Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 101

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 101
af því verður skoðað hvort rök standi til þess að takmarka endurskoðunarvald dómstóla á þessu sviði sérstaklega. Loks verður aðeins fjallað um ákvarðanir þar sem stjórnvöldum hefur verið falið fullnaðarúrskurðarvald. 2. HVAÐA ÞÆTTIR STJÓRNVALDSÁKVARÐANA ERU ENDUR- SKOÐAÐIR? Umfjöllunin hér á eftir er ekki byggð á skýrri tvískiptingu í lögbundnar og matskenndar ákvarðanir né skiptingu í ákvarðanir þar sem stjórnvöldum hefur verið falið fullnaðarúrskurðarvald eða ekki. Ástæðan er sú að í raun eru mis- margir þættir í ákvörðunum: Allar þurfa þær að eiga lagastoð og alltaf þarf að fylgja tilteknum reglum, t.d. málsmeðferðarreglum, en í sumum þeirra reynir líka á mat, mismikið og misbundið. Stór hluti endurskoðunarinnar er þannig hinn sami, óháð því hvort ákvarðanir eru matskenndar eða ekki, en það sem hér verður sagt um endurskoðun á mati á eðlilega ekki við um þær ákvarðanir sem eru alveg lögbundnar. Útgangspunkturinn hér er því sá að fjallað verður um endurskoðun stjórnvaldsákvarðana yfirleitt.5 2.1 Þættir ákvörðunar sem um gilda aðrar reglur en heimildarlögin Ef litið er á hvaða þættir ákvarðana eru endurskoðaðir og byrjað á þeim þáttum stjórnvaldsákvörðunar, sem um gilda aðrar reglur stjórnsýsluréttar en heimildarlögin, þá er málið einfalt: Það hefur verið viðurkennt lengi að dóm- stólar meti alltaf hvort slíkra reglna, bæði reglna í stjórnsýslulögum og óskráðra, hafi verið gætt. Þetta gildir óháð því hvort litið hefur verið á slíkar reglur sem efnis- eða formreglur. Það þarf varla að nefna dóma til að sýna að dómstólar dæma um það hvort málsmeðferðarreglna hafi verið gætt óháð því hvort þær eru í almennum reglum stjórnsýsluréttar eða heimildarlögunum sjálfum. Dómarnir eru margir en af handahófi má nefna tvo: Í H 2001 2245 var dæmt að andmælaréttur kyn- foreldra hefði verið virtur við ákvörðun um ættleiðingu en kynforeldrarnir höfðu byggt á því að svo hefði ekki verið. Í landmælingamálinu, H 1999 4247, um brottvikningu ríkisstarfsmanns, reyndi sömuleiðis á það hvort rannsóknar- regla og andmælaréttur hefði verið virt. Dómstólar dæma hins vegar líka um það hvort óskráðar reglur og reglur í öðrum lögum en heimildarlögunum, sem ekki er hægt að kalla formreglur, hafi verið virtar. Það er ljóst að dómstólar dæma um það hvort meðalhófs- 101 5 Helstu heimildir á íslensku um þetta efni eru eftirfarandi: Eiríkur Tómasson: „Takmarkanir á úrskurðarvaldi dómenda skv. 60. gr. stjórnarskrárinnar“. Úlfljótur. 4. tbl. 1984, bls. 183-217; Davíð Þór Björgvinsson: „Lagaákvæði á sviði sifjaréttar sem fela stjórnvöldum úrskurðarvald“. Afmælisrit – Gizur Bergsteinsson níræður 18. apríl 1992, bls. 179-206; Ólafur Jóhannes Einars- son: Endurskoðunarvald dómstóla á matskenndum stjórnvaldsákvörðunum. (Lokaritgerð við HÍ) 1999; Ólafur Jóhannes Einarsson: Endurskoðunarvald dómstóla á matskenndum stjórnvalds- ákvörðunum. Drög að kennsluriti. 2000.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.