Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 67

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 67
410 eða netþjón fyrirtækis, í gegnum t.d. jafningjanet. Á þetta reyndi í sænska „Hip Hip Hora“ dómnum. Málsatvik voru þau að starfsmaður „Antipiratbyrån“ gerðist meðlimur að jafn- ingjaneti sem notaði skráardeiliforritið DC++ til þess að leita uppi ólöglega notkun höfundaréttarverndaðs efnis. Hann hlóð niður kvikmyndinni „Hip Hip Hora“ og tók í tengslum við það afrit af skjámynd frá eftirlitsforritinu „Comm- View“ sem hann notaði við athugun sína á umferð í jafningjanetinu. Þar kom fram að niðurhal viðkomandi myndar væri frá ákveðinni IP tölu í gegnum skráardeiliforitið DC++ og að deiliboxið44 „Walhall“ væri milliliður. Samkvæmt upplýsingum aðgangsveitanda var IP talan rakin til saksótts AB. Fyrsta dóm- stig45 taldi sannað, þrátt fyrir mótmæli hins saksótta að niðurhalið hefði verið upprunnið frá tölvu hans. Talið var, eftir ítarlega umfjöllun, að sú athöfn að hafa efni aðgengilegt öðrum á eigin tölvu þannig að aðrir, sem tengdir eru sama deiliboxi, geti nálgast það, væri opinber flutningur, þannig að ef leyfi rétthafa til þeirrar athafnar væri ekki til staðar þá væri um brot á flutningsrétti rétthafans að ræða. Þær kringumstæður að aðilar sem gátu nálgast efnið í gegnum jafningja- netið þurftu sérstakt aðgangsorð breyttu ekki því að um opinberan flutning væri að ræða, þ.e. breytti athöfninni ekki í einkaafnot. AB áfrýjaði málinu og áfrýj- unardómstóllinn46 komst að þeirri niðurstöðu að ekki lægi fyrir nægileg sönnun um að IP talan sem málið byggði á hefði í raun verið úthlutuð tölvu AB þar sem afritið af skjámyndinni var ekki tímasett og því var hann sýknaður. Þó svo að áfrýjunardómstóllinn hafi sýknað í þessu máli þá var það ekki vegna þess að athæfið teldist ekki brot á höfundarétti heldur þóttu sönn- unargögn gegn viðkomandi aðila ekki nægilega skýr til þess að hægt væri að sakfella hann fyrir að veita almenningi aðgang að gögnum á sinni tölvu. Sakfellt var í sambærilegu máli47 í Danmörku í byrjun árs 2006 og eftir að dómur sænska áfrýjunardómstólsins féll hafa tveir aðilar verið dæmdir fyrir slíkt athæfi í Svíþjóð.48 Spurning getur vaknað um hvað teljist vera opinber birting, þegar um er að ræða flutning eða miðlun efnis sem fellur undir beinlínuréttinn. Opinber birting í þessu sambandi er öll miðlun sem beint er að almenningi og þar sem allir hafa aðgang. Það er afstaða þess sem birtir sem skiptir máli, ekki hvort 44 Deilibox er hnútur (e. node) í netkerfi, þ.e. sú tenging sem er tæknilega ábyrg fyrir sam- skiptum í ákveðinni tegund jafningjaneta, t.d. DC++. 45 Västmanlands tingsrätt, dags. 25. október 2005, mál nr. B 1333-05. 46 Svea Hovrätt (Avdeling 2), dags. 2. október 2006, mál nr. B 8799-05. 47 Sjá Viborg byret, 30. janúar 2006, mál nr. BS 99-875/2004. 48 Sjá frétt í norska vefdagblaðinu digi.no, dags. 19. október 2006, sjá http://www.digi.no/kortnytt/to+dømt+for+fildeling+i+sverige/art343995.html og á frétt á heimasíðu IFPI, sama dag, sjá http://www.ifpi.org/content/section_news/20061019.html. Í öðru málinu frá Norrköpings Tingsrätt, dags. 17. október 2006, mál nr. B 2142-06, var sönnunar- krafan sem sett var fram í Svea Hovrätt þann 2. október 2006, gagnrýnd og ekki talin ástæða til að hafa hærri sönnunarkröfu í málum sem þessum en í öðrum sakamálum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.