Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 106
449
tilbúnað sinn á því, að þessi tilteknu atvik eigi að leiða til þess, að kröfur
hans verði teknar til greina. Þetta á málsaðilinn að gera í stefnu og sam-
kvæmt e lið 1. mgr. 80. gr. eml. á hann auk málsástæðna að tilgreina þau
atvik, sem þörf er á, til þess að samhengi málsástæðna verði ljóst. Í stefnu á
einnig að vera tilvísun til helztu lagaákvæða eða réttarreglna (óskráðra) sem
stefnandinn byggir málatilbúnað sinn á. Sá er þó munur á, að aðili hefur
mikið svigrúm til að reifa lögfræðileg rök síðar, m.a. tilvísun til réttarheim-
ilda, enda eiga lögfræðilegar útlistanir ekki að vera í stefnu.20 Slíkt á að bíða
munnlegs málflutnings. Tilvísun til réttarheimilda, lagarök, svo sem það oft
er kallað, fellur ekki undir málsforræðisregluna, enda byggja eml. á því, að
,,[...] dómari eigi að þekkja lögin af eigin raun, þótt hann þekki ekki atvik
máls af öðru en frásögn aðiljanna“.21
Hverjar eru þá málsástæður J í ofangreindu máli? Kjarni þeirra er sá, að
S hafi sem hæstbjóðandi gert tilboð í eignarhluta J í jörðinni Hamraendum,
sem hafi verið samþykkt. Allt þetta felist í samkomulaginu og viðbótarsam-
komulaginu frá 13. júní 2005. Við þetta sé S bundinn. Þess vegna eigi J rétt á
skaðabótum úr hendi hans vegna vanefnda hans á samkomulaginu.
Það fellur ekki undir málsástæður, að vísa til og fjalla um ákvæði fkpl., né
heldur útlista reglur um túlkun, þ.e. skýringu og fyllingu samkomulagsins,
m.a. í þá veru að fyllingarreglur leiði til þess að S sé bundinn af reglum fkpl.
um vanefndaúrræði.
Þegar litið er til málatilbúnaðar J má sjá, að í stefnu til héraðsdóms er á
því byggt að samingurinn frá 13. júní 2005 sé bindandi fyrir stefnda, S, og
hann hafi ekki frjálst val um það hvort hann efni skuldbindingu sína eða
ekki. Vanefnd hans hafi veitt Steini Jónssyni rétt á að leysa til sína jörðina.
Vanefndin hafi á hinn bóginn ekki leyst hann undan skaðabótaskyldu og sé
krafan um bætur fyrir tjón J, þ.e. mismuninn á hlut hans í tilboðsverði S ann-
ars vegar, og Steins Jónssonar, hins vegar. J teflir fram fleiri málsástæðum,
sem óþarft er að rekja hér.
Í stefnu til héraðsdóms, áfrýjunarstefnu og greinargerð til Hæstaréttar
reisir J málatilbúnað sinn ekki á fkpl. Í þessum skjölum útlistar hann ekki
tilvísanir til réttarheimilda máli sínu til stuðnings. Eins og fyrr segir, á það
þó ekki að leiða til þess, að dómari geti ekki reist niðurstöðu sína á ákvæðum
fkpl.
Niðurstaðan hér er því sú, að málatilbúnaður J hafi ekki verið með þeim
hætti, að niðurstaða Hæstaréttar hafi af þeim ástæðum verið óhjákvæmi-
leg.
7. EFNI Í STUTTU MÁLI
Tilefni þessarar greinar er dómur Hæstaréttar frá 2. nóvember 2006 í mál-
inu nr. 205/2006. Í málinu var fjallað um stofnun kaupsamnings um hluta
20 Þór Vilhjálmsson: Réttarfar I, bls. 25.
21 Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls. 172.