Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 27
370 að jafnvel þótt um væri að ræða einhverja skörun milli ákvæða 1. mgr. 7. gr. ætti að túlka og beita hverju ákvæði fyrir sig. Fleiri en eitt skilyrði til synj- unar geta haft áhrif í sama máli og sem dæmi um það má nefna Netmeet- ing-úrskurðinn. Í nokkrum úrskurðum var byggt á ákvæðum b- og c-liðar 1. mgr., sjá Instant Internet og Best Buy úrskurðina, en stundum aðeins á öðru þeirra, eins og í Siteproducer-úrskurðinum. Í ákveðnum tilvikum íhug- aði nefndin fyrst hvort merkið eða hugtakið hefði sérkenni og síðan hvort það væri lýsandi, eins og í Best Buy úrskurðinum, en stundum var það á hinn veginn eins og í Instant Internet- úrskurðinum. Þær ályktanir sem draga má af framangreindum úrskurðum við mat á lýsandi hugtökum eru að orðalagið „…sem gæti í viðskiptum gefið til kynna…“ í c-lið 1. mgr. 7. gr. sýni að synja beri umsókn um skráningu merk- is ef mögulegt er að það muni í viðskiptum gefa til kynna eiginleika vörunn- ar, án þess að nauðsynlegt sé að sýna fram á að táknið sé í raun notað eða nauðsynlegt í viðkomandi viðskiptum. Af Netmeeting-úrskurðinum er hægt að draga þá ályktun að lýsandi tákn megi skrá sem vörumerki ef það er not- að fyrir óskyldar vörur, á frumlegan hátt eða sameinað einu eða fleiri lýsandi merkjum þannig að útkoman verði nýtt orð án ótvíræðrar merkingar eða ákveðinnar vísunar til tiltekinnar vöru eða þjónustu. Hins vegar er Netmeet- ing-úrskurðurinn sá sem er helst í andstöðu við samræmda túlkun skráning- arskrifstofu ESB á c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, þrátt fyrir að vera einn best rökstuddi úrskurðurinn. Jafnvel þótt hverja umsókn um skráningu verði að skoða sérstaklega verður að telja óhugsandi að halda því fram að hugtakið Netmeeting, í tengslum við t.d. tölvur og margmiðlun, sé ekki lýs- andi en hugtökin Doublemint og Instant Internet séu lýsandi. Ekki er hægt að hugsa sér hugtakið Netmeeting sem vörumerki núna miðað við hversu marga samskiptamöguleika netið býður upp á og fólk notar með forritum eins og t.d. Skype. Nær væri að halda því fram að enginn almennur neytandi mundi líta á hugtakið sem vörumerki heldur eingöngu sem lýsingu. 5.4 Dómar undirréttarins fyrir Baby-Dry-dóminn Í dómi undirréttarins í Baby-Dry-málinu frá júlí 1999117 var rétturinn sammála áfrýjunarnefndinni um að merkið væri lýsandi. Undirrétturinn hélt því fram að þar sem bleyjur hefðu það hlutverk að vera rakadrægar, þ.e. að halda börnum þurrum, sendi hugtakið Baby-Dry einfaldlega skilaboð til neytenda um áætlaða notkun vörunnar en hefði enga viðbótareiginleika sem gerðu táknið sérkennandi. Undirrétturinn ógilti hins vegar úrskurð áfrýj- unarnefndarinnar til að leyfa umsækjandanum, Procter & Gamble, að koma að röksemdum byggðum á 3. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar um að merki gæti öðlast sérkenni við notkun.118 117 Mál nr. T-163/98, Baby-Dry. 118 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 7.-8. mgr. dómsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.