Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Page 92

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Page 92
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 9392 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 ritrýnd fræðigrein PIPP­R verkjamat hjá fyrir burum og veikum nýburum, prófun á íslenskri þýðingu PIPP­R Pain Assessment for Premature Infants and Sick New­Borns, Testing an Icelandic Translation Bakgrunnur Lífslíkur fyrirbura hafa farið vaxandi undan farin ár og því fylgir fjölgun inn­ lagna á nýburagjörgæslu með til heyrandi sársaukafullum inngripum vegna nauð­ syn legra meðferða. Verkja mat nýbura er flókið og þá sérstaklega hjá fyrirburum. Enn í dag er ekki til algild aðferð við verkjamat þessa við kvæma hóps. Mikil­ vægt er að styðjast við áreiðanlega og rétt mæta verkja mats kvarða sem hafa sýnt klíníska gagnsemi. Markmið rannsóknarinnar er að meta gagn semi nýrrar útgáfu verkja mats­ kvarðans PIPP­R í íslenskri þýðingu (ísl PIPP­R) við verkjamat á ný bura gjör­ gæslu deild á Íslandi og meta áreiðan leika og rétt mæti íslPIPP­R. Aðferð Rannsóknin studdist við megindleg gögn með víxlunar tilraunasniði (e. cross­over design). Notast var við þægindaúrtak 50 fyrirbura og veikra nýbura inniliggjandi á ný bura gjörgæsludeild á Íslandi, með leið réttan meðgöngualdur frá 23 til 42 vikna. Tveir rannsakendur fram kvæmdu verkja mat með íslPIPP­R verkja mats­ kvarðanum við þrjár mis munandi að­ stæður, hlutlausar, raskaðar og sárs auka­ fullar. Úrvinnsla gagna var fram kvæmd með SPSS tölfræðiforritinu og notast var við lýsandi og skýrandi töl fræði. Gerð var fervikagreining og fylgni prófanir (ANOVA, Cronbach’s, Kappa, ICC og Pearson’s) með hjálp SPSS tölfræði forritsins. Niðurstöður Fylgni reyndist á milli matsaðila í mæl­ ingum og fylgni milli flestra mats þátta í íslPIPP­R verkja mats kvarðanum, mark ­ tækur munur reyndist ekki á heildar stiga­ gjöf rannsakenda í neinum af þremur mis munandi að stæðum mælinga. Innra sam ræmi milli rannsakenda var ásættan­ legt í öllum mælingum. Fervika greining sýndi að íslPIPP­R verkja mats kvarðinn greindi marktækan mun milli allra mæli­ aðstæðnanna og sýnir því innra rétt mæti við mat á verkjum nýbura þar sem stígandi fékkst í mælingum eftir meintum sárs ­ auka í aðstæðum. Ályktanir Við prófunina náðist að sýna fram á á ­ reiðanleika og réttmæti íslPIPP­R í mati á sár sauka á nýbura gjörgæslu á Íslandi og hægt að staðfesta gagnsemi nýrrar útgáfu og notkunar íslPIPP­R í klínísku starfi. Mælitækið er því góð viðbót til að bæta gæði og þjónustu í verkjamati hjá fyrir­ burum og veikum nýburum á Íslandi. Lykilorð fyrirburar veikir nýburar verkir verkjamat ÁgripHöfundar Theja Lankathilaka, hjúkrunar- fræðingur BS, MS 1, 2 Sigríður María Atladóttir, hjúkrunarfræðingur BS, MS 2 Dr. Guðrún Kristjánsdóttir, prófessor, hjúkrunar fræðingur BS, MSc, PhD 1, 2, 3 1 Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild, Háskóli Íslands. 2 Vökudeild, Barna og kvennaþjónusta, Landspítali. 