Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Side 84

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Side 84
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 8584 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 stefndi á heimafæðingu og hún fór að velta fyrir sér heima fæðingu fyrir íslenska vinkonu sína sem bjó þá í Marokkó. Sú kona hafði svo sam- band við mig og það endaði með því að ég fór út til hennar. Ég var í Marokkó í nokkurn tíma áður en hún fæddi. Þetta var annað barn þessarar konu. Hún fæddi fyrra barnið sitt í París og sú fæðing gekk vel, þannig að ég vissi að hún myndi fæða vel. Hún fæddi svo um helgi. Það var múslimahátíð þessa helgi og hún hafði gefið vinnufólkinu frí. Við höfðum verið saman úti um daginn, en ekki farið niður á strönd, enda var alls staðar fullt af fólki vegna hátíðarinnar. Þennan dag hafði hún farið í sundlaug í hverfinu þeirra, hafði haft það kósý. Þá um kvöldið missti hún svo vatnið og fæddi heima í stofunni, öðru hvoru megin við miðnætti. Þetta var dásamleg fæðing. Fyrir sléttu ári var ég svo aftur með þessari sömu konu rétt fyrir utan París og tók aftur á móti hjá henni. Ég fór til Parísar þegar hún var rúmar 38 vikur og gat skoðað mig um. Þetta var algjör lúxus í bæði skiptin fyrir mig. Í Marokkó fór bíl stjórinn hennar með mig á markaði og Í París fékk ég lánaðan bílinn hennar og fór til Versala og fleiri staða og svo var ég með sérherbergi á báðum stöðum. Ég fór svo aftur til Marokkó til annarrar konu árið 2018 en hana hafði ég hitt í mýflugumynd þegar ég var þar í fyrra skiptið. Hún vildi heima- fæðingu og hringdi bara í mig. Ég fæ borgað fyrir flugið og ég rukka ekki mikið. Þetta er svo mikilvæg reynsla. Ég fékk að gista hjá foreldrum þessarar konu sem eru báðir læknar af miklum efnum. Ég var í risa herbergi, það má eiginlega segja í svítu með sérbaði og ég gat farið beint út í garð. Foreldrarnir voru ekkert rosalega hrifin af heima- fæðingunni, en kurteis og mjög góð við mig. Dóttir þeirra hafði sagt að ég væri doula sem ætlaði að vera með í fæðingunni. Þegar ég kom sagði hún sann leikann, að ég væri ljósmóðir og að hún vildi sjálf fæða heima. Í þessari ferð kom ég út á miðviku degi seint um kvöld og við gáfum okkur svo tíma til að kynnast á fimmtudeginum. Á föstudagsmorgninum missti hún vatnið og bíl- stjórinn kom þá að sækja mig en ég var búin að fara með fæðingadótið til þeirra áður. Þessi kona hafði verið í mæðravernd á einkaklíník og þar var okkar bakland. Við vissum að þangað gætum við leitað ef þess þyrfti. Við vorum saman allan föstudaginn, pöntuðum geggjaðan mat og maðurinn hennar fór ekkert í vinnu. Lengi vel var ekkert að gerast. Foreldrarnir töluðu auðvitað við Hlaupahjól og símaklefi í Amish samfélaginu. Mynd tekin úr herbergi Kristbjargar í lok nóvember 2022 – ólík farartæki. lækninn hennar og hann vildi að hún færi á sjúkra - húsið, því það voru liðnir 12 tímar frá því vatnið fór. En nei, nei. Konan vildi það ekki, þetta var allt í góðu, hún var komin ofan í vatnið og komin í gang. Svo fæddi hún rétt eftir miðnætti og átti dásam lega fæðingu í vatni. Bróðir hennar var viðstaddur og tók myndir. Það var svolítið krúttlegt að hún hafði ekki þorað að gera neitt áður en ég kom, vildi passa að fæða ekki of snemma. Á fimmtudeginum hafði hún svo farið til osteopata til að losa um spennu og koma sér í gott jafnvægi og farið í belly dancing.