Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 19
362 fyrir að ákvörðun skráningaryfirvalda byggðist einungis á c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar væri ljóst af rökstuðningi hennar að ákvæði b-liðar sömu greinar ætti einnig við.74 Nefndin komst síðan að þeirri niðurstöðu að Baby- Dry væri óskráningarhæft með vísan til bæði b- og c-liðar 1. mgr. 7. gr., hafnaði því að taka tillit til gagna um að merkið hefði öðlast sérkenni við notkun, sbr. 3. mgr. 7. gr., og vísaði til þess að þau rök hefðu ekki komið fram við meðferð málsins hjá skráningaryfirvöldum.75 Procter & Gamble áfrýjaði málinu til undirréttarins sem féllst á rök áfrýj- unarnefndarinnar um að merkið væri lýsandi og bætti við að telja yrði slík merki í eðli sínu óhæf til að aðgreina vörur, jafnvel þótt ástæður fyrir synjun um skráningu ættu aðeins við um hluta Evrópusambandsins. Undirrétturinn hélt því fram að þar sem bleyjur hefðu þann tilgang að vera rakadrægar, þ.e. að halda börnum þurrum, þá gæfi hugtakið Baby-Dry einungis til kynna væntanlegt hlutverk vörunnar en fæli ekki í sér frekari aðgreinandi eigin- leika.76 Þrátt fyrir það ógilti undirrétturinn úrskurð áfrýjunarnefndarinnar svo að áfrýjandi gæti komið að röksemdum um að merkið hefði áunnið sér sérkenni við notkun með vísan til 3. mgr. 7. gr.77 Þrátt fyrir að aðalkrafa Procter & Gamble fyrir undirréttinum hafi verið ógilding úrskurðar áfrýjunarnefndarinnar hélt Jacobs aðallögsögumað- ur því fram í áliti sínu frá 5. apríl 2001 að ljóst væri af skjölum að málið snérist um ákvæði b- og c-liðar 1. mgr. 7. gr. og að undirrétturinn hefði í reynd endurskilgreint það í dómi sínum.78 Aðallögsögumaðurinn hélt því ennfremur fram að á grunni aðalkröfunnar hefði undirrétturinn einungis rannsakað ákvæði c-liðar 1. mgr. 7. gr. og benti á að það væri nóg að einu skilyrði fyrir synjun umsóknar um skráningu væri fullnægt til þess að merki teldist óhæft til skráningar.79 Umsækjandinn, Procter & Gamble, áfrýjaði málinu til dómstólsins. Þeg- ar dómur var kveðinn upp sagði dómstóllinn að við ákvörðun um hvort samsett orð gætu talist lýsandi væri ekki hægt að meta einungis hvert orð fyrir sig heldur yrði að meta samsetningu þeirra. Dómstóllinn bætti síðan við að „sérhver merkjanlegur munur“ milli orðasamsetningar og hugtaka sem notuð eru í „daglegu máli“ af neytendum vöru til að gefa til kynna vöru eða þjónustu eða grundvallareiginleika hennar væri líklegur til að „veita orðasamsetningunni sérkenni“ svo hún gæti fengist skráð sem vörumerki.80 74 Sami úrskurður, 14. mgr. 75 Sami úrskurður, 22. mgr. 76 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 7. mgr. dómsins. 77 Mál nr. T-163/98, Procter & Gamble v. OHIM, frá 8. júlí 1999, (1999) ECR II-2383, 54. mgr. (Baby-Dry). 78 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 25. mgr. álitsins. 79 Sama álit, 27. mgr. 80 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 40. mgr. dómsins, en þar segir m.a.: „Any perceptible differ- ence between the combination of words submitted for registration and the terms used in the common parlance of the relevant class of consumers to designate the goods or services or their
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.