3 Department of Health Science, Faculty of Medicine, Lund University. tengiliður thejal92@gmail.com Inngangur Undanfarna þrjá áratugi hafa orðið miklar breytingar á við horfi og verklagi hjá heilbrigðisstarfsfólki í að þekkja og með höndla verki hjá fyrirburum og veikum nýburum. Innlögn á nýbura gjör­ gæslu er vörðuð endurteknum sársaukafullum inngripum vegna veikinda eða meðferðar. Sýnt hefur verið fram á að sársaukafull inngrip geti verið að meðaltali 12 til 16 á sólarhring og ályktað að allt að 78% nýbura fái ekki viðeigandi verkjameðferð (Relland o.fl., 2019; Rioualen o.fl., 2018). Þrátt fyrir þessa vitneskju eru verkir enn álitamál fyrir heilbrigðisstarfsfólki og eru því enn ekki meðhöndlaðir með fullnægjandi hætti (Rioualen o.fl., 2018). Hér á landi er einnig sérstök ástæða til að leggja áherslu á mark­ vissa notkun verkjamatstækja til að meta verki hjá nýburum. Til þess þarf vel staðlaðar og prófaðar íslenskar þýðingar á viður­ kenndum alþjóðlegum greiningartækjum. Rannsóknarniðurstöður úr fyrri hluta prófunar á ísl­ pipp­r á nýburagjörgæsludeild sýndu vísbendingar um áreiðan­ leika og réttmæti til notkunar í klínískum aðstæðum á nýbura­ gjör gæslu deild á Íslandi. Æskileg úrtaksstærð fyrir ásættanlegt áreiðanleikapróf gerir ráð fyrir að lágmarki 30 þátttakendum til að unnt sé að heimfæra á þýði með Cronbach’s alpha stuðli (Ercan o.fl., 2007; Yurdugül, 2008). Með því að stækka úrtakið úr 19 börnum (Theja Lankathilaka, 2018) í 50 börn með sömu matsaðila og rannsóknarvettvang væri hægt að fá fullnægjandi rannsóknarniðurstöður fyrir klíníska prófun mælitækisins. Birtingarmynd verkja og þróun verkjamatskvarða Sársauki leiðir til fjölda viðbragða í hegðun hjá fyrirburum og nýburum sem hægt er að fylgjast með og nota til að meta styrk sársauka. Þessi viðbrögð fela í sér breytingar á líkamshreyfingum og vöðvaspennu. Dæmi eru grettur, grátur eða breyting á rödd, breytingar á svefnástandi og áhrif á athygli eða samskipti við aðra. Bæði óþroskuð lífeðlisleg viðbrögð fyrirbura og lágt vöku­ stig geta leitt til dreifðari hegðunarmerkja borið saman við heil­ brigða nýbura og ungbörn (Eriksson og Campbell­Yeo, 2019). Fyrirburar hafa takmarkaða getu til að sýna hegðunarviðbrögð við sársaukaupplifun og viðbrögð þeirra geta verið mikil og ýkt eða án vöðvaspennu. Því er mikilvægt að hafa í huga og taka tillit til meðgöngualdurs og þroska fyrirburans þegar kemur að verkjamati á nýburagjörgæsludeild ( Johnston o.fl., 2011; Spence, 2010). Lífeðlislegar breytur sem taka breytingum við verkja upp­ lifun eru meðal annars öndunartíðni, súrefnismettun, hjart­ sláttar tíðni og blóðþrýstingur. Í gegnum tíðina hefur verið sýnt fram á að þessar breytur gefa merki um verki eða sárs auka hjá fyrirburum og nýburum (Eriksson og Campbell­Yeo, 2019; Faye o.fl., 2010). Sársauki hjá þessum hópi hefur verið rannsakaður með heilasírita og segulómun af heila, með því að athuga virkni, súrefnisupptöku og blóðflæði í heila við sársaukafullar aðstæður og þannig verið hægt að sýna fram á áreiðanleika við að greina sársauka (Slater o.fl., 2010). Þó skortir fleiri rannsóknir og ljóst