Tímarit lögfræðinga - 01.12.2006, Page 116
459
28. apríl 2005, með það fyrir augum að fara yfir reglur varðandi styrkveit-
ingar og/eða gjafir til félagsins og stofnana þess, gerði grein fyrir efni fram-
lagðrar skýrslu nefndarinnar.
4. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins og á skipulagsskrá Náms-
sjóðs LMFÍ
Í framhaldi af skýrslu formanns styrkja- og gjafanefndar voru þær til-
lögur sem lágu fyrir fundinum bornar undir atkvæði fundarins. Þær lutu
að tvennu, þ.e. reglum um gjafir og styrki og svo breytingar á reglum um
laganefnd félagsins. Voru tillögurnar bornar upp í tvennu lagi. Fyrst voru
bornar undir atkvæði breytingatillögur sem lutu að laganefnd félagsins. Þær
voru svohljóðandi:
1. – 3. mgr. 12. gr. hljóði svo:
Á aðalfundi skal kjósa sjö manna nefnd, laganefnd.
Hlutverk laganefndar er að fylgjast með lögum, lagaframkvæmd, lagafrum-
vörpum og öðrum lögfræðilegum erindum frá Alþingi og ráðuneytum og veita
umsögn um þau f.h. félagsins. Í málum sem varða lögmannastéttina og störf lög-
manna, skal nefndin hafa samráð við stjórn félagsins um gerð umsagna.
Nefndin skal starfa að málum að eigin frumkvæði en jafnframt getur félags-
stjórnin leitað umsagnar hennar um einstök mál ef henta þykir.
Ný málsgrein, 4. mgr. bætist við, sem hljóði svo:
Við veitingu umsagnar um einstök mál er laganefnd heimilt að leita til lög-
manna og/eða annarra sérfræðinga, sem búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á því
sviði sem um ræðir.
Ný málsgrein, 5. mgr. bætist við, sem hljóði svo:
Laganefnd skal setja sér starfsreglur.
4. mgr. verði 6. mgr., 5. mgr. verði 7. mgr., 6. mgr. verði 8. mgr.
Framangreindar breytingatillögur voru samþykktar samhljóða.
Þá voru bornar undir atkvæði breytingatillögur sem lutu að gjöfum og
styrkjum til félagsins. Þær hljóðuðu svo:
Ný grein, 23. gr. bætist við:
LMFÍ tekur því aðeins við gjöfum að það samrýmist tilgangi félagsins og
stöðu lögmanna. Öðrum gjöfum en hefðbundnum tækifærisgjöfum eða dánar-
gjöfum, skal beint til Námssjóðs. Stjórn Námssjóðs tekur ákvarðanir um hvort
tekið skuli við slíkum gjöfum og hvernig þeim er ráðstafað í samræmi við sam-
þykktir félagsins og skipulagsskrá Námssjóðs.
23. gr. verði 24. gr., 24. gr. verði 25. gr.