Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Qupperneq 85
428
rétthafa og notenda um eðlilegt endurgjald fyrir notkun efnis sem verndað
er af höfundarétti. Það má gera t.d. með því að gjöld verði tekin af þeim
sem veita aðgang að netinu og hagnast af umferð um netið, m.a. af skráar-
skiptum í jafningjanetum.153 En fara verður varlega í að setja almennar af-
notakvaðir eða samningskvaðir sem gætu brotið í bága við alþjóðasáttmála
eins og Bernarsáttmálann eða höfundaréttarsáttmála WIPO frá 1997.154
Framtíðarskipan dreifingar efnis sem verndað er af höfundarétti á netinu í
gegnum jafningjanet eða á annan hátt til hagsbóta rétthöfum og notendum
verður að leysast með samspili hins almenna markaðar, þ.e. á milli rétthafa
og notenda, og stjórnvalda.155
HEIMILDIR:
Alþingistíðindi.
Bettink, Wolter Wefers og Wentholt, Frédérique: „Dutch court clears KaZaA of
copyright infringement“. World Copyright Law Report, dags. 1. maí 2002, sótt á
netið 24. október 2006 á heimasíðu tímaritsins: www.worldcopyrightlawreport.
com.
Blackmore, Nicholas og O’Grady, John: „Record industry and Kazaa reach A$150
million settlement“. World Copyright Law Report, dags. 14. mars 2006, sótt á
netið 26. október 2006 á heimasíðu tímaritsins: www.worldcopyrightlawreport.
com.
Danowsky, Peter og Nilsson, Ann: „Pro file-sharing party fails to win seat, but puts
P2P on the agenda“, World Copyright Law Report, dags. 12. október 2006, sótt á
netið 13. október 2006 á heimasíðu tímaritsins: www.worldcopyrightlawreport.
com.
Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, lagt fyrir Alþingi á 132. löggjaf-
arþingi, 2005-2006, 222. mál, þingskjal 777.
Frumvarp til höfundalaga, lagt fyrir Alþingi á 92. löggjafarþingi, 1971-1972, þing-
skjal 505, 238. mál.
153 Sjá ummæli Eiríks Tómassonar, prófessors og framkvæmdastjóra STEF (Samband tón-
skálda og eigenda flutningsréttar), og Gunnars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra SFH
(Sambands flytjenda og hljómplötuútgefenda) í umfjöllun Morgunblaðsins um skráarskipti:
„Deilan um skráarskipti“, sem birt var í netútgáfu Morgunblaðsins, http://www.mbl.is/mm/
frettir/serefni/skraarskipti_2006/skraarskipti_2006.html, sótt 29. apríl 2006. Sjá einnig umfjöll-
un um tillögu breskra tónlistarútgefenda; Morey-Nase, P.: „UK music industry looks for sol-
ution to music download dilemma“, World Copyright Law Report, dags. 19. október 2006, sótt
á netið sama dag á heimasíðu tímaritsins: www.worldcopyrightlawreport.com.
154 Heiti á ensku er WIPO Copyright Treaty (WCT). Tilskipun nr. 2001/29/EB sem var inn-
leidd í íslensk höfundalög með lögum nr. 9/2006 var sett til að aðildarlönd ESB gætu uppfyllt
skilyrði WCT sáttmálans. Ísland er enn ekki aðili að honum þó svo við höfum innleitt tilskipun
nr. 2001/29/EB en stefnt er að aðild, sbr. umfjöllun í frumvarpinu til höfundalaga 2006, um 15.
gr. þess.
155 Sjá í því sambandi lokakafla skýrslu OECD, „Digital Broadband Content: Music“, sem
ber heitið „Challenges and policy considerations“, bls. 84-94.