Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 102

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 102
ljósmæðrablaðið ljósmæðrablaðið 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 103102 1. tölublað · 100. árgangur · desember 2022 fréttir Ljósmæður á Íslandi standa fyrir söfnun fyrir stríðshrjáðar barns­ hafandi konur í Úkraínu höfundur s. rut guðmundsdóttir Það er skelfilegur veruleiki sem blasir við fjölda barns ­ hafandi kvenna í Úkraínu eftir að innrás Rússa hófst þar í landi þann 24. febrúar síðastliðinn. Áætlað er að um 30 þúsund börn fæðist á hverjum mánuði í Úkraínu og þegar þetta er skrifað hafa því um þrjú hundruð þúsund kvenna eignast börn síðan stríðið hófst við mjög misjafnar aðstæður; í felum, á flótta eða við verulega ótryggt ástand. Við höfum séð í fjöl ­ miðlum að konur hafast við og fæða börn sín í neðan ­ jarðar byrgjum, á lestarstöðvum og í kjöllurum sjúkra ­ húsa. Það er vægast sagt átakanlegt að fylgjast með fréttafluttningi af þeim skelfilegu afl eiðingum sem stríðið hefur nú þegar haft á al menna borgara og ekki síst á viðkvæma hópa eins og okkar skjólstæðinga­ hópur er; barnshafandi konur, fjölskyldur þeirra, sængurkonur og nýfædd börn. Fyrir okkar viðkvæma hóp geta afleiðingar af því að fá ekki viðeigandi heil ­ brigðisþjónustu verið lífs hættu legar, fyrir utan af­ leiðingar þess að hafa hvorki að gang að öruggu um ­ hverfi eða viðeigandi stuðningi á þessu viðkvæma skeiði í upphafi lífs. Ljósmæður á Íslandi vildu láta gott af sér leiða og stóðu í vor fyrir söfnun á samfélagsmiðlum þar sem allur ágóði rann til samtaka pólskra ljós mæðra, Well Born, sem höfðu skipulagt söfnun og út bjuggu neyðar­fæðingartöskur sem þær sendu til Úkraínu til fæðandi kvenna. Töskurnar eru vel útbúnar af nauð­ synjum bæði fyrir móður og barn; fæðingar áhöld, hanskar, sótthreinsir, dömubindi, hlý teppi og leið­ beiningar fyrir þann sem aðstoðar við fæðinguna. Well Born samtökin voru stofnuð árið 2005 og eru þau fyrstu sinnar tegundar í Póllandi. Þau saman­ standa fyrst og fremst af ljósmæðrum, brjósta gjafa­ ráð gjöfum, sálfræðingum og doulum og hafa beint sjónum sínum að því að bæta þjónustu við barns­ hafandi konur og fjölskyldur þeirra. Þau hafa líka beitt sér fyrir bættri stöðu sjálfstætt starfandi ljós mæðra í Póllandi, að auka valmöguleika kvenna utan sjúkra­ húsa og tekið þátt í stefnumótun stjórn valda í heil ­ brigðis málum. Verkefnið Well Born fyrir Úkraínu hófst á þriðja degi stríðsins um leið og fréttir fóru að berast af skelfilegum aðstæðum barnshafandi kvenna í Úkraínu. Samtökin lögðust í mikla vinnu við að kort leggja þörfina og niðurstaðan var sú að útbúa þrjár tegundir af neyðar­fæðingartöskum. Fyrsti fæðingarpakkinn var neyðarpakki og honum fylgdu leiðbeiningar á úkraínsku fyrir þann sem aðstoðar konu í fæðingu, miðað að því að við­ komandi hafi enga reynslu af fæðingarhjálp. Til­ gangurinn með leiðbeiningunum var líka að við­ komandi gæti veitt tilfinningalegan stuðning, hvatt konuna áfram og stuðlað þannig að tilfinningu um traust og öryggi hjá viðkomandi konu. Í töskunni fylgdi bæklingur um árangursríka brjóstagjöf og hvernig stuðla megi að henni, bæði fyrstu dagana og áfram og mikilvægi þess við aðstæður sem þessar. Annar pakkinn var útbúinn fyrir fólk með heil brigðis­ menntun en litla eða enga reynslu af fæðingum og þriðji pakkinn fyrir sérfræðinga í fæðinga þjónustu, ljósmæður og fæðingarlækna. Allir fæðingar pakkarnir voru hannaðir með það í huga að þeir kæmu að gagni við ólíkar aðstæður, hvar sem fæðingar hjálp væri veitt, hvort sem konan væri á sjúkra húsi, í neyðar­ byrgi eða á lestarstöð. Fimm milljónir íslenskra króna söfnuðust á vegum ljósmæðra á Íslandi á tveimur vikum og voru peningarnir sendir strax út til okkar kæru kollega í Póllandi og nýttir í fæðingatöskuverkefnið. Ljós mæður þakka kærlega öllum þeim sem styrktu söfnunina. fréttir „Stríð og fæðing“ höfundur fríða ísberg Fríða Ísberg rithöfundur tók á móti Fjöruverð­ laun unum í mars s.l. fyrir skáld sögu sína Merkingu. Í þakkar ræðu sinni dró hún upp ljúfsára mynd af reynslu sinni af því að fæða barn á Íslandi nóttina sem inn rás Rússa í Úkraínu hófst. Ljósmæðrablaðið fékk leyfi