Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Síða 73

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Síða 73
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 7372 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 Niðurstöður Konurnar lýstu hver á sinn hátt sinni einstöku upplifun af því að byrja í eðlilegri fæðingu en enda í bráðakeisaraskurði. Tekin voru viðtöl við 12 konur sem allar höfðu byrjað í fæðingu en endað í bráðakeisaraskurði. Þær voru á aldrinum 30­43 ára og höfðu fætt á mismunandi fæðingarstöðum. Yfirþemað er: Erfið reynsla: Eitthvað sem maður gerir ekki endilega ráð fyrir að gerist. Það lýsir vel reynslu kvennanna sem tóku þátt í þessari rannsókn. Meginþemun voru sjö: þurfa að fara í bráðakeisaraskurð, andleg líðan, áhrifaþættir, líkamleg líðan, fræðsla og eftirfylgni, maki og stuðningsaðilar og að lokum líðan í dag. Einnig voru greind tvö til þrjú undirþemu undir hverju meginþema, fyrir utan eitt. Hægt er að sjá heildargreiningarlíkanið á mynd 2. Erfið reynsla: Eitthvað sem maður gerir ekki endilega ráð fyrir að gerist Í yfirþemanu lýstu konurnar reynslunni af því að byrja í eðli­ legri fæðingu og enda í bráðakeisaraskurði sem áfalli og erfiðri reynslu. Þær höfðu búist við eðlilegri fæðingu og voru búnar að undirbúa sig á ýmsa vegu, svo sem með því að fara á fæðingar­ fræðslunámskeið og/eða í meðgöngujóga, skoða ýmsa fræðslu á netmiðlum, gera fæðingarplan og svo framvegis. Því var það áfall fyrir þær að enda í bráðakeisaraskurði, eins og einn við­ mælandi lýsti því: Þetta er ekki eitthvað sem maður ætlar að gera þegar maður er að fara að eiga barn, að enda í keisara, hvað þá bráðakeisara, það tók líka bara langan tíma að vinna úr því. Þetta var erfið upplifun, svakalega erfið upplifun (Kristín). Að þurfa að fara í bráðakeisaraskurð Fyrsta aðalþemað, að þurfa að fara í bráðakeisaraskurð, lýsir and­ legri líðan kvennanna þegar ákvörðun um bráðakeisaraskurð lá fyrir, vegna framgangs eða ástands barns, og lýsir einnig upplifun þeirra inni á skurðstofu. Þar undir voru greind tvö undirþemu, áfall og ótti og finna fyrir létti. Fyrsta undirþemað nefnist áfall og ótti en konurnar upp lifðu það sem áfall eða sjokk að þurfa í bráðakeisaraskurð. Þær höfðu allar stefnt að því að fæða eðlilega og því fannst þeim áfall að þurfa í bráðakeisaraskurð: En ég man eftir því að við bara brotnuðum niður, að þurfa einhvern veginn að taka þessa ákvörðun, eða þurfa að enda þetta svona, eiginlega meira ( Jóna). Konurnar óttuðust jafnvel um líf sitt og barnsins: Ég vissi bara ekki hvort ég myndi lifa þetta af, einhvern veginn, ég var alveg komin þangað sko. Ég óttaðist að hún væri dáin, þau voru alltaf að tala um hjart­ sláttinn … ég hafði miklar áhyggjur af henni og mér (Birna). Hitt undirþemað var finna fyrir létti, eftir að þær komu inn á skurðstofu. Þær höfðu verið lengi í fæðingu, orðnar ör­ magna á líkama og sál og áhyggjufullar yfir líðan barnsins og fannst tími til þess kominn að grípa inn í ferlið: En svo bara um leið og það var búið að taka ákvörðun … þá bara var ég svona ok, mér var bara létt… ég vildi bara að það hefði verið tekin ákvörðun fyrr út af hjartslættinum, það voru allt of miklar dýfur (Kristín). Andleg líðan eftir bráðakeisaraskurð Annað aðalþemað var andleg líðan eftir bráðakeisaraskurð en eftir fæðinguna gengu konurnar í gegnum ýmsar erfiðar tilfinningar tengdar bráðakeisaranum sem sátu í þeim og tók þær langan tíma að vinna úr. Hér undir eru þrjú undirþemu, vonbrigði og brostnar væntingar, að finna fyrir eftirsjá og vera ósátt og að vinna úr reynslunni. Fyrsta undirþemað var vonbrigði og brostnar væntingar en hér