Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 17
360
tilfellum.58 Seinni staðhæfing aðallögsögumannsins, um að vörumerki sendi
sjálfstæð skilaboð, felur í sér að merki sem hefur sérkenni geti gefið samtímis
til kynna viðskiptauppruna, orðstír eigandans og gæði vörunnar sem það
á að auðkenna.59 Þessi hugmynd hefur verið skilin sem dæmi um víðsýnni,
nútímalegri nálgun, sem sé í andstöðu við þá hugmynd að vörumerki snúist
aðeins um upprunahlutverkið. Vörumerki snúist um annað, þ.e. aðgrein-
ingu eða auðkenningu eða samskipti. Því vegi þau rök jafnþungt að tryggja
gæði, þ.e. alla fjárfestingu í vörumerki, nafni eða sambærilegu tákni sem
grundvallarþátt í viðskiptavild.60 Colomer tók skýrt fram í áliti sínu að hann
gæti ekki séð neina ástæðu til að vernda ekki öll þessi hlutverk vörumerkis
í staðinn fyrir að standa eingöngu vörð um það hlutverk að benda á við-
skiptauppruna vöru eða þjónustu.61 Athugasemdirnar fela því m.a. í sér við-
urkenningu á því að auglýsingahlutverkið eigi rétt á vernd eins og uppruna-
hlutverkið.62
Stuttu eftir birtingu þessa álits vísaði dómstóllinn til þess að grundvallar-
hlutverk vörumerkis væri að vera vísbending um uppruna. Það var gert í
svokölluðum Philips-dómi63 þar sem fjallað var um tákn sem eingöngu sýnir
lögun vöru. Fjórum mánuðum áður var Baby-Dry-dómurinn kveðinn upp en
sagt hefur verið að í Philips-málinu hafi dómstóllinn lagt mun meiri áherslu
á upprunahlutverkið en gert var í Baby-Dry-málinu, þar sem eingöngu virð-
ist hafa verið litið á það hlutverk sem aukaatriði.64
Í forúrskurði í Arsenal-málinu í nóvember 200265 vísaði dómstóllinn
síðan til skilgreiningar á grundvallarhlutverki vörumerkis sem fram kom í
Hoffmann-La Roche málinu 1978 og Philips-málinu66 fyrr á árinu. Dóm-
stóllinn vísaði til formála tilskipunarinnar um tilgang vörumerkjaverndar
og við túlkun á ákvæði a-liðar 1. mgr. 5. gr. tilskipunarinnar vísaði hann
sérstaklega til þess grundvallarhlutverks vörumerkis að tryggja neytendum
vitneskju um uppruna vöru.67
Í síðari dómum hefur dómstóllinn eindregið tengt túlkun á ákvæði b-liðar
1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, um merki sem skortir sérkenni, við hlutverk
58 Sjá álit Colomers aðallögsögumanns í máli nr. C-206/01, Arsenal Football Club plc v. Mat-
thew Reed, (2002) ECR I-10273, 46. mgr. álitsins. Sjá einnig Cornish og Llewelyn (2003), bls.
590.
59 Sama álit, 47. mgr.
60 Cornish og Llewelyn (2003), bls. 590.
61 Mál nr. C-206/01, Arsenal, 47. mgr. álitsins.
62 Antill, J. og James, A.: „Registrability and the Scope of the Monopoly: Current Trends“.
E.I.P.R. (2004), bls. 159.
63 Mál nr. C-299/99, Koninklijke Philips Electronics NV v. Remington Consumer Products Ltd,
(2002) ECR I-5475.
64 Kilbey (2002), bls. 497.
65 Mál nr. C-206/01, Arsenal, 48. mgr. dómsins.
66 Mál nr. C-299/99, Philips, 30. mgr. dómsins.
67 Mál nr. C-206/01, Arsenal, 50.-51. mgr. dómsins.