Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 42

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 42
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 4342 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 ritrýnd fræðigrein Eftirmálalausar fæðingar: Heildræn sýn á heilsu mæðra og nýbura Un­Complicated Deliveries: A Comprehensive View of Maternal and Newborn Health Bakgrunnur Heilsa móður og barns eftir fæðingu er gjarnan metin með ákveðnum út­ komubreytum sem hafa skammtíma eða lang tíma áhrif á konu eða barn svo sem keisara skurði, blæðingu eftir fæðingu og Apgar skori nýbura. Ekki er þó vitað hver fjöldi kvenna og barna á Íslandi er sem upplifir barn eignar ferlið allt án nei­ kvæðra eftirmála. Tilgangur Að lýsa fjölda fæðinga án eftirmála á Íslandi á árunum 2009­ 2018. Aðferð Rannsóknin er lýðgrunduð gagna ­ grunns rannsókn. Gögnin voru fengin úr fæðingar skrá Íslands á árunum 2009­ 2018. Útkomubreytan eftirmálalaus fæðing (e. un­complicated delivery) var skilgreind sem: fæðing um leggöng án áhaldafæðingar, hvorki spangarklipping né alvarleg spangarrifa, ekki mikil blæðing eftir fæðingu og lifandi fætt barn með 5 mínútna Apgar ≥ 7 sem ekki þurfti inn lögn á Vökudeild. Tíðni út komu­ breytunnar var lýst yfir tímabilið sem heild og borin voru saman tvö tíma bil (2009­2013, 2014­2018), lagskipt eftir bak grunns þáttum kvennanna. Leiðrétt gagn líkinda hlut föll voru reiknuð fyrir tengsl bak grunns þátta við eftirmála ­ lausa fæðingu. Mark tækni var athuguð með kí­kvað rat prófum og var miðað við p<0,05. Niðurstöður Eftirmálalausum fæðingum fækkaði úr 62,7% árið 2009 í 59,0% árið 2018. Helsta breytingin sem skýrir þessa fækkun á tímabilinu var aukin blæðingar­ tíðni. Þeir bakgrunnsþættir sem höfðu sterkustu tengslin við eftirmálalausa fæðingu voru að hafa fætt barn áður, að hafa íslenskt ríkisfang og að vera yngri en 40 ára. Ályktanir Markmið barneignarþjónstu er að há­ marka heilbrigði móður og barns. Með því að skoða útkomur barneignarþjónustu á þennan hátt fæst heildstæð mynd af heilsu mæðra og barna. Framtíðar rann­ sóknir geta því nýtt sér þessa aðferð til þess að skoða enn frekar hvaða hópa er hægt að efla og styrkja á meðgöngu og í fæðingu til þess að auka hlutfall eftir­ málalausra fæðinga á Íslandi. Lykilorð eftirmálalaus fæðing inngrip útkoma mæðra útkoma nýbura ÚtdrátturHöfundar Hildur Holgersdóttir, ljósmóðir og hjúkrunar- fræðingur BS, MS, 1, 2 Berglind Hálfdánsdóttir, dósent, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur BS, MS, PhD, 3 Emma Marie Swift, lektor, ljósmóðir BSc, MSc, PhD, 3, 4 1 Fæðingarvakt, Landspítali. 2 Heilsugæslan Miðbæ, Heilsu gæsla höfuðborgar svæðisins. 3 Hjúkrunar- og ljósmóður fræði deild, Háskóli Íslands. 4 Fæðingarheimili Reykjavíkur. tengiliður hildur93@gmail.com Inngangur Stuðningur við eðlilegt barneignarferli er lykilþáttur í hug­ mynda fræði ljósmæðra (ICM, 2014). Þrátt fyrir þetta eru áherslur í rannsóknum um barneignarferlið oft frekar á inn­ grip í fæðingar eða á það sem út af ber. Fáar rannsóknir leggja þannig áherslu á eðlilegt barneignarferli og hvernig megi bæta og efla það sem eðlilegt og jákvætt er (Smith o.fl., 2014). Slíkar rannsóknir eru þó nauðsynlegar svo hægt sé að kortleggja styrkjandi og hamlandi þætti þess sem ýtir undir eðlilegar fæðingar (Downe, 2008; Euro­Peristat Project, 2008; M. Perez­ Botella, Downe, Magistretti, Lindstrom og Berg, 2015; World Health Organization, 2018). Eitt af því sem hefur reynst erfitt í þessari umræðu er að ekki er til ein skilgreining á því hvað sé eðlilegt ferli og greinir þá helst á um hvort verkjastilling á við utanbastsdeyfingu teljist til inngripa í fæðingu eða ekki (Halpern, 2009; Young, 2009). Einnig er mismunandi hvort skilgreiningar taki tillit til ástands móður og barns fyrir og eftir fæðingu eða horfi ein ungis til inn gripa í fæðinguna sjálfa (World Health Orga­ nization og Technical Working Group, 1997). Það sem allir eru þó á eitt sáttir með er að heilbrigði móður og barns á með­ göngu, í og eftir fæðingu, eru lykilþættir í gæðamati á heil­ brigðis þjónustu á alheims vísu. Þeir þættir sem helst er horft til í þessu tilliti eru breytur sem hafa veruleg áhrif á heilsu móður og barns bæði til skemmri og lengri tíma, svo sem innlagnir á nýburagjörgæslu, keisara skurður eða blæðing eftir fæðingu (Euro­Peristat Project, 2012). Í flestum