Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Qupperneq 48

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Qupperneq 48
391 að taka undir það sjónarmið Colomers aðallögsögumanns, sem fram kom í áliti hans í Arsenal-málinu, að reynslan hefði kennt okkur að í flestum tilfell- um væri neytandinn grunlaus um hver framleiddi vörurnar sem hann keypti og því öðlist vörumerkið sjálfstætt líf og gefi yfirlýsingu um gæði, orðstír og jafnvel lífsviðhorf í ákveðnum tilfellum.208 Umsækjandi í Baby-Dry-málinu var bandaríska fyrirtækið Procter & Gamble og varan eða bleyjurnar voru Pampers Baby-Dry, sem flestir foreldr- ar smábarna í Evrópu ættu að kannast við sem eitt stærsta vörumerkið eða vörutegundina209 á markaðnum. Fyrir foreldra sem neytendur þýðir ekki að reyna að finna Baby-Dry-bleyjur í búðum, því kannað hefur verið að bleyj- urnar eru markaðssettar sem Pampers Baby-Dry, en ekki Baby-Dry-bleyj- ur.210 Hvort sem Baby-Dry er nýyrði eða ekki, þá leita foreldrar að Pampers eða annarri tegund og taka tillit til gerðar og stærðar í samræmi við aldur barnsins. Neytandinn finnur Pampers Baby-Dry frá fyrirtækinu Procter & Gamble, sem að öðru leyti hringir væntanlega ekki bjöllum fyrir hinn al- menna neytanda. Samkvæmt fordæmum dómstólsins við mat á sérkenni verður að hafa í huga að sérkenni merkis verður að meta með hliðsjón af þeirri vöru eða þjón- ustu sem sótt er um skráningu fyrir og hefur dómstóllinn vísað til hlutverks vörumerkis við túlkun á ákvæði b-liðar 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar. Hins vegar hefur við túlkun á c-lið 1. mgr. 7. gr. verið tekið mið af því að það sé í almannaþágu að allir eigi að geta notað lýsandi merki. Því má halda fram að í Baby-Dry-málinu hafi dómstóllinn ekki metið hvort hugtakið væri hæft til að greina vöruna, bleyjurnar, frá fyrirtækinu Procter & Gamble, frá vörum annarra skv. 4 gr. reglugerðarinnar. Dómstóllinn einblíndi á þá staðreynd að unnt væri að aðgreina vöruna eða þjónustuna frá annarri vöru og þjón- ustu, en horfði ekki til viðskiptalegs uppruna. Ef litið er til upprunahlut- verks vörumerkis, eins og það hefur verið túlkað í dómum og metið í þeim skilningi að það vísi til framleiðanda vöru eða þjónustu, er hægt að halda því fram að dómur dómstólsins sé rangur. Vörumerki eigi ekki eingöngu að aðgreina vöruna eða þjónustuna frá annarri vöru eða þjónustu.211 Dómstóllinn setti sig í spor enskumælandi neytanda og komst að þeirri niðurstöðu að hugtakið væri nýyrði sem gæfi merkinu sem þannig væri mynd- að sérkenni og því mætti ekki synja umsókn um skráningu þess skv. c-lið 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar.212 Þá hefur verið staðfest í seinni dómum hver er hinn almenni neytandi og við það miðað að þegar vara eða þjónusta er ætluð öllum neytendum verði almenningur að teljast hinn almenni neytandi, 208 Mál nr. C-206/01, Arsenal, 46. mgr. álitsins. 209 Enska: Brand. Vörutegund eða brand hefur verið skilgreint svo: „A brand is a product (or a class of products) including its trademark, its brand name, its reputation and the atmosphere built up around it.“ Mollerup (2004), bls. 56. 210 Kilbey (2002), bls. 495. 211 Sama heimild, bls. 496. 212 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 44. mgr. dómsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.