Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 112
455
ur stjórnar. Þær voru samþykktar með einni breytingu á 3. grein: „mann-
fagnaðar“ í stað „mannfagnaða“.
Önnur mál: Engin önnur mál voru á dagskrá og var fundi því slitið.
Framhaldsaðalfundinn sátu átta manns.
Aðalfundur 2006
Benedikt Bogason formaður setti fundinn og tilnefndi Helga Jóhann-
esson sem fundarstjóra. Það var samþykkt.
1. Skýrsla stjórnar
Benedikt flutti skýrslu stjórnar.
2. Endurskoðaðir reikningar
Skúli Magnússon gjaldkeri fór yfir endurskoðaða reikninga Lögfræðinga-
félagsins. Kristín Edwald framkvæmdastjóri TL gerði grein fyrir reikningum
tímaritsins. Skúli kom með tillögu um að samþykkja ársreikning með þeirri
tillögu að fella út 300.000 króna eign í útgáfurétti TL í efnahagsreikningi.
Það var samþykkt.
Fundarstjóri bauð upp á athugasemdir við skýrslu stjórnar og reikninga.
Enginn tók til máls.
3. Kosning stjórnar og varastjórnar
Benedikt Bogason var kosinn formaður og Helgi I. Jónsson varaformað-
ur. Tillaga um meðstjórnendur var samþykkt samhljóða en þeir eru: Kristín
Edwald, Áslaug Björgvinsdóttir, Ragnheiður Harðardóttir, Páll Þórhallsson
og Skúli Magnússon.
Tillaga um varamenn í stjórn var samþykkt samhljóða en þeir eru: Eirík-
ur Tómasson, Hallvarður Einvarðsson, Hrafn Bragason, Jón Steinar Gunn-
laugsson, Stefán Már Stefánsson, Þór Vilhjálmsson og Dögg Pálsdóttir.
4. Kosning endurskoðenda
Kristján Gunnar Valdimarsson og Steinunn Guðbjartsdóttir voru end-
urkosin sem aðalendurskoðendur. Til vara voru kjörnir þeir Allan Vagn
Magnússon og Skúli Guðmundsson.
5. Önnur mál
Enginn tók til máls og fundi slitið. Tíu manns sátu aðalfundinn.
Úr skýrslu stjórnar Lögfræðingafélags Íslands starfsárið 2005-2006
1. Almenn stjórnarstörf
Á aðalfundinum var Benedikt Bogason kosinn formaður og Helgi I.
Jónsson varaformaður. Á fyrsta stjórnarfundi skiptu aðrir kjörnir stjórn-
armenn þannig með sér verkum: Áslaug Björgvinsdóttir ritari, Skúli Magn-