Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 106

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 106
449 tilbúnað sinn á því, að þessi tilteknu atvik eigi að leiða til þess, að kröfur hans verði teknar til greina. Þetta á málsaðilinn að gera í stefnu og sam- kvæmt e lið 1. mgr. 80. gr. eml. á hann auk málsástæðna að tilgreina þau atvik, sem þörf er á, til þess að samhengi málsástæðna verði ljóst. Í stefnu á einnig að vera tilvísun til helztu lagaákvæða eða réttarreglna (óskráðra) sem stefnandinn byggir málatilbúnað sinn á. Sá er þó munur á, að aðili hefur mikið svigrúm til að reifa lögfræðileg rök síðar, m.a. tilvísun til réttarheim- ilda, enda eiga lögfræðilegar útlistanir ekki að vera í stefnu.20 Slíkt á að bíða munnlegs málflutnings. Tilvísun til réttarheimilda, lagarök, svo sem það oft er kallað, fellur ekki undir málsforræðisregluna, enda byggja eml. á því, að ,,[...] dómari eigi að þekkja lögin af eigin raun, þótt hann þekki ekki atvik máls af öðru en frásögn aðiljanna“.21 Hverjar eru þá málsástæður J í ofangreindu máli? Kjarni þeirra er sá, að S hafi sem hæstbjóðandi gert tilboð í eignarhluta J í jörðinni Hamraendum, sem hafi verið samþykkt. Allt þetta felist í samkomulaginu og viðbótarsam- komulaginu frá 13. júní 2005. Við þetta sé S bundinn. Þess vegna eigi J rétt á skaðabótum úr hendi hans vegna vanefnda hans á samkomulaginu. Það fellur ekki undir málsástæður, að vísa til og fjalla um ákvæði fkpl., né heldur útlista reglur um túlkun, þ.e. skýringu og fyllingu samkomulagsins, m.a. í þá veru að fyllingarreglur leiði til þess að S sé bundinn af reglum fkpl. um vanefndaúrræði. Þegar litið er til málatilbúnaðar J má sjá, að í stefnu til héraðsdóms er á því byggt að samingurinn frá 13. júní 2005 sé bindandi fyrir stefnda, S, og hann hafi ekki frjálst val um það hvort hann efni skuldbindingu sína eða ekki. Vanefnd hans hafi veitt Steini Jónssyni rétt á að leysa til sína jörðina. Vanefndin hafi á hinn bóginn ekki leyst hann undan skaðabótaskyldu og sé krafan um bætur fyrir tjón J, þ.e. mismuninn á hlut hans í tilboðsverði S ann- ars vegar, og Steins Jónssonar, hins vegar. J teflir fram fleiri málsástæðum, sem óþarft er að rekja hér. Í stefnu til héraðsdóms, áfrýjunarstefnu og greinargerð til Hæstaréttar reisir J málatilbúnað sinn ekki á fkpl. Í þessum skjölum útlistar hann ekki tilvísanir til réttarheimilda máli sínu til stuðnings. Eins og fyrr segir, á það þó ekki að leiða til þess, að dómari geti ekki reist niðurstöðu sína á ákvæðum fkpl. Niðurstaðan hér er því sú, að málatilbúnaður J hafi ekki verið með þeim hætti, að niðurstaða Hæstaréttar hafi af þeim ástæðum verið óhjákvæmi- leg. 7. EFNI Í STUTTU MÁLI Tilefni þessarar greinar er dómur Hæstaréttar frá 2. nóvember 2006 í mál- inu nr. 205/2006. Í málinu var fjallað um stofnun kaupsamnings um hluta 20 Þór Vilhjálmsson: Réttarfar I, bls. 25. 21 Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls. 172.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.