Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 19
362
fyrir að ákvörðun skráningaryfirvalda byggðist einungis á c-lið 1. mgr. 7. gr.
reglugerðarinnar væri ljóst af rökstuðningi hennar að ákvæði b-liðar sömu
greinar ætti einnig við.74 Nefndin komst síðan að þeirri niðurstöðu að Baby-
Dry væri óskráningarhæft með vísan til bæði b- og c-liðar 1. mgr. 7. gr.,
hafnaði því að taka tillit til gagna um að merkið hefði öðlast sérkenni við
notkun, sbr. 3. mgr. 7. gr., og vísaði til þess að þau rök hefðu ekki komið
fram við meðferð málsins hjá skráningaryfirvöldum.75
Procter & Gamble áfrýjaði málinu til undirréttarins sem féllst á rök áfrýj-
unarnefndarinnar um að merkið væri lýsandi og bætti við að telja yrði slík
merki í eðli sínu óhæf til að aðgreina vörur, jafnvel þótt ástæður fyrir synjun
um skráningu ættu aðeins við um hluta Evrópusambandsins. Undirrétturinn
hélt því fram að þar sem bleyjur hefðu þann tilgang að vera rakadrægar, þ.e.
að halda börnum þurrum, þá gæfi hugtakið Baby-Dry einungis til kynna
væntanlegt hlutverk vörunnar en fæli ekki í sér frekari aðgreinandi eigin-
leika.76 Þrátt fyrir það ógilti undirrétturinn úrskurð áfrýjunarnefndarinnar
svo að áfrýjandi gæti komið að röksemdum um að merkið hefði áunnið sér
sérkenni við notkun með vísan til 3. mgr. 7. gr.77
Þrátt fyrir að aðalkrafa Procter & Gamble fyrir undirréttinum hafi verið
ógilding úrskurðar áfrýjunarnefndarinnar hélt Jacobs aðallögsögumað-
ur því fram í áliti sínu frá 5. apríl 2001 að ljóst væri af skjölum að málið
snérist um ákvæði b- og c-liðar 1. mgr. 7. gr. og að undirrétturinn hefði í
reynd endurskilgreint það í dómi sínum.78 Aðallögsögumaðurinn hélt því
ennfremur fram að á grunni aðalkröfunnar hefði undirrétturinn einungis
rannsakað ákvæði c-liðar 1. mgr. 7. gr. og benti á að það væri nóg að einu
skilyrði fyrir synjun umsóknar um skráningu væri fullnægt til þess að merki
teldist óhæft til skráningar.79
Umsækjandinn, Procter & Gamble, áfrýjaði málinu til dómstólsins. Þeg-
ar dómur var kveðinn upp sagði dómstóllinn að við ákvörðun um hvort
samsett orð gætu talist lýsandi væri ekki hægt að meta einungis hvert orð
fyrir sig heldur yrði að meta samsetningu þeirra. Dómstóllinn bætti síðan
við að „sérhver merkjanlegur munur“ milli orðasamsetningar og hugtaka
sem notuð eru í „daglegu máli“ af neytendum vöru til að gefa til kynna vöru
eða þjónustu eða grundvallareiginleika hennar væri líklegur til að „veita
orðasamsetningunni sérkenni“ svo hún gæti fengist skráð sem vörumerki.80
74 Sami úrskurður, 14. mgr.
75 Sami úrskurður, 22. mgr.
76 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 7. mgr. dómsins.
77 Mál nr. T-163/98, Procter & Gamble v. OHIM, frá 8. júlí 1999, (1999) ECR II-2383, 54.
mgr. (Baby-Dry).
78 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 25. mgr. álitsins.
79 Sama álit, 27. mgr.
80 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 40. mgr. dómsins, en þar segir m.a.: „Any perceptible differ-
ence between the combination of words submitted for registration and the terms used in the
common parlance of the relevant class of consumers to designate the goods or services or their