Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 26
369 reglugerðarinnar, að minnsta kosti í enskumælandi aðildarríkjum.112 Nefnd- in komst að þeirri niðurstöðu að synja yrði umsókn um skráningu hugtaks- ins sem Evrópuvörumerkis með vísan til 2. mgr. 7. gr. Nefndin hélt því fram að enskumælandi fólk, sem líta mætti á sem markhóp, mundi skilja orðin New Born Baby sem „nýfætt barn“. Vörurnar sem um var rætt voru m.a. brúður sem líktust nýfæddum börnum og líktu eftir líkamsstarfsemi raun- verulegs barns. Nefndin taldi því að merkið væri eingöngu samsett úr orðum sem gæfu til kynna gerð og eiginleika vörunnar, þ.e. að þau lýstu brúðu til að leika sér með, og ætlaðri notkun hvað snerti fylgihlutina.113 Í september 2000 fjallaði áfrýjunarnefnd um hugtakið UltraPlus114 fyrir ílát í örbylgjuofna og venjulega ofna, og hélt því fram að UltraPlus lýsti, beint og án þess að frekari umhugsunar væri þörf, ákveðnum eiginleika eða eðli vörunnar, þ.e. miklum gæðum ílátanna. Nefndin benti á að við mat á því hvort merki væri lýsandi yrði að taka tillit til skilnings neytandans.115 Þessi síðasta staðhæfing var síðan endurtekin í Best Buy úrskurðinum,116 frá mars 2001, um orð- og myndmerki fyrir viðskiptaráðgjöf. Þar var á því byggt að hugtakið Best Buy myndaði augljós og bein tengsl milli vörumerkisins og eins af grunneiginleikum þjónustunnar og vísaði til hagkvæmasta sambands milli verðs og gæða. Nefndin hélt því fram að enginn kaupmaður gæti fengið einkarétt á orðatiltæki úr daglegu máli sem tjáði neytendunum beint og ótví- rætt að vonir þeirra um gott verð væru líklega uppfylltar að fullu. Nefndin benti ennfremur á að myndrænn þáttur merkisins kæmi ekki í veg fyrir að það teldist lýsandi og komst að lokum að þeirri niðurstöðu að merkið væri ekki hæft til skráningar skv. c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, en hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að merkið í heild skorti sérkenni skv. b-lið sömu greinar. 5.3.2 Viðmið skráningarskrifstofu ESB Af framangreindum úrskurðum er hægt að staðhæfa að niðurstöður skráningarskrifstofu ESB fyrir Baby-Dry-dóminn frá september 2001, við mat á skráningarhæfi samsettra orðmerkja, hafi að mestu verið í innbyrðis samræmi. Byggt er á því að tilgangur c-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinn- ar sé að tryggja að allir geti notað lýsandi merki og því geti þau ekki verið háð einkarétti eiganda vörumerkis. Í því samhengi má nefna úrskurði í Site- producer- og Best Buy málunum. Hins vegar er erfitt að halda því fram að samræmi sé í röksemdafærslunum sem leiddu til ályktunar um að ákvæði c-liðar 1. mgr. 7. gr. ætti við. Það er ljóst af úrskurðum áfrýjunarnefndanna 112 Úrskurður R 348/1999-3 frá 21. mars 2000, New Born Baby. 113 Mál nr. T-140/00, Zapf Creation AG v. OHIM, frá 3. október 2001, (2001) ECR II-2927, 17-18. mgr. (New Born Baby). 114 Úrskurður R 278/2000-1, UltraPlus. 115 Mál nr. T-360/00, UltraPlus, 16.-17. mgr. 116 Úrskurður R 44/2000-3 frá 21. mars 2001, Best Buy, 21.-22. mgr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.