að ofantaldar aðferðir eru ekki ákjósanlegar við rúm sjúklings. Verkjamat Í ljósi þeirrar þekkingar sem fyrir liggur um sársaukaupplifun nýbura eru heilbrigðisstarfsmenn hvattir til að nota staðlaða verkjamatskvarða sem hafa sýnt fram á áreiðanleika, réttmæti, klíníska gagnsemi og næmi gagnvart mismunandi verkjum, svo sem bráðum og langvarandi verkjum, verkjum við sársaukafull inngrip og eftir skurðaðgerðir (Ranger o.fl., 2007). Verkjamat og ­meðhöndlun er enn umdeild og þó margir verkjamats­ kvarðar séu í boði heldur verkjamat áfram að vera vanfram­ kvæmt á nýburagjörgæsludeildum (Maxwell o.fl., 2013). Til þess að meðhöndla verki á fullnægjandi hátt er mikilvægt að greina verki, þekkja orsakavalda og hvernig þeir birtast (Anand o.fl., 2017). Ein helsta hindrunin við að meta og meðhöndla verki er skortur á þekkingu á fyrirliggjandi matskvörðum en reynsla og þekking heilbrigðisstarfsmanns er grundvallaratriði við verkja mat. Verkjamat hjá nýburum felur í sér þekkingu á upp­ tökum verkja eða sársauka (Hatfield og Ely, 2015). Við verkja­ mat hjá fyrirburum og veikum nýburum er yfirleitt stuðst við mat á hegðun og/eða lífeðlislegar breytur. Þá er mikilvægt að sá sem fram kvæmir verkjamat hafi skilning á hvað hver þessara þátta þýðir og geti greint á milli streitu og verkja (McPherson o.fl., 2020). Einnig þarf að taka tillit til annarra þátta, svo sem aldurs og vitsmunalegs þroska barnsins (Beltramini o.fl., 2017). Með göngu aldur, lífaldur, taugaþroski og fyrri reynsla af verkja­ upplifun hefur áhrif á svörun nýburans við verkjum. Aldur barns, bæði meðgöngualdur og lífaldur, hefur veruleg áhrif á styrk við bragða við sársauka. Þá skiptir vökustig sérstaklega máli hjá fyrir burum og veikum nýburum þar sem sofandi barn hefur tak markaða getu til að bregðast við sársaukafullum inngripum (Walter­Nicolet o.fl., 2010). Sársaukafull inngrip og afleiðingar Inngrip sem valda óþægindum, streitu og sársauka eru til dæmis húðrof, svo sem hælstungur við blóðsykursmælingar, blá æða­ stungur, uppsetningar á æðaleggjum, mænuholsástungur, blöðru­ ástungur, drenuppsetningar en einnig ísetningar miðlægra leggja, sonduísetningar, augnskoðanir, þarmaúthreinsanir, soganir í barkatúpu, kok og nef, skipti á barkarauf, fjarlæging plásturs og umbúðaskipti á sárum (Anand o.fl., 2017; Stevens o.fl., 2013). Þekkt er að mörg þessara sársaukafullu inngripa og með ferða leiða í ljós neikvæð áhrif á vöxt og þroska hjá ný burum. Ung­ börn með heila og taugakerfi í mótun eru líklegri til að fá auka­ verkanir en eldri börn og fullorðnir. Ef sársauki eða endur tekin verkjaupplifun er ekki rétt metin og verkir með höndlaðir getur það haft í för með sér neikvæðar afleiðingar (Hatfield, 2014; Rahimi o.fl., 2017). Val á verkjamatsaðferð er því mikil væg og brýnt að mælitæki sé nýtilegt. Það felur meðal annars í sér að verkjamatstækið sé vel skiljanlegt þeim sem notar það. Þýðing og menningaraðlögun er nauðsynleg og fyrsta skref í átt að klínískri innleiðingu (Olsson o.fl., 2018).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.