Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 68

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 68
411 eða hverjir raunverulega taka á móti flutningnum.49 Ekki skiptir máli hvort aðgangur að efni sé háður notkun aðgangsorða eða annarra aðgangshindr- ana á meðan líta má svo á að allur almenningur geti uppfyllt skilyrðin til að fá slíkan aðgang.50 Andstæða þess að um opinbera birtingu (flutning/miðl- un) sé að ræða er ef flutningurinn fer fram í einkahóp, þ.e. hópi sem teng- ist þeim sem birtir efnið persónulegum böndum.51 Á þetta reyndi í norska Direct Connect málinu frá 2005.52 Ákærði S átti og rak þrjá tengipunkta í Noregi sem voru hluti af Direct Connect jafningjanetum. Aðgangur að tveimur þeirra var bundinn við aðgangsorð en sá þriðji var opinn öllum almenningi. Ákært var m.a. fyrir að gera höfundarétt- arverndað efni aðgengilegt almenningi frá eigin tölvu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að möguleiki væri á að aðilar sem eingöngu þekkt- ust á netinu gætu talist nánir vinir, þá væri ljóst að umrætt efni hefði verið gert aðgengilegt almenningi en ekki eingöngu nánum vinahóp. Litið var til þess að notendur tengipunktanna voru mörg hundruð og ákærði var virkur í að safna fleiri notendum. Hann taldist því hafa gerst brotlegur við ákvæði 2. gr. norsku höfundalaganna53 með því að gera efni verndað að höfundarétti aðgengilegt al- menningi. Samkvæmt þessu þá telst það opinber birting þegar t.d. tónlistarskrá er gerð aðgengileg öðrum í jafningjaneti, jafnvel þó að aðgangur að jafningja- netinu sé takmarkaður við einhver ákveðin skilyrði, t.d. meðmæli annarra aðstandenda jafningjanetsins. 2. JAFNINGJANET OG SKRÁARDEILIFORRIT Jafningjanet eru mikið notuð til að skiptast á tónlistar- og kvikmynda- skrám54 en rétt er að undirstrika að nota má tæknina á ýmsan annan hátt, t.d. til símasambands á netinu55 og að sjálfsögðu til að skiptast á löglegu efni. Megineinkenni jafningjanets er að upplýsingar eða efni sem sótt er kemur ekki frá einum miðlægum grunni. Jafningjanet byggist á styrkleika og band- breidd tölva notenda jafningjanetsins fremur en á miðlægum netþjónum. 49 Sjá Schönning: Ophavsretsloven ..., bls. 159. 50 Sjá Sterling, J.A.L.: World Copyright Law. 2. útg., London 2003, bls. 393-394. Sem dæmi má nefna aðgang að innraneti fyrirtækis, það telst opinber birting í skilningi höfundalaga sem þar er sett fram, þrátt fyrir að einungis starfsmenn viðkomandi fyrirtækis fái aðgang að innra- netinu, þar sem enginn er útilokaður frá því að fá starf hjá því fyrirtæki svo framarlega sem viðkomandi uppfylli þær hæfiskröfur sem gerðar eru til starfa hjá fyrirtækinu. 51 Sjá Schönning: Ophavsretsloven ..., bls. 160. 52 Oslo tingrett, 27. maí 2005, (TOSLO -2004-94328 – RG-2005-1627). 53 Sambærileg grein og 3. gr. íslensku höfundalaganna. 54 Samkvæmt könnun Hagstofunnar frá því í júlí 2006, þá hafa 32% karla á Íslandi notað jafningjanet til að skiptast á tónlistar- og kvikmyndaskrám og 20% kvenna, sjá „Upplýsinga- tækni 2006:3“, bls. 26-27. 55 Netsímakerfið Skype er byggt á jafningjaneti, sjá umfjöllun um Skype á www.wikipedia. org.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.