lýstu konurnar vonbrigðum yfir því að hafa ekki fætt í gegnum fæðingarveg og upplifðu að þeim hefði mis tekist: Það var einhvern veginn svona, mér mistókst, það var þessi hugsun (Lára). Konurnar voru með draumsýn og væntingar fyrir fæðinguna og urðu svo fyrir miklum vonbrigðum þegar það gekk ekki eftir: Þetta eru bara ákveðin vonbrigði, að missa af upp­ lifuninni, vonbrigði að takmarka möguleika sína við næstu fæðingu. Þetta er svona pínu tekið af manni, það sem maður var búin að Erfið reynsla: Eitthvað sem að maður gerir ekki endilega ráð fyrir að gerist Að þurfa að fara í bráðakeisaraskurð Andleg líðan eftir bráðakeisaraskurð Áhrifaþættir Líkamleg líðan Fræðsla og eftirfylgni Maki og stuðningsaðilar Líðan í dag Áfall og ótti Að finna fyrir létti Vonbrigði og brostnar væntingar Að finna fyrir eftirsjá og að vera ósátt Að vinna úr reynslunni Það sem stuðlar að góðri reynslu Það sem stuðlar að slæmri reynslu Í fæðingu/aðgerð Að ná sér eftir aðgerð Fræðsluþarfir fyrir aðgerð Fræðsluþarfir eftir aðgerð Viðtal eftir fæðingu Mikilvægast að eignast heilbrigt barn Viðhorf annarra Viðhorf til frekari barneigna Mynd 2 Heildargreiningarlíkan. sjá fyrir sér (Fríða). Dóra var búin að gera sér miklar væntingar varðandi sína fæðingu: Þannig að fara frá því, ég sá það alveg í hillingum, yfir í það að vera send til Reykjavíkur og að vera skorin og geta ekki staðið upp og geta ekki einhvern veginn sinnt barninu fyrsta sólahringinn, mér fannst það verst. Annað undir þemað var að finna fyrir eftirsjá og vera ósátt. Konurnar fundu fyrir eftirsjá og voru jafnvel ósáttar við ljós mæðurnar sem önnuðust þær á meðgöngunni eða í fæðingunni. Þær gátu verið ósáttar við framkomu eða umönnum ljós mæðranna og veltu því fyrir sér hvort hlutirnir hefðu farið öðru vísi ef þær hefðu til dæmis fengið aðra ljósmóður í fæð­ ingunni eða jafnvel fætt á öðrum fæðingarstað: Ég lenti strax á ein hverjum vegg hjá ljós móður sem nennti ekki að vera þarna, mér finnst svo lítið eins og það hafi einhvern veginn valdið því að þetta hafi gerst, en auðvitað veit maður það ekki ( Jóna). Þriðja undirþemað er að vinna úr reynslunni en það lýsir því hvernig tilfinningar konurnar upp lifðu gagnvart því að hafa endað í bráðakeisaraskurði og hvernig þær reyndu að vinna úr þessum tilfinningum. Konurnar nefndu tilfinningar eins og reiði, ótta, doða og eftirsjá og upp lifðu sig misheppnaðar. Margar kvennanna leituðu sér aðstoðar hjá sál fræðingi eftir fæðinguna eða fengu viðtal hjá Ljáðu mér eyra, sem er þjónusta sem Landspítali býður upp á fyrir foreldra sem hafa þörf fyrir að ræða um upplifun fæðingar eða kvíða fyrir fæðingu. Auk þess ræddu þær um reynsluna við fjölskyldu og vini: Þetta sat rosalega í mér og mér fannst ég þurfa að tala um þetta endalaust … ég var endalaust einhvern veginn að fara í gegnum það, bæði heimaljósmóðirin sem var dásamleg, hún hlustaði á mig aftur og aftur og alla mína vini … ég fann að það var algjörlega mín leið til að komast út úr þessu ( Jóna). Olga gekk til sálfræðings í þrjá mánuði eftir bráða­ keisarann en ræddi aldrei bráðakeisaraskurðinn við hann, þrátt fyrir að hafa upplifað fæðinguna á mjög neikvæðan hátt þannig að hún sat í henni og olli henni vanlíðan: Ég fór til sálfræðings fyrstu þrjá mánuðina … en ég ræddi aldrei fæðinguna … ég hafði svolítið ýtt þessu undir koddann, ég var bara þakklát fyrir að vera lifandi og barnið var lifandi og allir heilbrigðir, þú veist. Þeim konum sem fengu viðtal hjá Ljáðu mér eyra fannst gott að fá svör og útskýringar á því sem hafði legið á þeim: Ég fór svo í Ljáðu mér eyra einhverjum nokkrum mánuðum eftir þetta og mér fannst það voða