Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 93

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Side 93
436 2.2.2 Kröfur um sönnun við stofnun kaupsamnings um fasteign Í dómsmálum sem varða ágreining um, hvort stofnazt hafi kaupsamn- ingur um fasteign, gildir reglan um frjálst sönnunarmat dómara, sbr. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, (hér eftir nefnd eml.). Sá sem hefur haldið því fram, að til kaupsamnings um fasteign hafi stofnazt, ber venjulega sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu. Af þeim íslenzku dómum, sem gengið hafa um þetta álitaefni, má draga ályktanir um viðhorf dóm- stóla til sönnunar í slíkum tilvikum. Því hefur t.d. verið hafnað að telja, að til kaupsamnings hafi verið stofnað, þótt kaupverð hafi af sérstökum ástæðum verið greitt, þar sem ósannað var, að hinn aðilinn hafi veitt samþykki sitt til kaupanna, sbr. H 1953 407. Sá sem heldur því fram, að kaupsamningur hafi stofnazt um fasteign, ber halla af öllum vafa sem uppi kann að vera um atvik máls, hvort samþykki liggi fyrir og hvers efnis samningur aðilja ætti að vera. Sem dæmi um það má nefna H 1942 96, og H 9. nóvember 2006, mál nr. 386/2006. Af fyrrnefnda dóminum má einnig sjá, að það hefur í sjálfu sér engin úrslitaáhrif við mat á sönnun í slíkum málum, þótt aðiljar viðhafi háttsemi, sem telja megi samrýmast staðhæfingum annars aðilja, um að samningur hafi stofnazt um fasteignakaup. Er sú afstaða í samræmi við afstöðu dansks réttar.5 Má finna dæmi úr íslenzkri dómaframkvæmd, sem ganga enn lengra að þessu leyti, sbr. H 1922 327, og: H 1976 82. S átti jörð, sem G falaðist eftir að kaupa af honum. Ræddi S við G um kaup á fyrri hluta árs 1974 og lá þá fyrir, að S gat vel hugsað sér að selja. Um mán- aðamótin apríl/maí komu kaup G á jörðinni enn til umræðu og taldi G þá, að þau hefðu orðið sammála um, að kaupverðið ætti að vera kr. 2.000.000. S bauð sveitarfélagi því, sem jörðin er í, forkaupsrétt og upplýsti af því tilefni, að kaup- verðið væri það, sem að framan greinir. Sveitarstjórn taldi sér ekki fært að taka afstöðu fyrr en fyrir lægi skriflegur kaupsamningur. G keypti áburð á tún jarð- arinnar og hóf í júní að bera á. Aðiljar fóru tvívegis á fund manns, sem aðstoð- aði gjarnan fólk í héraðinu við skjalagerð og leituðu aðstoðar hans. Maður þessi punktaði niður helztu atriði, sem taka þurfti fram, en samdi ekki afsal, þar sem hann taldi, að ekki hefði gengið saman með aðiljum. Virtist S hafa horfið frá því að selja jörðina. G krafðist þess, að S yrði dæmt að afhenda sér jörðina fyrir umsamið kaupverð, kr. 2.000.000. Í dómi Hæstaréttar var ekki talið sannað, að aðiljar hefðu orðið ásáttir um skilmála fyrir kaupunum og var einnig vísað til þess, að maður sá, sem átti að semja skjölin, hefði talið að þeir hefðu ekki náð saman. Var talið, að sönnunarbyrði hvíldi hér á G og að hann hefði ekki sannað, gegn andmælum S, að kaupsamningur hefði stofnazt. Einnig má benda á: 5 A. Vinding Kruse: Ejendomskøb, bls. 24.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.