Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 106

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 106
fyrir að ákveðið sjónarmið eigi að hafa tiltekið vægi. Eitt skýrasta dæmið um það er forgangsregla jafnréttislaganna. Sé slíkum ákvæðum fyrir að fara er dæmt um hvort þeim hafi verið fylgt. Skýrt dæmi um þetta er H 1993 2230 en dómarnir eru fleiri. Loks meta dómstólar hvort mat hafi verið framkvæmt en í því felst tvennt: Í fyrsta lagi er endurskoðað hvort stjórnvaldið, sem fer með ákvörðunarvaldið, mat það sem átti að meta. Landmælingadómurinn, H 1999 4247, sem áður var fjallað um er dæmi um þetta. Þar sagði héraðsdómari: Enda þótt ákvörðunin hafi þannig byggst á niðurstöðu nefndarinnar, varð umhverf- isráðherra að leggja sjálfstætt mat á niðurstöðurnar og taka ákvörðun á grundvelli þess mats, enda kemur skýrt fram í áliti nefndarinnar að hún taldi ekki hlutverk sitt að taka afstöðu til þess hvort rétt væri að víkja stefnanda að fullu úr embætti eða ekki.22 Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms með vísan til forsendna að þessu leyti. Í öðru lagi er endurskoðað hvort matið hafi verið neglt of mikið niður með reglum. Í reglunni um skyldubundið mat felst að stjórnvöldum er óheimilt að setja reglur sem afnema matið eða takmarka það óhæfilega.23 Þau verða, sé þeim falið mat á annað borð, að meta hvert einstakt tilvik. Að sjálf- sögðu má hafa viðmiðunarreglur til að gæta jafnræðis o.s.frv. en það eru tak- mörk fyrir því hve langt má ganga í að takmarka matið, og þau ráðast m.a. af því til hvers stjórnvaldinu er falið mat. Þetta tvennt leiðir í raun af meginreglunni um lögbundna stjórnsýslu: Ef lög kveða á um það að tiltekið stjórnvald eigi að byggja ákvörðun í tilteknum málum á mati, þá verður það að gera það en hvorki láta það í raun í hendur umsagnaraðila né annarra eða setja reglur sem leysa úr öllum slíkum málum í eitt skipti fyrir öll. Dómstólar dæma um hvort þessa hafi verið gætt. Áður en skilið er við matið má geta þess, í framhjáhlaupi, að til eru gamlir dómar sem benda til þess að metið sé hvort mat stjórnvalda hafi verið forsvar- anlegt.24 Í skýrslunni um Starfsskilyrði stjórnvalda er það sömuleiðis talið vera meginregla að matið þurfi að vera forsvaranlegt.25 Ég er ekki viss um að þetta sé praktískt úr því að dæmt er um hvort sjónarmið séu málefnaleg, hvort tekið sé tillit til skyldubundinna sjónarmiða o.s.frv. Endurskoðun á því hvort mat sé forsvaranlegt virðist ekki hafa miklu hlutverki að gegna undir núver- andi kringumstæðum.26 22 H 1999 4247, bls. 4287. 23 Sjá um þetta efni t.d. Starfsskilyrði stjórnvalda, bls. 39-40. 24 Sjá Starfsskilyrði stjórnvalda, bls. 94-95. 25 Sama heimild, bls. 42. 26 Helst mætti hugsa sér að þetta skilyrði tryggi að í raun sé byggt á þeim sjónarmiðum sem stjórnvald segist hafa byggt á – það hafi m.ö.o. hlutverki að gegna við að koma í veg fyrir að ákvarðanir séu í raun byggðar á sjónarmiðum sem eru ómálefnaleg en sagðar byggðar á málefna- legum sjónarmiðum sem engan veginn rökstyðja þá niðurstöðu sem stjórnvaldið hefur komist að. 106
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.