Fríðu til að birta ræðuna hér: Kæri borgarstjóri, dómnefnd og góðir gestir, þann 24. febrúar síðastliðinn, fyrir ellefu dögum, fæddi ég litla konu. Ég var í þrjá sólarhringa að komast upp í tíu í útvíkkun, þar af einn sólarhring uppi á spítala, þegar ég var komin upp í tíu bað ég um mænu deyf­ ingu, sogklukku, tangir, mig langar í bjöllukeisara sagði ég, nei, það langar þig ekki, sagði ljós móðirin, ég er búin að gefast upp, sagði ég, það er bannað að segja þetta, sagði ljósmóðirin, ég sofnaði milli hríða, dreymdi að ég væri í Ikea, allt var rólegt og friðsælt í Ikea, svo vaknaði ég á fæðingarstofunni, ekki meira glaðloft fyrir þig, sagði ljósmóðirin, sem hét Jóhanna, og hún kenndi mér að rembast og korter í eitt eftir miðnætti 24. febrúar fæddist litla konan. Rúmlega tveimur klukkustundum síðar réðust Rússar inn í Úkraínu. Ég og maðurinn minn lágum í rúminu í sængurlegudeildinni, örmagna, ósofin, en átökin voru afstaðin, litla konan var lifandi við hliðina á okkur, annars staðar andaði þessi innrás ofan í háls ­ mál annarra nýbakaðra mæðra – þær voru líka upp­ gefnar, ósofnar, klofin á þeim líka klofin, blóðug og bólgin, á stærð við strigaskó, en átökin og óvissan og óöryggið voru rétt að byrja. Stríð og fæðing. Þessi tvö gríðar stóru hreyfiöfl, líf og dauði, uppbygging og eyði­ legging, einstaklingar og þjóðir, hið smáa og hið stóra, hið eilífa og hið endanlega. Litla konan fór að kúgast og blánaði, hún gat ekki andað, ég ýtti á hnapp eftir aðstoð, hún gat ekki andað, ég hristi hana til, barna­ læknirinn kom, hún gat ekki andað, og loksins, eftir heila eilífð tók hún andköf, loksins, eftir heila ei lífð, hún hefur gleypt legvatn, sagði barnalæknirinn, ég skipti á henni í fyrsta skipti, klæddi hana í samfellu í fyrsta skipti, við fórum upp á vökudeild, ég sofnaði í lazy boy stól eftir að hún var komin í eftirlit, þremur klukku stundum síðar fékk ég tölvupóstinn, RE tví ­ punktur, Merking hlýtur Fjöruverðlaunin í ár. Í átök­ unum hafði ég gleymt því að ég skrifaði bók menntir, í miðjum átökum skipta bókmenntir engu máli, ljós ­ mæðrum er sama um bókmenntir, barninu er sama um bókmenntir, hermönnum og sprengjum og skrið ­ drekum er sama um bókmenntir. Þær verða til síðar. Þær skipta máli síðar, þegar það er andrými til að hugsa, tala um, skilja, setja í samhengi, setja í nýtt sam hengi, vinna úr, greiða úr, og skapa úr. Fyrir mér er Merking fyrst og fremst verk um upplýsingar: hvernig upplýsingar hafa áhrif á afstöðu okkar gagnvart bæði öðru fólki og samfélagslegum málefnum. Hvernig við flokkum, ályktum og for­ dæmum út frá stereótýpum, hvernig sami hluturinn hefur ólíka merkingu fyrir mismunandi manneskjum eftir því hvaða upplýsingum manneskjan hefur að­ gengi að. Og hversu brothættar skoðanir okkar eru. Oft þarf bara eina manneskju með ný rök til þess að okkur snúist hugur, bara einn svip til þess að við hættum að hræðast manneskju og höfum samkennd með henni í staðinn. Síðustu dagar hafa sýnt okkur að til þess að hefja stríð þarf bara einn lítinn karl og bara einn lítinn karl til þess að enda stríð. Daginn eftir, 25. febrúar, fórum við heim með litlu konuna af spítalanum, og seinna um daginn birtist þessi klausa í fréttunum: Nýbakaðar mæður og nýfædd börn á vöku­ deild leita skjóls í bráðabirgða sprengjubyrgi í kjallara sjúkrahússins í Dnipro, suðausturhluta Úkraínu. Í miðjum átökum skipta bókmenntir engu máli, í miðjum átökum eru það upplýsingarnar sem skipta máli, það eru þær sem ráða samkennd heims byggðar­ innar, ráða viðskiptabönnum, mótmælum, afstöðu. En eftir á munu bókmenntirnar skipta máli – við verðum að trúa því – að við munum muna eftir því að bókmenntir séu til og þær gefi okkur ekki hrein og bein svör, heldur spyrji spurninga, fari inn á gráa svæðið, geri hlutina loðna, óræða, geri fólki erfiðara fyrir að mynda sér afstöðu með eða á móti, geri fólki erfiðara fyrir að afskrifa eitthvað sem áróður, fake news, wokeisma eða blindan rétttrúnað, núna þegar mis munandi samfélagshópar, fjölskyldumeðlimir og þjóðir fá mismunandi upplýsingar og leggja mismunandi merkingar í sömu hlutina. Kærar þakkir fyrir verðlaunin, takk fyrir mig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.