Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 45
388 aðeins til b-d-liðar 1. mgr. 7. gr., en ekki til a-liðar 1. mgr. sömu greinar, sem kveður á um að merki sem ekki uppfyllir ákvæði 4. gr. skuli ekki skrá, gæti verið nauðsynlegt, fræðilega séð, að greina á milli tákna sem aðgreina ekki vörur eins frá vörum annarra og merkja sem skortir sérkenni eða eru eingöngu samsett úr lýsandi táknum. Í framkvæmd sé hins vegar tilfellið að ef hægt er að sýna fram á að merki hafi öðlast sérkenni við notkun hljóti að vera til staðar undirliggjandi möguleiki til aðgreiningar.201 Við mat á ákvæði 3. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar er ljóst af BSS-málinu frá því í október 2004202 að mikið þarf til að sýna fram á að merki hafi öðl- ast sérkenni við notkun. Undirrétturinn taldi að áfrýjunarnefndin hefði haft rétt fyrir sér þegar hún áleit að umsækjanda hefði ekki tekist að sýna að merkið BSS hefði öðlast sérkenni við notkun skv. 3. mgr. 7. gr. Dómstóllinn taldi að undirrétturinn hefði réttilega komist að því, við skoðun sönnunar- gagna sem lögð voru fram, að merkið BSS hefði orðið almennt í daglegu máli fyrir hlutaðeigandi markhóp og að notkunin á merkinu hefði ekki náð að veita því sérkenni.203 6.4 Áhrif Evrópuréttar á túlkun 2. mgr. 13. gr. vml. Í úrskurði áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar frá 11. maí 2006204 var til úrlausnar hvort orðasambandið úrvalsvísitala aðallista fyrir fjármálastarfsemi hefði nægilegt sérkenni til að greina þjónustu merkis- eiganda frá þjónustu annarra og uppfyllti þannig skilyrði 13. gr. vml. um skráningarhæfi merkis. Nefndin lagði áherslu á að þegar ákvarða skuli hvort merki uppfylli skilyrði um sérkenni þurfi að meta hvert tilvik fyrir sig og all- ar aðstæður, eins og fyrir hvaða vörur merki óskast skráð, fyrri notkun o.fl., sbr. 2. mgr. 13. gr. vml.205 Ef merki hefur öðlast sérkenni við notkun taki það 201 Sama álit, 71. mgr. Sjá einnig Kilbey (2002), bls. 494. 202 Mál nr. C-192/03 P, Alcon Inc. v. OHIM, frá 5. október 2004, (2004) ECR I-8993, 15. og 31. mgr. (BSS). 203 Í úrskurði áfrýjunarnefndar frá 23. júní 2006 í máli nr. 16/2004, um skráningarhæfi brúns litar fyrir hraðsendingar og tengda þjónustu, kom fram að áfrýjandi hafði lagt fram ítarleg gögn um þekkingu viðeigandi markhóps á starfsemi sinni og vörumerki sínu UPS. Þessi gögn sýndu hins vegar ekki fram á að markhópurinn hefði skynjað brúna litinn, án tengsla við önnur vörumerki hans sem auðkenni fyrir þjónustu. Þótt liturinn væri hluti af markaðssetningu áfrýj- anda þá leiddi það ekki sjálfkrafa til þess að markhópurinn teldi litinn vera vörumerki. Enn- fremur væri ljóst að helstu gögnin um þekkingu markhópsins voru frá miðju ári 2002. Mat á skráningarhæfi vörumerkja miðaðist hins vegar við umsóknardag sem var í þessu máli 1. nóvember 2000. Ekki var því fallist á að áfrýjandi hefði sýnt fram á að brúni liturinn hefði á umsóknardegi öðlast sérkenni við notkun fyrir hraðsendingar og tengda þjónustu. 204 Úrskurður áfrýjunarnefndar frá 11. maí 2006 í máli nr. 30/2004, Úrvalsvísitala aðallista. www.els.is 205 Í athugasemdum við 2. mgr. 13. gr. frumvarpsins segir að „jafnvel þótt merki hafi í upp- hafi ekki verið talið skráningarhæft geti notkun þess skapað því vernd. Þar skiptir m.a. máli tímalengd notkunar og hversu víðtæk notkunin hefur verið. Þegar vörumerki telst hafa öðlast sérkenni er miðað við að vörumerkjarétturinn nái aðeins til þeirrar vöru eða þjónustu sem það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.