fínt, bara betri útskýringar og svoleiðis, þú veist, af hverju kom þetta fyrir mig (Lilja). Áhrifaþættir Þriðja aðalþemað er áhrifaþættir og þar undir eru tvö undir þemu, það sem stuðlar að jákvæðri reynslu og það sem stuðlar að nei kvæðri reynslu. Fyrsta undirþemað er það sem stuðlar að jákvæðri reynslu en þar komu í ljós sameiginlegir áhrifaþættir hjá þeim konum sem frekar voru með jákvæða upplifun af fæðingarferlinu. Þessar konur fundu fyrir öryggi, þær upplifðu nærveru og stuðning, fengu útskýringar í gegnum ferlið og upplifðu að hafa fengið góða fræðslu og undirbúning á meðgöngunni. Nína segir frá sinni upplifun: Mér fannst bara öll samskiptin frábær … ég gat spurt endalaust og fengið svör við öllu, ég var einhvern veginn rosa lega örugg, mér fannst þessar konur stórkostlegar, mér fannst ég í rosalega góðum höndum. Halldóra fann fyrir miklum stuðningi og upp lifði að hafa fengið góða fræðslu í öllu fæðingarferlinu frá ljós mæðrum sínum: Þetta er ekki sjálfsagt, að vera með svona góðar ljósmæður finnst mér … það sem kom mér bara rosalega mikið í gegnum allt er þessi ljósmóðir … hún sagði mér bara frá öllu, allt frá hinni fullkomnu fæðingu yfir í versta keisara. Elma talar um ljós mæðra nemann sem veitti henni mikinn stuðning og bjarg ráð sem hún hafði ekki upplifað frá ljósmóður sem var hjá henni fyrr í fæðingunni: Vá, hvað ég hefði viljað getað þakkað henni fyrir að hafa dregið mig svona aðeins til baka og það var svo gott, mig vantaði svo að vita að ég gæti þetta alveg. Allar konurnar töluðu um hversu vel var tekið á móti þeim inni á skurðstofu og fundu þær fyrir hlýleika og stuðningi þar, þrátt fyrir að finna að það þurfti að hafa hraðar hendur og að þær skynjuðu að vissu leyti óró leika hjá starfsfólkinu. Þær fundu samt sem áður til öryggis, yfirvegunar og fagmennsku. Annað undirþemað er það sem stuðlar að slæmri reynslu, sem lýsir upplifun kvennanna af skorti á stuðningi og hvernig þeim fannst ekki hafa verið hlustað á þær en ásamt því að upp­ lifa lítil eða erfið samskipti við ljósmæður og/eða lækna fannst þeim vanta meiri upplýsingagjöf og fræðslu: Ég hefði þurft meiri fræðslu, meiri útskýringar … ég var bara stressuð út af barninu … Við vorum bara alveg í lausu lofti … Við vissum ekki neitt, það hefði þurft meira samtal (Kristín). Olga upplifði gott utanumhald á með göngunni og leit björtum augum á væntanlega fæðingu. Hún hafði farið í keisaraskurð vegna barns í sitjandastöðu í fyrri fæðingu og á núverandi meðgöngu hafði verið rætt að ef fæðingin myndi dragast á langinn væru líkur á því að hún þyrfti að fara aftur í keisaraskurð: Mér fannst ekki vera hlustað á mig … ég fékk rosa mikið að heyra hvað væri mikið að gera … það var kannski svona upplifunin mín, að ég væri bara hringa­ miðjan af niðurskurði heilbrigðiskerfisins … þó ég hafi ekki verið með reynslu af því að láta misnota mig, þá var það svona tilfinningin einhvern veginn … það var gert lítið úr því sem ég sagði, tilfinningunum mínum og líðan minni. Það er eiginlega bara þessi upp lifun mín af þessu og framkoman við mig sem mér fannst erfiðust … frá því ég var komin af stað og í sam skiptum mínum við fæðingardeildina upp frá. Jónu fannst ljósmóðirin sem hún var með fyrst í fæðingunni ekki hafa áhuga á að sinna sér. Þessi upplifun sat lengi í henni: Það sat svo ótrúlega í mér þessi ljósmóðir sem ég fékk … ég bað um jógabolta og hún sagði bara strax, hérna viltu ekki bara leggjast … hún náttúrulega var ekki alveg viðstödd. Þú veist hún stóð bara úti í glugga, já dugleg, flott hjá þér, þú stendur þig vel, ég opnaði svona augun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.