Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 17
360 tilfellum.58 Seinni staðhæfing aðallögsögumannsins, um að vörumerki sendi sjálfstæð skilaboð, felur í sér að merki sem hefur sérkenni geti gefið samtímis til kynna viðskiptauppruna, orðstír eigandans og gæði vörunnar sem það á að auðkenna.59 Þessi hugmynd hefur verið skilin sem dæmi um víðsýnni, nútímalegri nálgun, sem sé í andstöðu við þá hugmynd að vörumerki snúist aðeins um upprunahlutverkið. Vörumerki snúist um annað, þ.e. aðgrein- ingu eða auðkenningu eða samskipti. Því vegi þau rök jafnþungt að tryggja gæði, þ.e. alla fjárfestingu í vörumerki, nafni eða sambærilegu tákni sem grundvallarþátt í viðskiptavild.60 Colomer tók skýrt fram í áliti sínu að hann gæti ekki séð neina ástæðu til að vernda ekki öll þessi hlutverk vörumerkis í staðinn fyrir að standa eingöngu vörð um það hlutverk að benda á við- skiptauppruna vöru eða þjónustu.61 Athugasemdirnar fela því m.a. í sér við- urkenningu á því að auglýsingahlutverkið eigi rétt á vernd eins og uppruna- hlutverkið.62 Stuttu eftir birtingu þessa álits vísaði dómstóllinn til þess að grundvallar- hlutverk vörumerkis væri að vera vísbending um uppruna. Það var gert í svokölluðum Philips-dómi63 þar sem fjallað var um tákn sem eingöngu sýnir lögun vöru. Fjórum mánuðum áður var Baby-Dry-dómurinn kveðinn upp en sagt hefur verið að í Philips-málinu hafi dómstóllinn lagt mun meiri áherslu á upprunahlutverkið en gert var í Baby-Dry-málinu, þar sem eingöngu virð- ist hafa verið litið á það hlutverk sem aukaatriði.64 Í forúrskurði í Arsenal-málinu í nóvember 200265 vísaði dómstóllinn síðan til skilgreiningar á grundvallarhlutverki vörumerkis sem fram kom í Hoffmann-La Roche málinu 1978 og Philips-málinu66 fyrr á árinu. Dóm- stóllinn vísaði til formála tilskipunarinnar um tilgang vörumerkjaverndar og við túlkun á ákvæði a-liðar 1. mgr. 5. gr. tilskipunarinnar vísaði hann sérstaklega til þess grundvallarhlutverks vörumerkis að tryggja neytendum vitneskju um uppruna vöru.67 Í síðari dómum hefur dómstóllinn eindregið tengt túlkun á ákvæði b-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, um merki sem skortir sérkenni, við hlutverk 58 Sjá álit Colomers aðallögsögumanns í máli nr. C-206/01, Arsenal Football Club plc v. Mat- thew Reed, (2002) ECR I-10273, 46. mgr. álitsins. Sjá einnig Cornish og Llewelyn (2003), bls. 590. 59 Sama álit, 47. mgr. 60 Cornish og Llewelyn (2003), bls. 590. 61 Mál nr. C-206/01, Arsenal, 47. mgr. álitsins. 62 Antill, J. og James, A.: „Registrability and the Scope of the Monopoly: Current Trends“. E.I.P.R. (2004), bls. 159. 63 Mál nr. C-299/99, Koninklijke Philips Electronics NV v. Remington Consumer Products Ltd, (2002) ECR I-5475. 64 Kilbey (2002), bls. 497. 65 Mál nr. C-206/01, Arsenal, 48. mgr. dómsins. 66 Mál nr. C-299/99, Philips, 30. mgr. dómsins. 67 Mál nr. C-206/01, Arsenal, 50.-51. mgr. dómsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.