Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 44

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 44
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 4544 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 og 26,7% árið 2019 meðal einburafæðinga (Eva Jónasdóttir og Védís Helga Eiríksdóttir, 2020; Alexander Kr Smárason, Eva Jónasdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir og Védís Helga Eiríksdóttir, 2021). Einnig er líklegra að fjölburar leggist á nýburagjörgæslu en á árunum 1999­2018 var meðaltal innlagna fjölbura 39% miðað við 7,5% hjá einburum (Þórður Þórkelsson, óbirt gögn, 26. febrúar 2022). Eftirmálalaus fæðing Útkomubreytan eftirmálalaus fæðing er fæðing þar sem ekki var gerður keisaraskurður, ekki áhaldafæðing, ekki spangar­ klipping, ekki rifa í endaþarm (3° og 4° rifa), ekki blæðing eftir fæðingu (≥500 ml), ekki andvanafæðing, ekki lægri Apgar en 7 eftir 5 mínútur og ekki innlögn á Vökudeild. Þessar breytur er valdar með tilliti til þess að inngripin og útkomurnar geta haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir heilsu móður og barns til lengri tíma. ICD­10 og NCSP kóðar voru nýttir til þess að skilgreina inngrip og útkomur en gögn úr fæðingaskrá voru einnig notuð fyrir þrjár útkomur þ.e. blæðingarmagn í ml, Apgar eftir fimm mínútur og innlagnir á Vökudeild. Í þeim tilfellum sem skráð blæðingarmagn var 500 ml eða meira eða blæðing var merkt með ICD­10 kóða þá flokkaðist það sem alvarleg blæðing eftir fæðingu. Miðað var við mælt blæðingarmagn þar sem það átti við, annars var miðað við áætlað blæðingar magn (tafla 1). Bakgrunnsbreytur Bakgrunnsbreyturnar sem voru skoðaðar voru aldur móður (≤20, 21­29, 30­39 og ≥40 ára), búseta (höfuðborgarsvæði og utan höfuðborgarsvæðis), hjúskaparstaða (gift/sambúð og ein­ stæð) ríkisfang (íslenskt og annað), starf (í vinnu/heima vinnandi, nemi, öryrki/lífeyrisþegi og atvinnulaus), frum­ eða fjölbyrja, meðgöngulengd (<37, 37­41 og ≥42 vikur), fæðingar staður (Landspítali og annar fæðingarstaður) og líkams þyngdar stuðull (body mass index; BMI) kvennanna við upp haf meðgöngu (<18,5, 18,5­24,9, 25­ 29,9 og ≥ 30). Gagna­ og tölfræðiúrvinnsla Rannsóknartímabilinu var skipt upp í tvö fimm ára tímabil (2009­2013 og 2014­2018). Fjöldi og hlutföll af heild voru skráð fyrir hverja bakgrunnsbreytu fyrir hvort tímabil (tafla 2) og fyrir útkomubreytuna eftirmálalausar fæðingar, lagskipt eftir bakgrunnsbreytum (tafla 3). Munur á bakgrunnsbreytum og útkomubreytu á milli tímabila var metinn með kí­kvaðrat prófi og miðað við marktektarmörk p<0,05. Tíðni eftirmálalausra fæðinga var skoðuð hvert ár fyrir sig, 2009­2018, og hlutfall þeirra af heild sett fram með lýsandi mynd sem sýndi þróunina yfir rannsóknartímabilið (mynd 1). Til þess að fá betri mynd af hverjum þætti í þessari samsettu breytu var ákveðið að skoða einnig hvert inngrip og útkomu fyrir sig og lýsa breytingum yfir tíma á 10 ára tímabili (2009­ 2018) sem fjölda og hlutfall af heild. Niðurstöðurnar voru settar fram í þremur lýsandi myndum (myndir 2-4). Til þess að sjá betur tengingu eftirmálalausrar fæðingar við bakgrunnsþætti kvenna var gerð tvíkosta aðhvarfsgreining (e. Binomial regression) og reiknuð bæði óleiðrétt og leiðrétt gagnlíkindahlutföll (e. Odds Ratio, OR) ásamt 95% öryggis bili (c. Confidence Interval, CI) (tafla 4). Þessir bakgrunnsþættir voru valdir þar sem þeir hafa allir þekkt tengsl við eitt af þeim inngripum eða útkomum sem eru í samsettu útkomubreytunni, eftirmálalaus fæðing. Leiðrétt var fyrir öðrum þáttum í töflunni. Tölfræðiúrvinnsla var unnin í forritinu R­Studio (útgáfa 1.3.1073). Töflur og myndir voru settar upp í Microsoft Excel (útgáfa 16.43). Rannsóknin var unnin með leyfi frá Vísindasiða ­ nefnd sem fékkst þann 26. maí árið 2020 (nr. VSNb2019020007 /03.01). Niðurstöður Á rannsóknartímabilinu voru 42.682 einburafæðingar skráðar í fæðingaskrá Íslands. Í töflu 2 má sjá bakgrunnsþætti þýðisins. Flestar mæður sem fæddu einbura á þessum 10 árum voru íslenskar konur (87,1%) á aldrinum 21­39 ára (41,9%) og í