Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 35
378 að ákvæði c-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar ætti að skoða óháð ákvæði b-liðar sömu greinar. Hann hélt því síðan fram að hugtak sem gæti í við- skiptum gefið til kynna eiginleika vöru skorti næstum örugglega sérkenni, en taldi það samt sem áður æskilegt lagalega, með tilliti til reglugerðarinnar, að túlka hvorki skilyrðin saman né telja þau háð hvort öðru.151 Af Doublemint-dómnum má draga þá ályktun að það sé nægjanleg hindr- un fyrir skráningu ef a.m.k. ein mögulegra merkinga orðmerkis er lýsandi og að ekki sé nauðsynlegt að orðið sé notað á lýsandi hátt til þess að unnt sé að andmæla því á þeim forsendum. Það virðist nægilegt að unnt sé að nota merkið til að lýsa vöru eða þjónustu eða eiginleikum hennar. Samkvæmt t.d. breskum skráningaryfirvöldum er merking orðsins „unnt“152 í þessu sam- hengi fundin með því að meta hvort líklegt sé að þriðji aðili vilji nota orðið. Þetta mat tekur tillit til stöðunnar á umsóknardegi og til framtíðarnota sem eru nokkuð fyrirsjáanleg á þeim degi.153 Einnig er athygliverð sú staðhæfing Jacobs lögsögumanns í áliti hans að það gæti verið gagnlegt fyrir dómstólinn að skýra hugtakið „sérhver merkjanlegur munur“ úr Baby-Dry-dómnum, þ.e. muninn milli orðasamsetningarinnar sem sótt væri um skráningu á og orða sem notuð eru í daglegu máli af neytendum vörunnar. Sagt hefur verið að þetta hafi verið háttvís leið Jacobs til að segja að hann teldi að dómstóll- inn hefði gengið of langt í túlkun sinni í Baby-Dry-dómnum.154 Í febrúar 2004 var lagt fram álit Jacobs aðallögsögumanns í New Born Baby málinu155 þar sem hann hélt því fram að ljóst væri orðið að allt hugs- anlegt misræmi milli Windsurfing Chiemsee og Baby-Dry-dómanna væri úr sögunni með dómi dómstólsins í Doublemint-málinu. Tilgangur ákvæðis c- liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar væri að tryggja að allir gætu notað lýs- andi merki. Þessi fullyrðing kom í kjölfar þess að lýst var áhyggjum skrán- ingarskrifstofu ESB og Stóra-Bretlands um túlkun á Baby-Dry-dómnum, sem lutu að því hvort ákvæði b-liðar 12. gr. kæmi í veg fyrir nauðsyn þess að halda lýsandi hugtökum frjálsum til almennrar notkunar. Í tveimur málum156 þar sem dómstóllinn kvað upp forúrskurð í febrú- ar 2004, þ.e. í Postkantoor-málinu eða pósthúsmálinu, þar sem óskað var skráningar fyrir t.d. pappír og póststimpla, og í Biomild-málinu, í tengslum við mjólkurafurðir, skilgreindi dómstóllinn nákvæmlega hvaða viðmið ætti 151 Sama álit, 51. og 53. mgr. 152 Enska: Capable. 153 Jones, C. og Swaine, K.: „A Year in the Life of a Trade Mark“. IP Insight, News from the World of Intellectual Property, Wragge & Co, 2004, bls. 1. http://www.wragge.com/files/ip_in- sight_nov04.pdf 154 Gibbins, D.: „A breath of fresh air for semi-descriptive marks?“. News & views, Wragge & Co, febrúar 2004, bls. 2. http://www.wragge.com/files/IPNL_Feb04.pdf 155 Mál nr. C-498/01 P, New Born Baby, 18.-19. mgr. álitsins. 156 Mál nr. C-363/99, Koninklijke KPN Nederland NV v. Benelux-Merkenbureau, (2004) ECR I-1619, (Postkantoor), og mál nr. C-265/00, Campina Melkunie BV v. Benelux Merkenbur- eau,(2004) ECR I-1699, (Biomild), frá 12. febrúar 2004.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.