Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Qupperneq 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Qupperneq 40
383 í Doublemint-málinu, skýrði Jacobs nálgun sína í Baby-Dry-málinu með því að þar hefði hann miðað við að ákvæði c-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar ætti að skoða óháð ákvæði b-liðar 1. mgr. um skort á sérkenni.173 Hann benti á að ekki væru allir sammála þessari túlkun og þrátt fyrir að undirrétturinn hefði hallast á sömu sveif og litið á skilyrðin þannig að þau sköruðust en væru óháð, virtist dómstóllinn hafa túlkað þau saman að ákveðnu leyti í dómi sínum í Baby-Dry-málinu.174 Á árinu 2002 var bent á að við túlkun á ákvæðum b- og c-liðar 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar virtist ljóst af Windsurfing Chiemsee dómnum frá 1999, að það hvort merki væri lýsandi annars vegar og skorti sérkenni hins vegar væri nátengt, þ.e. að mat á því hvort tákn hafi sérkenni sé að hluta byggt á mati á því hvort merki sé lýsandi. Þá hafi dómstóllinn staðfest þetta í Baby- Dry-dómnum með því að halda því fram að sérhver merkjanlegur munur á orðasamsetningunni sem óskað væri skráningar á og hugtökum sem notuð eru í daglegu máli væri til þess fallinn að veita orðasamsetningunni sérkenni og þannig skráningarhæfi.175 Í dómi undirréttarins í UltraPlus-málinu176 frá árinu 2002, þar sem sótt var um skráningu fyrir ofnform úr plasti, voru hins vegar notaðar aðrar röksemdir. Þar er byggt á því við túlkun á lýsandi merkjum skv. c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, eins og gert var í Wind- surfing Chiemsee málinu, að ákvæði c-liðar 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar væri sett fram í almannaþágu til þess að allir mættu nota lýsandi merki. Við túlkun á ákvæði b-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar lagði undirrétturinn hins vegar áherslu á hvert væri hlutverk vörumerkis og hélt því fram að sú staðreynd að merki væri ekki lýsandi þyrfti ekki sjálfkrafa að þýða að það hefði sérkenni.177 6.2.2 Í kjölfar Baby-Dry-dómsins Nokkru eftir að dómstóllinn kvað upp dóm sinn í Baby-Dry-málinu í september 2001 var sérkenni rætt í dómi undirréttarins í tengslum við hug- takið New Born Baby.178 Áfrýjunarnefndin hafði hafnað því að New Born Baby hefði sérkenni þar sem orðasambandið væri lýsandi. Undirrétturinn komst að þeirri niðurstöðu að úrskurðurinn væri rangur varðandi það atriði og þar með gæti sú röksemd að sérkenni skorti ekki byggst á því að merkið væri lýsandi. Undirrétturinn lagði áherslu á að sérkenni yrði að meta með hliðsjón af þeirri vöru eða þjónustu sem um ræðir og að ekki væri hægt að komast að þeirri niðurstöðu að tákn skorti sérkenni eingöngu vegna þess að það væri ófrumlegt.179 173 Mál nr. C-191/01 P, Doublemint, 51. mgr. álitsins. 174 Sama álit, 52. mgr., og sjá einnig 40. og 44. mgr. dómsins. 175 Pfeiffer (2002), bls. 379. 176 Mál nr. T-360/00, UltraPlus, 21. mgr. 177 Sami dómur, 30. mgr. 178 Mál nr. T-140/00, New Born Baby. 179 Sami dómur, 38. og 40.-41. mgr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.