Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 97

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 97
440 á samningi þeim, sem á var kominn við A og S. Þessu var mótmælt af hálfu A og S, en B og R gerðu kaupsamning við H og fékk hann síðar íbúðina afhenta. Þau A og S kröfðust efnda in natura og inntu af hendi greiðslur á geymslureikn- ing eins og þau töldu, að skylda þeirra hefði staðið til samkvæmt kaupsamningi þeim, sem á hefði komizt við B og R. Talið var í dómi Hæstaréttar, að bindandi samningur hefði komizt á milli aðilja og B og R hefðu ekki afturkallað samþykki sitt nægilega tímanlega. Voru þau A og S talin eiga rétt á því að fá afsal úr hendi B og R gegn greiðslu kaupverðsins. Var talið, að hagsmunir H stæðu þessari nið- urstöðu ekki í vegi. Einnig má nefna H 2001 507, H 2003 1748, og H 2005 2802, sem allir snúast um sambærileg álitaefni. 3. REGLUR FKPL. UM STOFNUN KAUPSAMNINGS UM FASTEIGN 3.1 Inngangur Ef reynt er að draga ályktanir af dómaframkvæmd fyrir gildistöku fkpl. um, hvaða skilyrði hafi þurft að vera uppfyllt til þess að kaupsamningur um fasteign hefði stofnazt, þá sýnist ljóst af H 1994 2248, og H 1976 82, að ekki hafi nægt að yfirlýsing liggi fyrir af hálfu kaupanda um að hann kaupi fasteignina. Af báðum dómunum má sjá, að gerð er krafa um að kaupverðið hafi verið ákveðið, þ.e. fjárhæð þess umsamin. Með sama hætti má sjá af síðarnefnda dóminum, að það skilyrði þarf einnig að vera uppfyllt, að selj- andi hafi samþykkt að selja og samþykkt kaupverðið. 3.2 Skriflegt form gildisskilyrði samkvæmt 7. gr. fkpl. Fyrirmæli um lág- marksefni kaupsamnings Í 7. gr. fkpl. er vikið frá þeirri grundvallarreglu, sem lýst hefur verið að framan, að munnlegir samningar séu jafngildir skriflegum, þegar um fast- eignakaup er að ræða. Í greininni er mælt fyrir um, að skriflegt form sé gild- isskilyrði kaupsamninga um fasteignir. Ástæða þess, að slík krafa er gerð, eru þau fjölmörgu dómsmál, sem risið hafa um, hvenær telja eigi að kaup- samningur um fasteign hafi stofnazt og lýst er að framan.8 Með formkröf- unni virðist ætlunin að tilgreina skýrlega, hver séu skilyrði þess, að til kaup- samnings um fasteign geti stofnazt. Formkrafan kann að leiða til þess að réttarstaðan verði skýrari að þessu leyti, en líklega mun hún hafa hverfandi áhrif að öðru leyti, þar sem kaupsamningar um fasteignir hafa á endanum nánast undantekningalaust verið gerðir skriflega. Formkrafan ætti því ekki að vera íþyngjandi fyrir viðskipti með fasteignir. Það nægir á hinn bóginn ekki að gera bara kröfu um skriflegt form sem gildisskilyrði. Til að freista þess að eyða þeirri réttaróvissu, sem lýst er að framan, er nauðsynlegt að tiltaka, hvað þarf að vera skriflegt. Er því í raun ekki eingöngu um formkröfu að ræða, heldur einnig kröfu um tiltekið lág- 8 Alþingistíðindi 2001-02, A-deild, bls. 1454.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.