Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 71

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Síða 71
414 að vefsíðu Kazaa hefði verið lokað.66 Ekki voru allir sammála niðurstöðu áfrýjunardómstólsins og töldu að hún hefði byggt á ófullkomnu sérfræðings- áliti.67 Niðurstaða áfrýjunardómstólsins var staðfest í Hæstarétti Hollands 19. desember 2003.68 2.2.1 Bandaríska Grokster málið Svipaðar aðstæður og í hollenska Kazaa málinu voru í bandaríska Grokster málinu. Meirihluti rétthafa tónlistar, kvikmynda og hljóðrita höfð- aði mál fyrir bandarískum héraðsdómstól69 gegn Grokster, Ltd., Streamcast Networks, Inc. og Kazaa BV, sem dreifðu án endurgjalds skráardeiliforrit- um byggðum á ofurhnútatækninni „FastTrack“. Stefnendur töldu að for- ráðamenn skráardeiliforritanna væru meðábyrgir í höfundaréttarbrotum notenda skráardeiliforritanna, bæði á grundvelli hlutdeildar (e. contributory liability) og vegna óbeinnar/hlutlægrar ábyrgðar (e. vicarious liability). Tal- ið var sannað að um beina sök væri að ræða hjá notendum jafningjanet- anna.70 Til að hægt sé að fella á hlutdeildarábyrgð þá þarf að liggja fyrir vitneskja um brotið hjá þeim sem talinn er bera slíka ábyrgð og efnislegt framlag til brotsins. Héraðsdómurinn taldi að fyrir þyrfti að liggja raunveru- leg vitneskja um tiltekið brot á tímapunkti þar sem forráðamennirnir gætu aðhafst eitthvað vegna brotsins.71 Ekki var talin liggja fyrir sönnun um slíka raunverulega vitneskju forráðamannanna. Ennfremur var ekki talið að fyr- ir lægi sönnun um efnislegt framlag forráðamanna forritanna til brotsins þar sem eina framlag þeirra væri að útvega skráardeiliforritin og þeir veittu enga þjónustu eftir að notendur hefðu hlaðið niður forritunum sem tengst gætu höfundaréttarbrotum. Dómurinn benti á að þó svo að stefndu myndu hætta starfsemi sinni og aftengja sínar tölvur þá hefði það sáralítil áhrif á möguleika notenda forritanna til að skiptast á skrám.72 Einnig var und- irstrikað að nota mætti skráardeiliforritin bæði til löglegra og ólögmætra athafna og að meðábyrgð stofnaðist ekki sjálfkrafa af því að nota mætti for- ritin til ólöglegra athafna.73 Til þess að óbein eða hlutlæg ábyrgð verði talin liggja fyrir þá þarf að sanna beinan fjárhagslegan ávinning viðkomandi og 66 Bettink, W. W. og Wentholt, F.: „Dutch court clears KaZaA of copyright infringement“. World Copyright Law Report, dags. 1. maí 2002, sótt á netið 24. október 2006 á heimasíðu tímaritsins: www.worldcopyrightlawreport.com. 67 Schlüter, J. og Plesner Mathiasen, J.: „Medvirken til ophavsretskrænkelser på internettet“. Festskrift til Mogens Koktvedgaard, Kaupmannahöfn 2003, bls. 543. 68 Vereniging Buma og Stichting Stemra gegn Kazaa B.V., Hoge Raad , C02/186HR, 19.12.2003, dómurinn aðgengilegur á vefslóðinni http://zoeken.rechtspraak.nl (á hollensku). 69 Metro-Goldwyn-Mayer Studios, Inc., et al., v. Grokster, Ltd., et al., US District Court, Central District of California, 25. apríl 2003, dómur aðgengilegur á vefslóðinni http://www. techlawjournal.com/courts2001/mgm_grokster/20030425.asp , síðast sótt 24. október 2006. 70 Ibid., bls. 10. 71 Ibid., bls. 16. 72 Ibid., bls. 24. 73 Ibid., bls. 27.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.