Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 37
380 Seinna skilyrðið er í ósamræmi við rökstuðning dómstólsins í Baby-Dry- málinu þar sem lögð var áhersla á að þau tákn sem vísað væri til í ákvæði c-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar væru aðeins þau sem gætu við eðlilega notkun frá sjónarmiði neytanda gefið til kynna vöru eða þjónustu, annað- hvort beint eða með vísan til grundvallareiginleika hennar.165 Svo virðist sem undirrétturinn hafi í dómum sínum eftir Postkantoor-málið ekki byggt á þessu skilyrði dómstólsins en vísað til þess að svo að tákn teljist lýsandi verði það annaðhvort að lýsa vöru eða þjónustu beint, eða gefa til kynna einn af grundvallareiginleikum hennar. Dómstóllinn hefur ekki staðfest þessa túlk- un í síðari málum. 5.6 Áhrif Evrópuréttar á túlkun 1. mgr. 13. gr. vml. Ef framsetning ákvæðis 13. gr. vml.166 er skoðuð með hliðsjón af þeim dómum og úrskurðum sem raktir hafa verið er ljóst að skilyrði greinarinnar fyrir synjun umsóknar um skráningu lýsandi merkis er samofið skilyrðinu um sérkenni, en í 1. mgr. segir m.a. að merki, sem eingöngu eða aðeins með smávægilegum breytingum eða viðbótum gefa til kynna m.a. tegund vör- unnar, ástand, magn, notkun, verð, uppruna eða hvenær varan er framleidd, teljist ekki nægjanlegt sérkenni. Sama á við um tákn eða orðasambönd sem teljast algeng í viðskiptum eða notuð eru í daglegu máli. Í stefnumarkandi úrskurði áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðn- aðar frá 22. nóvember 2004167 var metið hvort orðmerkið Silk Essentials fyrir tilteknar hreinlætisvörur hefði nægilegt sérkenni. Vísað var til ákvæða 13. gr. vml. og sagt að skilyrðið um að merki skuli hafa sérkenni væri rökstutt ann- ars vegar með því að lýsandi merki væru ekki til þess fallin að greina vörur merkiseiganda frá vörum annarra og hins vegar að enginn skyldi fá einka- rétt á orðum sem allir á viðkomandi sviði viðskipta hafi þörf á að nota. Við mat á því hvort merki uppfyllti skilyrði um sérkenni þyrfti að kanna hvert tilvik fyrir sig og meta allar aðstæður, eins og fyrir hvaða vörur merki óskast skráð, fyrri notkun o.fl. Ekki væri því sjálfkrafa hægt að byggja á eldri for- dæmum eða mati á öðrum merkjum og orðmerki á erlendu tungumáli gæti 165 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 39. mgr. dómsins. Sjá einnig Folliard-Monguiral og Rogers (2005), bls. 136. 166 Í athugasemdum við 13. gr. frumvarpsins sem varð að vml. segir m.a. að það sé „…grund- vallarskilyrði að vörumerki þurfi að hafa sérkenni. Þá þurfa vörumerki að hafa aðgreiningar- eiginleika þannig að hver sem er geti greint vörur eiganda þess frá vörum annarra. Krafan um aðgreiningarhæfi og sérkenni grundvallast á tveimur sjónarmiðum. Annars vegar að einfaldar myndir, mynd af vörunni sjálfri eða lýsing á henni með almennum orðum er ekki til þess fallin að gefa vörunni sérkenni í huga almennings. Hins vegar er ekki talið réttmætt að einstakir aðilar geti helgað sér almennar lýsingar á vöru. Slíkt mundi takmarka svigrúm annarra til þess að gera grein fyrir vöru sinni.“ Alþt. 1996-1997, A-deild, bls. 2089-2090. 167 Úrskurður áfrýjunarnefndar frá 22. nóvember 2004 í máli nr. 12/2004, Silk Essentials. www.els.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.