tilvikum eru birtar tölur yfir ákveðin inngrip eða útkomur en sjaldan er horft á ferlið heildstætt. Sem dæmi um þetta eru nýlegar rannsóknir um keisaraskurð eða fram­ köllun fæðingar. Í auknum mæli hefur nú verið kallað eftir að inngrip í fæðingar og útkomur kvenna og barna séu skoðaðar heildstætt og í þessum anda hefur EuroPeristat Project kallað eftir því að birtar séu upplýsingar um fjölda og hlutfall kvenna sem fara í gegnum fæðingu án fimm algengustu inngripa í fæðingar (keisaraskurð, famköllun fæðingar, utanbastsdeyfingu, notkun á töng eða sogklukku og spangarskurð (Euro­Peristat Project, 2012). Ekki hafa enn þó birst tölur um þessa breytu, hvorki hér á landi né erlendis. Inngrip í fæðingar segja þó ekki alla söguna, þar sem útkomur á borð við spangarrifur, blæðingu og Apgar skor eru einnig mikilvægir mælikvarðar á heilbrigði og líðan konu og barns eftir fæðingu. Til þess að sameina umræðu annars vegar um mikilvægi þess að skoða eftirmála fæðingar, þ.e. áhrif fæðingar á heilbrigði móður og barns eftir fæðingu, og hins vegar um mikilvægi þess að skoða ekki einungis eina breytu í senn heldur útkomu móður og barns heildstætt hefur komið fram sú hugmynd að skoða fyrirbærið fæðingu án eftirmála, en það er fæðing án þeirra inngripa eða fylgikvilla em líkleg eru til að hafa skammtíma og langtíma áhrif á heilsu kvenna og barna eftir fæðingu (Andersson, Flems, & Kesmodel, 2016). Eftir mála laus fæðing (e. un­complicated delivery) er þá skil­ greind sem fæðing þar sem kona fæðir um leggöng, án þess að áhöld séu notuð, engin spangarklipping er gerð, ekki verður rifa í endaþarm, ekki mikil blæðing eftir fæðingu (< 500 ml), ekki andvana fæðing, ekki lágt Apgar skor (< 7 eftir 5 mínútur) og ekki innlögn á nýburagjörgæslu. Í þessari skilgreiningu er hugsunin sú að sjónarhornið er ekki einungis út frá inngripum eða einstökum fylgikvillum heldur út frá heilsu konunnar og nýburans í heild eftir fæðingu. Með þessari nálgun er áhersla lögð á mikilvægi heilsueflingar og almennt heilbrigði eftir fæðingu, frekar en að horft sé til hvort og hvaða inngripum hafi verið beitt eða hvaða verkjastilling hafi boðist. Vitað er að á Íslandi er dánartíðni móður og nýbura lág (Euro­Peristat Project, 2018; Alexander Kr Smárason, Eva Jónas dóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir og Védís Helga Eiríks­ dóttir, 2021). Einnig er tíðni keisara innan eða við þau mörk sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur sett sem hinn gullna meðalveg til að hámarka heilsu móður og barns (Betrán o.fl., 2016). Þrátt fyrir að þessir þættir séu stór þáttur í því hvort fæðing eigi sér eftirmála eða ekki, þá spila fleiri þættir hér inn í og þessir þættir er varða heilsu móður og barns eftir fæðingu hafa ekki verið teknir saman hér á landi svo vitað sé. Nýlegar rannsóknir sýna þó að inngrip í fæðingar, svo sem fram köllun fæðingar, hefur aukist verulega á undanförnum árum (Gunnars­ dottir et al., 2020; Swift, Tomasson, Gottfreðsdóttir, Einars­ dóttir, & Zoega, 2018) en einnig að meðgöngutengdir kvillar á borð við háþrýsting og sykursýki sem geta haft áhrif á afdrif bæði móður og barns hafa aukist. Tilgangurinn með þessari rannsókn er að lýsa fæðingum á Íslandi á heildstæðan hátt með því að skoða heilbrigði kvenna og barna eftir fæðingu. Markmið rannsóknarinnar var að svara þremur rannsóknarspurningum: 1) Hver er fjöldi og hlut fall eftirmálalausra fæðinga af öllum einburafæðingum á árunum 2009­2018 á Íslandi 2) Hefur orðið breyting á fjölda eftir mála­ lausra fæðinga á rannsóknartímabilinu? 3) Hvaða bak grunns­ þættir móður auka líkur á eftirmálalausri fæðingu? Aðferðafræði Rannsóknaraðferð Rannsóknin er lýðgrunduð gagnagrunnsrannsókn. Gögnin voru fengin úr fæðingaskrá Íslands yfir 10 ára tímabil (2009­2018). Fæðingaskráin inniheldur allar fæðingar (lifandi og andvana) ≥ 22 viku og/eða ef barn vóg meira en 500g. Þýði Rannsóknin tók til allra einburafæðinga (N=42.682) á Íslandi yfir 10 ára tímabili (2009­2018) sem skráðar voru í íslensku fæðingaskrána. Ákveðið var að útiloka fjölburafæðingar þar sem fjölburafæðingar bera með sér aukna áhættu og auknar líkur á inngripum í samanburði við einburafæðingar. Sem dæmi var framköllun fæðingar mun algengari meðal fjölburafæðinga eða 45,5% árið 2018 og 62,3% árið 2019 miðað við 28,1% árið 2018
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.