Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 33
376 desember 2004 að þar sem aðilar væru sammála um að deilan væri til lykta leidd væri ekki nauðsynlegt að kveða upp dóm í málinu.142 Í mars 2002 taldi undirrétturinn hugtökin Tele Aid, Carcard og Truckcard skráningarhæf fyrir hluta af þeirri vöru sem sótt var um skráningu fyrir og ógilti þar með úrskurði áfrýjunarnefndar.143 Nefndin hafði neitað að skrá seinni tvö hugtökin á þeirri forsendu að orðin féllu undir ákvæði b- og c- liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, en orðasambandið Tele Aid væri aðeins skráningarhæft fyrir bifreiðar og hluta þeirra. Sömu röksemdafærslu er að finna í öllum þremur málunum með vísan til ákvæðis c-liðar 1. mgr. 7. gr. Í fyrsta lagi að tilgangur ákvæðisins væri að undirstrika að lýsandi tákn skuli vera til afnota fyrir alla og vísaði undirrétturinn til Windsurfing Chiemsee málsins í þessu samhengi. Í öðru lagi að tákn sem vísað væri til í þessari grein væru þau sem gætu frá sjónarhóli neytanda gefið til kynna vöru eða þjón- ustu, annaðhvort beint eða með skírskotun til eins af grundvallareiginleik- um hennar, og í þessu samhengi vísaði undirrétturinn til Baby-Dry málsins. Það hvort tákn er lýsandi gæti því eingöngu verið metið með tilliti til þeirrar vöru eða þjónustu sem það á að auðkenna og hvernig hinn almenni neyt- andi skilur táknið. Í þriðja lagi að beiting ákvæðis c-liðar 1. mgr. 3. gr. til- skipunarinnar væri ekki háð því að fyrir hendi væri raunveruleg eða brýn nauðsyn á að halda tákni lausu. Aðeins væri nauðsynlegt að meta hvort fyrir hendi væru nægjanlega bein og ákveðin tengsl milli táknsins og flokka vöru eða þjónustu út frá sjónarhóli neytanda. Að lokum benti undirrétturinn á að nægjanlegt væri að ein hugsanleg merking orðmerkis gæfi til kynna eigin- leika vöru eða þjónustu.144 Loks má nefna dóm undirréttarins í Europremium-málinu frá janúar 2005,145 þar sem óskað var skráningar fyrir pappír og pappírsvörur, auglýs- ingar, flutning og geymslu. Í þessum dómi voru notuð sömu viðmið til að ákveða hvort ákvæði c-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar ættu við og í áðurnefndum dómum og undirrétturinn vísaði til margra þeirra. Hér var úr- skurði áfrýjunarnefndar hnekkt, en þar var á því byggt að ákvæðið útilokaði skráningu merkisins Europremium, þar sem líklegt væri að neytendur skildu það sem vísbendingu um veruleg gæði og evrópskan uppruna vörunnar og þjónustunnar. Þetta var niðurstaða nefndarinnar án þess að sýnt væri fram á að orðið Europremium gæti gefið til kynna þessar vörur og þjónustu á bein- 142 Order of the Court (Second Chamber) frá 1. desember 2004 í máli nr. C-498/01 P, OHIM v. Zapf Creation AG, sem áfrýjað var 20. desember 2001. (2004) ECR I-11349 (New Born Baby). 143 Mál nr. T-355/00, DaimlerChrysler AG v. OHIM, (2002) ECR II-1939, (Tele Aid), T- 356/00, DaimlerChrysler AG v. OHIM, (2002) ECR II-1963, (Carcard) og T-358/00, DaimlerC- rysler AG v. OHIM, (2002) ECR II-1993, (Truckcard), frá 20. mars 2002. 144 Mál nr. T-355/00, Tele Aid, 24.-30. mgr., T-356/00, Carcard, 24.-30. mgr. og T-358/00, Truckcard, 25.-31. mgr. 145 Mál nr. T-334/03, Deutsche Post EURO EXPRESS GmbH v. OHIM, frá 12. janúar 2005, (2005) ECR II-65, 46. mgr. (Europremium).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.