ­ lega samantekt á eigindlegum rannsóknum. Þungaðar konur með vímu efnavanda upplifa flóknar tilfinningar, neik væð við ­ horf frá umönnunaraðilum og þær geta litið á með göngu vernd sem áhættuþátt vegna ótta við að missa barn til barnaverndar­ yfirvalda. Niðurstöður benda til þess að stuðningur ljósmæðra skipti máli og leiði til jákvæðrar upplifunar. Innleiða ætti þjónustu sem styður við tilfinningalegar áskoranir þeirra og veita þarf umönnun án for dóma til þess að hvetja þennan við­ kvæma hóp kvenna til þess að sækja meðgönguvernd. Bryndís Sunna skoðaði áhrif notkunar ytra oxýtósíns í fæðingu á brjóstagjöf með því að vinna kerfisbundna fræðilega saman tekt og vildi hún þannig auka þekkingu á þessu málefni svo konur geti tekið upplýsta ákvörðun um notkun þess í fæðingu. Niður­ stöður hennar gefa til kynna að notkun ytra oxýtósíns í fæðingu geti haft neikvæð áhrif á hegðun barns í brjóstagjöf skömmu eftir fæðingu. Niðurstöður varðandi áhrif ytra oxýtósíns í fæðingu á upphaf brjóstagjafar, meðaltímalengd brjóstagjafar og brjósta­ gjöf til lengri tíma voru ekki jafn afgerandi en gáfu þó til kynna neikvæð áhrif, sem er umhugsunarvert þar sem notkun ytra oxýtósíns fæðingum er mikil og fer vaxandi. Dýrleif gerði kerfisbundna fræðilega samantekt á megind legum rannsóknum til þess að skoða hvers konar stuðning feður þurfa í og eftir fæðingu frá ljósmæðrum og hvaða áhrif þessi stuðningur hefur á upplifun þeirra af fæðingu. Góður stuðningur við feður að þeirra mati felst meðal annars í nákvæmri upplýsinga gjöf og viðveru ljósmóður í fæðingunni svo þeir geti verið konu sinni stuðningur og fái tækifæri til að taka eins mikinn þátt í fæðingunni og hægt er. Niðurstöður voru misvísandi varðandi áhrif stuðnings á upplifun feðra af fæðingu en rannsóknin bendir á mikilvægi þess að huga að og rannsaka líðan og þarfir stuðnings aðila í fæðingu, en rannsóknir á feðrum eða mökum eru af skornum skammti. Elín Ösp skoðaði viðhorf og reynslu ljósmæðra af því hvernig fæðingarumhverfið styður við eðlilegt ferli fæðingar með því að taka rýnihópaviðtöl við ljósmæður. Yfirþemað hjá ljós mæðrunum var að konan er miðpunkturinn en til þess að styðja við hana og eðlilegt ferli þarf að huga að tvennu: fæðingar um hverfinu sjálfu og ljósmóðurinni. Í ritgerðinni er komið inn á marga vinkla, meðal annars að taka megi meira tillit til þekkingar á fæðingar­ umhverfi við hönnun fæðingarstaða, þar sem tækni virðist fá sífellt meira rými. Hún skoðar líka hvernig kunnátta ljós móðurinnar er eins konar verkfæri sem hægt er að nota til að styðja við eðli­ legt ferli og virðist yfirseta ljósmóður vera lykil atriði sem getur dregið úr óþarfa inngripum. heiti verkefnis Reynsluheimur kvenna með vímuefnavanda af meðgönguvernd. Kerfisbundin fræðileg samantekt á eigindlegum rannsóknum. höfundur Anna Margrét Gunnlaugsdóttir leiðbeinandi Valgerður Lísa Sigurðardóttir heiti verkefnis Áhrif notkunar ytra oxýtósíns í fæðingu á brjóstagjöf: Kerfisbundin fræðileg samantekt. höfundur Bryndís Sunna Jóhannesdóttir leiðbeinendur Berglind Hálfdánsdóttir og Marianne Elisabeth Klinke heiti verkefnis Stuðningur ljósmæðra við feður í barneignarferlinu. Kerfisbundin fræðileg samantekt. höfundur Dýrleif Sigurjónsdóttir leiðbeinandi Valgerður Lísa Sigurðardóttir heiti verkefnis Hvernig styður fæðingarumhverfið við eðlilegt ferli fæðingar? Rýnihópaviðtöl við ljósmæður. höfundur Elín Ösp Axelsdóttir leiðbeinendur Helga Gottfreðsdóttir og Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.