vinnu (78,6%), meirihlutinn gekk 37­41 viku (93,0%) og fæddi á Landspítala (73,3%). Mæður voru líklegri til að vera eldri eftir því sem leið á tímabilið en konur sem voru 40 ára og eldri fjölgaði úr 5,3% í 6% milli tímabila. Fjölgun var í flokkum mæðra sem voru einstæðar (64,5% í 68,8%) og erlendar (12,3% í 13,6%) Breyting milli tímabila var marktæk í öllum hópum (p<0,001) nema á breytunni BMI. Fjölgun var í hópi kvenna með líkamsþyngdarstuðul (BMI) ≥ 30 (p=0,265) yfir rann­ sóknar tíma bilið. Ónæg gögn voru fyrir BMI til að meta hækkun eða lækkun þar sem ófullnægjandi skráning var á breytunni fyrstu árin á rannsóknartímabilinu. Breyting varð á með göngu­ lengd og fækkaði þeim sem gengu ≥ 42 vikur úr 2,5% í 1,8% (p<0,001). Eftirmálalaus fæðing Á rannsóknartímabilinu voru alls 26.096 eftirmálalausar fæðingar (61,1%). Árið 2009 voru 3.050 eftirmálalausar fæðingar eða 62,7% allra fæðinga það árið en árið 2018 voru þær 2.423 (59,0%). Mynd 1 sýnir þróunina á eftirmálalausri fæðingu á rannsóknartímabilinu. Á árunum 2009­2013 voru eftir mála­ lausar fæðingar 14.111 talsins (62,6%) og árin 2014­2018 voru þær 11.985 (59,5%, p<0,001). Mesta fækkun á eftirmálalausum fæðingum milli tímabilanna tveggja var hjá konum 40 ára og eldri (p<0,001), þeim sem gengu 42 vikur eða lengur (p<0,001) og konum með BMI undir 18,5 eða yfir 30. Munur á líkams­ þyngdarstuðli mældist þó ekki marktækur (p=0,339) (tafla 3). Þegar rýnt var nánar í einstaka útkomuþætti í samsettu útkomubreytunni mátti helst sjá aukningu á blæðingu eftir fæðingu en árið 2018 var blæðing yfir 500 ml skráð hjá 25,8% af öllum einburafæðingum (mynd 2). Innlögnum á Vökudeild fækkaði um tæplega helming á rannsóknartímabilinu (8,9% árið 2009 og 4,3% árið 2018; mynd 3). Hlutfall inngripa í fæðingar breyttist lítið yfir tímabilið en hlutfall keisaraskurða af öllum fæðingum einbura var um Breytur ICD NCSP Skilgreining/breyta fæðingarskrár Keisaraskurður O82.1 Fæðing með bráðakeisaraskurði O82.0 Fæðing með valkeisaraskurði MCSA10 Keisaraskurður um neðri hluta legs MCSA00 Keisaraskurður um efri hluta legs O82.2 Fæðing með legnámi í keisaraskurði MCSA30 Legnám ofan legganga í keisaraskurði MCSA33 Legnám að fullu í keisaraskurði Áhaldafæðing O81.4 Sogklukkufæðing MASE00 Fæðing með lágri sogklukku MASE03 Fæðing með hárri sogklukku eða sogklukku í miðri grind MASE20 Misheppnuð fæðing með sogklukku O81.0 Fæðing með lágri töng MASF00 Lág tangarfæðing í höfuðstöðu O81.1 Fæðing með miðgrindartöng MASF10 Miðgrindartangarfæðing í höfuðstöðu O81.2 Miðgrindartöng með snúningi MASF20 Misheppnuð töng í fæðingu í höfuðstöðu MASF96 Tangarfæðing í höfuðstöðu með töng, önnur ótalin MASG03 Sitjandafæðing og töng síðan lögð á höfuð MASG13 Framdráttur í sitjandafæðingu og töng síðan lögð á höfuð O81.3 Önnur og ótilgreind tangarfæðing O81.5 Fæðing með bæði töng og sogklukku O66.5 Misheppnuð beiting sogklukku og tangar, ótilgreind Spangarskurður MAXX00 Spangarskurður Rifur (3° og 4°) O70.2 Þriðjastigs spangartæting í fæðingu O70.3 Fjórðastigs spangartæting í fæðingu Blæðing O72.0 Þriðjastigs blæðing (föst fylgja) O72.1 Önnur blæðing strax eftir fæðingu (spennuleysi) O72.2 Tafin og síðkomin blæðing eftir fæðingu (blæðing tengd föstum hlutum fylgju eða himna í kjölfar fæðingu Fæðingarskrá: Flokkabreyta unnin úr samfelldu breytunni „blæðing mæld (ml)“ EÐA samfelldu breytunni „blæðing áætluð (ml)“: Ef gildi > 500 ml ÞÁ „já“ (útilokað) Andvana fæðing P95 Fósturdauði af ótilgreindri orsök Lágur Apgar Fæðingarskrá: Flokkabreyta unnin úr raðbreytunni „Apgar 5 mín“. EF gildi <7 eftir 5 mínútur ÞÁ „já“ Innlögn á Vökudeild Fæðingarskrá: Flokkabreytan „Eftirlit með barni“ EF „já“ á Vökudeild ÞÁ „já“ (útilokað) Tafla 1 Inngrip og útkomur sem ekki eru til staðar í eftir- málalausum fæðingum á Íslandi á árunum 2009-2018 skráðar með Nordic Medico- Statistical Committee, Classification of Surgical Procedures (NCSP) og International Classification of Diseases, tenth revision (ICD-10) kóðum og breytum í íslenskri fæðingarskrá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.