Þetta var mjög falleg og góð fæðing. Fleiri fæðingarstaðir og lönd Ég fór líka til Spánar og var með systur minni í fyrri fæðingunni hennar árið 2015. Ég er ekkert voða hrifin af spænskum sjúkrahúsum. Þetta var löng og erfið fæðing og systir mín fékk ekki að fara í vatn, þó svo að það hafi verið kynnt fyrir henni sem möguleiki. Ljósmæður voru ekkert hjá henni, en voru á vaktinni að horfa á töfluna. Ég fékk að vera alla fæðinguna en fæðingin endaði með sogklukku. Seinni fæðingin hennar var hins vegar á Tenerife og þangað fór ég og tók á móti heima og allt gekk vel. Ég hef líka verið með þýska nema hérna heima og lært af þeim um þeirra menningu og hvernig hlutirnir eru í Þýskalandi. Það er ánægjulegt að geta líka sýnt hvað við ljósmæður á Íslandi getum verið sjálfstæðar. Þú hefur líka ferðast út fyrir höfuðborgarsvæðið og verið með heimafæðingar? Já, ég hef farið austur fyrir fjall, tekið á móti á Sel- fossi, í Hveragerði og á Eyrarbakka. Þá hef ég farið á Suðurnesin og líka upp á Akranes. Ég hef verið í mjög góðu sambandi við ljósmæðurnar á þessum stöðum sem hafa hlaupið í skarðið fyrir mig og tekið þátt í sængurleguþjónustunni eða aðstoðað mig þegar það hefur tekið tíma að ferðast á milli staða. Hvaða ljósmóðurferðir standa upp úr, hver er lærdómurinn? Ætli það séu ekki fyrstu skiptin, frá því ég fór fyrst á Neskaupstað og svo fyrst þegar ég var í Marokkó. Já og fyrsta heimafæðingin – ég var bara ein. Ljósmóðirin sem ætlaði að koma, komst ekki. Ég hef öðlast góða reynslu og ég hef lent í ýmsu, en ég veit að ég kann og öryggið kemur með trú á eigin getu. Ég hef trú á konunum og æðru leysi kvenna sem ég fann sterkt fyrir hjá konunum í Ameríku. Já og þetta að taka á móti tíunda barni. Það er ný reynsla og ýmislegt sem þarf að fylgjast með. Til dæmis að passa að fá ekki mjúk vef á undan barninu vegna blöðru- eða enda þarms sigs. Tíundu börnin detta ekkert endi- lega í heiminn. Stundum þarf að lyfta legi og hag- ræða til að barnið geti gengið niður í fæðingar- veginn. Mér finnst reyndar eins og Amish konur séu með öðruvísi kviðvegg, en það er auð veldara að finna hvernig barnið liggur. Ég fann t.d. tvíbura við 21. viku meðgöngu. Ég fór út í þrjár vikur í janúar á þessu ári og svo aftur í fjórar vikur í mars. Í lok árs fer ég enn á ný og þá í lengri tíma. Þá ætla ég að læra að mæla fyrir hettu og fá tækifæri og reynslu í sitjanda- fæðingum. Ég hlakka til. Ég er ljósmóðir í óhefð- bundinni endurmenntun og hef öðlast gífurlegt sjálfstæði og öryggi í mínu starfi. Fæðingin í París. Sængurkonukaffi í Marókkó. þær þurfi að gera og séu í sambandi við sinn Guð. Þarna úti tók Kristbjörg á móti fyrsta barni hjá móður og einnig tíunda barni. Hún hefur haldið dag bók sem er heimild um þessa sérstöku reynslu; fæðingar­ viðburði er til dæmis lýst sem heilagri stund en sorgin knýr líka á dyr, þegar engar hreyfingar finnast og barnið fæðist andvana. Í fæðingar reynslunni eru líka konur sem halda að ferlið geti ekki gengið án hjálpar og þá þarf að hvetja þær til að fæða. Yfir setan er alltaf mikilvæg eða labour sitting eins ljós mæðurnar kalla það á ensku. Konur hafa beðið þig að koma eða það hefur verið kallað á þig? Já, ég fór árið 2015 í september til Marokkó. Ég var með konu hér heima í mæðravernd sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.