Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 91

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 91
434 1. INNGANGUR Í þessari grein verður fjallað um skilyrði stofnunar kaupsamnings um fasteign og til hvaða skuldbindinga það leiði fyrir aðilja samningsins, þ.e. hvaða réttaráhrif fylgi því að samningur stofnast. Þótt stofnun kaupsamn- ings um fasteign lúti að flestu leyti meginreglum samningaréttar um stofnun samninga, gilda nokkrar sérreglur um þessa tegund kaupsamninga. Eftir gildistöku laga um fasteignakaup, nr. 40/2002, sem hér eftir verða nefnd fkpl., gildir sú regla að skriflegt form er gildisskilyrði slíkra samninga. Í 7. gr. fkpl. er ekki einungis mælt fyrir um skriflegt form sem gildisskilyrði kaup- samnings um fasteign, heldur er einnig áskilnaður um tiltekin lágmarksskil- yrði, að því er lýtur að efni kaupsamnings um fasteign. Nánar tiltekið verður í greininni fjallað um réttarstöðuna eins og hún var fyrir gildistöku fkpl. og ástæður þess, að efni reglna þeirra laga er skip- að með þeim hætti, sem raun er á (2. kafli). Þá verður gerð grein fyrir því, hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til þess að kaupsamningur um fast- eign stofnist samkvæmt fkpl. (3. kafli). Að því búnu verður gerð grein fyrir réttaráhrifum þess að kaupsamningur telst hafa stofnazt, einkum hvernig frávíkjanlegar réttarreglur fkpl. gildi um öll atriði, sem þau taka til, og ekki er samið um með öðrum hætti af hálfu aðilja (4. kafli). Þá verður vikið að dómi Hæstaréttar frá 2. nóvember 2006, mál nr. 205/2006, sem segja má að sé tilefni þessara skrifa. Dómurinn verður fyrst reifaður og atvik málsins skýrð (5. kafli). Síðan verður niðurstaða málsins athuguð í ljósi þeirra reglna, sem gilda um fasteignakaup samkvæmt fkpl. (6. kafli). Loks verður efni grein- arinnar og helztu niðurstöður teknar saman í stuttu máli (7. kafli). 2. RÉTTARSTAÐAN FYRIR GILDISTÖKU FKPL. 2.1 Almennar reglur um stofnun samninga1 Eins og alkunna er stofnast samningar með viljayfirlýsingum, sem nefnd- ar eru löggerningar. Löggerningur er sú tegund viljayfirlýsinga, sem ætlað er að stofna rétt, breyta rétti, eða fella niður rétt. Loforð er ein tegund löggern- inga. Loforð er yfirleitt skilgreint svo, að það sé viljayfirlýsing manns (lof- orðsgjafans), sem felur í sér skuldbindingu af hans hálfu, og er beint til ann- ars manns, eins eða fleiri (loforðsmóttakanda), og komin er til vitundar hans fyrir tilstilli loforðsgjafans. Það er hugtaksskilyrði loforðs, að viljayfirlýsing- in feli í sér skuldbindingu af hálfu þess, er hana gefur. Tilboð, er ein tegund loforða, þ.e. sú tegund, sem samþykkja þarf. Sé loforð (tilboð) samþykkt, er kominn á samningur. Efni samningsins er það sem loforðið og samþykkið kveða á um, en ekki aðeins það, heldur undirgangast aðiljarnir einnig þær skyldur og öðlast þau réttindi, sem réttarreglur, skráðar og óskráðar, er gilda um þá tegund samninga, sem um ræðir, mæla fyrir um. Þessu til viðbótar 1 Um þetta efni má vísa til eftirtalinna rita: Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, bls. 15; Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 37 og 65, og Viðar Már Matthíasson: Er víst að loforð sé enn loforð?, Afmælisrit Þórs Vilhjálmssonar, bls. 591 og áfram.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.