Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 49
392 sæmilega vel upplýstur, athugull og gætinn.213 Ef tákn eru t.d. samsett úr enskum orðum er hinn almenni neytandi enskumælandi. Út frá enskumæl- andi neytanda taldi dómstóllinn að jafnvel þótt hugtakið Baby-Dry ýjaði óumdeilanlega að hlutverki vörunnar og orðin tvö í samsetningunni gætu hvort um sig verið hluti setningar sem í daglegu máli gæfi til kynna hlutverk bleyja fyrir börn væri „óvenjuleg setningaskipun“ þeirra ekki þekkt fram- setning í ensku máli, hvorki til að gefa til kynna bleyjur fyrir börn né til að lýsa grundvallareiginleikum þeirra.214 Í Baby-Dry-málinu voru bleyjurnar ekki ætlaðar öllum neytendum og því var hinn almenni neytandi í þessu máli foreldrar smábarna. Markmið þeirra er væntanlega að halda börnum sínum þurrum og af hagnýtum ástæðum eru þeir, eða ættu að minnsta kosti að vera, gagnrýnir á gæði vörunnar. Ekki var metið í Baby-Dry-málinu hvort hægt væri að villast á vöru frá Procter & Gamble og vörum annarra framleiðenda og til of mikils mælst að halda því fram að hinn almenni enskumælandi neytandi geti gert ráð fyrir því að Baby-Dry-bleyjur, hvort sem hugtakið er nýyrði eða ekki, séu Pampers Baby- Dry og því megi rekja viðskiptauppruna til fyrirtækisins Procter & Gamble. Skilyrðin um mat á lýsandi merki og sérkenni voru spyrt saman með þeim hætti að útkoman olli óvissu um túlkun. Í þessu samhengi má einnig nefna að það getur verið mjög erfitt fyrir hinn almenna neytanda að vita hvaða vöru hann er að kaupa. Svokallaðir OEM- samningar215 eru t.d. notaðir um vörur sem þegar eru til á markaði, venjulega undir þekktu vörumerki. Kaupandinn, t.d. Bónus- eða Hagkaups-verslanir, setur síðan sitt eigið vörumerki á þessa vöru þegar hann setur hana á mark- að, stundum í samkeppni við upprunalegu vöruna.216 Það er enginn hægð- arleikur að uppgötva að sama varan er seld undir fleiri en einu vörumerki því vörurnar eru ekki alltaf merktar uppruna. Því er hægt að finna sömu vöruna hlið við hlið í verslun með mismunandi vörumerkjum án þess að neytandinn taki almennt eftir því. Þrátt fyrir þá staðreynd að margir almennir neytendur hugsi mest um vöruverð er þetta óásættanlegt fyrir þá sem vilja þekkja upp- runa vörunnar og hugsanlega greiða aðeins meira fyrir gæði. Gera má ráð fyrir að foreldrar sem almennir neytendur við kaup á bleyjum vilji vita t.d. hvort Bónus-bleyjur eru Pampers Baby-Dry og því frá bandaríska fyrirtækinu Procter & Gamble, Libero-bleyjur frá sænska fyrir- tækinu SCA eða bleyjur frá enn öðrum framleiðanda. Upplýsingarnar sem felast í hugtakinu Baby-Dry fyrir bleyjur tengja það ekkert við fyrirtækið sem framleiðir þær og höfða aðeins til notagildis en varla gæða. Því getur 213 Mál nr. C-329/02 P, Sat.2, 24. mgr. dómsins. 214 Mál nr. C-383/99 P, Baby-Dry, 43. mgr. dómsins. 215 Enska: Original Equipment Manufacturer-Agreements. 216 Lidgard, H.H.: Competition Classics, Material & Cases on European Competition Law and Practices, Part I, 2004/2005. Lundur 2004, bls. 226.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.