Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Qupperneq 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Qupperneq 23
366 Í dómi undirréttarins varðandi merkið UltraPlus98 fyrir ofnform úr plasti var enn fjallað um skráningarhæfi vísbendandi merkja. Áfrýjunarnefnd skráningarskrifstofunnar hafði samþykkt að skrá mætti hugtök sem eru tvíræð, vísbendandi og hægt að túlka á ýmsan hátt við mat neytandans á vöru og þjónustu. Nefndin hafði byggt niðurstöðu sína á því að þetta gilti ekki um merkið UltraPlus, orð sem beinlínis ætti að lýsa miklum gæðum for- manna án þess að neytandinn þyrfti að leiða hugann að því frekar og merkið gæti því ekki talist eingöngu vísbendandi.99 Undirrétturinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa metið orðin „ultra“ og „plus“ hvort fyrir sig og saman, að merkið UltraPlus, skoðað í heild, væri ekki þannig gert að almenningur mundi strax og án nokkurrar umhugsunar mynda ákveðna og beina tengingu milli ofnforma úr plasti og merkisins. Notkun merkisins gæti vísað til mikilla gæða vörunnar og jafnvel til yfirburða plastsins sem notað væri, en þetta stig vísbendingar þýddi ekki að merkið væri lýsandi skv. c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar.100 5.3 Framkvæmd skráningarskrifstofu ESB fyrir Baby-Dry-dóminn Framkvæmd skráningarskrifstofu ESB fyrir uppkvaðningu Baby-Dry- dómsins virðist að mestu samræmd innbyrðis og túlkun áfrýjunarnefnda á ákvæði c-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar byggðist á því að allir mættu nota lýsandi merki og slík merki gætu ekki verið í einkaeign. Eins og að framan greinir úrskurðaði skráningarskrifstofa ESB um skráningarhæfi orðasambandsins Baby-Dry í janúar 1998 og áfrýjunarnefnd kvað síðan upp úrskurð í júlí sama ár. Þar var niðurstaðan sú að hugtakið væri ekki tækt til skráningar sem vörumerki því orðin lýstu í daglegu máli eiginleikum, gæðum og áætlaðri notkun vörunnar, þ.e. því að halda börnum þurrum. Ekki mætti veita einum aðila einkarétt á notkun slíks merkis í við- skiptum.101 Áfrýjunarnefndin ályktaði því að merkið væri lýsandi og ekki hæft til skráningar sem Evrópuvörumerki í ljósi ákvæða c-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar. Nefndin taldi líka að merkið skorti sérkenni í skilningi b-liðar 1. mgr. 7. gr. 5.3.1 Úrskurðir áfrýjunarnefnda skráningarskrifstofu ESB Til að sýna fram á að framkvæmd áfrýjunarnefnda skráningarskrifstofu ESB hafi að mestu verið samræmd innbyrðis fyrir Baby-Dry-dóminn verða nokkrir úrskurðir skoðaðir. Sá fyrsti er frá október 1998 og þar komst áfrýj- unarnefnd að þeirri niðurstöðu að orðmerkið Laser Tracer,102 fyrir leysi- 98 Mál nr. T-360/00, UltraPlus. 99 Úrskurður R 278/2000-1 frá 22. september 2000, UltraPlus, 16.-17. mgr. Sjá Simon (2003), bls. 323. 100 Mál nr. T-360/00, UltraPlus, 27.-28. mgr. 101 Úrskurður R 35/1998-1, Baby-Dry, 15. og 17. mgr. 102 Úrskurður R 62/1998-3 frá 13. október 1988, Laser Tracer, 15. og 17. mgr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.