Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Qupperneq 62
405
skyldra réttinda8 einkarétt til að þeir geti fengið fjárhagslegt endurgjald fyrir
framlag sitt og þar með hvetja þá til áframhaldandi sköpunar.
En hvernig verður höfundalögum beitt um dreifingu verndaðra verka á
netinu í gegnum jafningjanet? Ekki hefur reynt á það fyrir íslenskum dóm-
stólum enn.9 Hér er ætlunin að gefa yfirlit um helstu þætti sem skipta máli
í þessu sambandi, m.a. dómaframkvæmd síðustu ára á erlendum vettvangi,
og sjá hvaða ályktanir sé hægt að draga af henni fyrir Ísland. Fyrst verður
gefið stutt yfirlit yfir þá þætti höfundalaga sem máli skipta í þessu samhengi.
Síðan verður farið yfir erlenda dóma þar sem fjallað er um hver beri ábyrgð
á höfundaréttarbrotum á netinu, notendur jafningjaneta eða ábyrgðarmenn
þeirra, þ. á m. flesta norræna dóma sem aðgengilegir eru um efnið. Að því
loknu verður litið til íslenskra aðstæðna og reynt að meta hvernig sambæri-
leg mál gætu farið hér á landi.
1.1 Höfundalög
Höfundalög veita höfundum eignarrétt á verkum sínum, sbr. 1. mgr. 1.
gr. höfl. Sá réttur felst annars vegar í fjárhagslegum rétti, þ.e. einkarétti höf-
undar til að gera eintök af verki sínu og til að birta það, sbr. 3. gr. höfl., og
hins vegar sæmdarrétti, þ.e. rétti höfundar til að vera nafngreindur þegar
verk hans eru birt eða flutt og rétti hans til að verki hans sé ekki breytt eða
það birt á þann hátt að skaðað geti höfundaheiður hans, sbr. 4. gr. höfl. Höf-
undalög veita jafnframt rétthöfum svonefndra skyldra réttinda,10 t.d. list-
flytjendum (tónlistarmönnum, leikurum o.s.frv.) einkarétt til eintakagerðar
af listflutningi sínum og dreifingar hans til almennings, sbr. 45. gr. höfl.,
og framleiðendum hljóð- og myndrita, sbr. 46. gr. höfl. Til að skapa jafn-
vægi milli einkaréttar rétthafa og hagsmuna notenda verka er að finna ýmsar
takmarkanir á einkarétti höfunda í höfundalögum, sbr. II. kafla laganna. Sú
takmörkun sem skiptir mestu máli í þessu sambandi, þ.e. dreifing efnis sem
nýtur höfundaverndar á netinu, er heimild einstaklinga til að gera eintök til
einkanota, sbr. 1. mgr. 11. gr. höfl.
Tilskipun nr. 2001/29/EB frá 22. maí 2001 um samræmingu tiltekinna
þátta höfundaréttar og skyldra réttinda í upplýsingasamfélaginu, var ætlað
að samræma og skýra höfundaréttarákvæði aðildarríkja Evrópusambands-
ins (ESB) með hliðsjón af tækniþróun11 sérstaklega á stafræna sviðinu, m.a.
8 Um skyld réttindi, þ.e. rétt listflytjenda, útgefenda hljóð- og myndrita og útvarpsstofnana
o.fl., er fjallað í V. kafla höfl.
9 Þann 28. september 2004 voru 12 manns handteknir vegna meintra brota á höfundarétti
vegna þátttöku þeirra í jafningjaneti sem byggði á skráardeiliforritinu DC++, sjá fréttaskýr-
ingu í Morgunblaðinu þann 30. september 2004, aðgengileg á http://www.mbl.is/mm/gagna-
safn/grein.html?grein_id=821119. Hins vegar hefur enn ekki verið gefin út ákæra í málinu.
10 Þessir rétthafar eru einnig nefndir grenndarrétthafar, sjá t.d. heimasíðu Sambands flytj-
enda og hljómplötuútgefenda: www.sfh.is.
11 Sjá m.a. formálsgrein 5 í tilskipuninni.