Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 72

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 72
415 rétt og getu hans til að hafa eftirlit með þeim sem fremja frumbrotið. Talið var sannað að um slíkan ávinning væri að ræða hjá stefndu því að þrátt fyrir að forritunum væri dreift án endurgjalds nutu stefndu ágóða af auglýsinga- tekjum sem jukust með auknum vinsældum forritsins, þ.e. því fleiri sem fóru á heimasíðu stefndu til að hlaða niður skráardeiliforritinu þeim mun meiri auglýsingatekjur höfðu þeir.74 Hins vegar féllst héraðsdómurinn ekki á að stefndu hefðu rétt og getu til að hafa eftirlit með þeim sem fremdu brotin. Af þeirri ástæðu tók dómurinn ekki afstöðu til þess hvort hægt væri að end- urhanna forritin þannig að koma mætti í veg fyrir umferð verka í jafningja- netunum sem brytu á höfundarétti stefnenda.75 Stefndu voru því sýknaðir fyrir héraðsdómi Kaliforníu, þann 25. apríl 2003, þrátt fyrir að dómurinn gerði sér grein fyrir að stefndu hefðu hugsanlega skipulagt starfsemi sína gagngert til að komast hjá ábyrgð og þeirri staðreynd að þeir högnuðust á brotum annarra. Niðurstaða héraðsdómsins var staðfest af áfrýjunardómstól76 þann 19. ágúst 2004, þannig að forráðamenn skráardeiliforrita byggðum á ofurhnúta- tækni virtust standa með pálmann í höndunum. En málinu var ekki lokið þar sem fallist var á áfrýjun til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar féll málið á annan veg þann 27. júní 2005.77 Í niðurstöðu Hæstaréttar var áréttað að sá sem dreifir búnaði í þeim tilgangi að stuðla að brotum á höfundarétti með yfirlýsingum eða með öðrum beinum athöfnum þar að lútandi sé ábyrg- ur fyrir höfundaréttarbrotum sem hljótist af notkun þess búnaðar.78 Tek- ið var fram að viðfangsefni dómsins væri togstreitan á milli þess að styðja við sköpun með höfundavernd og þess að efla tækniframfarir með því að takmarka ábyrgð vegna höfundaréttarbrota.79 Með hliðsjón af hversu mikið magn skráa með ólöglegu efni væri í umferð á jafningjanetunum sem notuðu skráardeiliforrit stefndu þá þóttu sterk rök fyrir því að dæma stefndu með- ábyrga. Litið var til þess að erfitt væri að ná til alls þess fjölda sem fremdu frumbrotin með aðstoð umdeildra skráardeiliforrita þannig að eina prakt- íska leiðin væri að lögsækja forráðamenn búnaðarins sem notaður væri fyr- ir hina umfangsmiklu ólögmætu dreifingu höfundaréttarverndaðs efnis á grundvelli meðábyrgðar. Meðábyrgð kæmi til á grundvelli hlutdeildar væri 74 Ibid., bls. 28-29. 75 Ibid., bls. 29-33. 76 Metro-Goldwyn-Mayer v. Grokster, 19. ágúst 2004, (US Court of Appeals for the Ninth Circuit), dómur aðgengilegur á vefslóðinni: http://www.ca9.uscourts.gov/ca9/newopinions. nsf/E9CE41F2E90CC8D788256EF400822372/$file/0355894.pdf?openelement, síðast sótt 24. október 2006. Kazaa BV seldi starfsemi sína til Sharman Networks og hætti vörnum í málinu og hlaut útivistardóm, sbr. nmgr. 4, bls. 11733 í dómi áfrýjunardómstólsins. 77 Metro-Goldwyn-Mayer Studios Inc. et al v. Grokster, Ltd., et al, Supreme Court of the US, 27. júní 2005, dómurinn aðgengilegur á vefslóðinni http://www.supremecourtus.gov/op- inions/04pdf/04-480.pdf, síðast sótt 24. október 2006. 78 Ibid., bls. 1. 79 Ibid., bls. 11.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.